24.3.2007 | 00:37
Segir hver?
Netið og bloggið er ótrúlega öflug leið til skoðanaskipta. Í stað þess að tuða á kaffistofunni yfir þeim þremur sem þar eru staddir getur fólk komið skoðunum sínum á framfæri við hundruðir, þúsundir og jafnvel tugþúsundir lesenda sem síðan geta komið með gagnrök þannig að úr verði áhugaverðar umræður. Eða það skyldu maður amk ætla.
Eftir að hafa lýst skoðunum mínum á hvaða fyrirkomulag ég persónulega vil sjá á sölu áfengis hér á landi fer ég satt að segja aðeins að efast um þennan ágæta miðil sem umræðuvettvang. Ég bjóst svo sem aldrei við öðru en að frjálshyggjujarmarar myndu kalla þetta forræðishyggju og vera ósammála mér, enda eru það vissulega fullgild rök að einkasala og skattlagning ríkisins feli í sér skerðingu á frelsi einstaklingsins til að drekka að vild. Þetta eru bara ólík sjónarmið og svo veljum við í kosningum hvernig við viljum reka þjóðfélagið, á lýðræðislegan hátt.
Þó ég hafi búist við að menn væru ósammála mér kom mér á óvart hvernig umræðan hefur þróast. Í framhaldinu af pistli mínum skrifar maður sem heldur því fram að bílbelti auki slys á fólki. Annar segir áfengi eingöngu vera genetískan sjúkdóm og að aðgengi að áfengi hafi ekkert með áfengissýki að gera. Eiginlega bjóst ég við umræðu á hærra plani. Hvort tveggja eru svo kolrangar og órökstuddar fullyrðingar að manni fallast hendur, nema gert ráð fyrir að þær séu brandari í ætt við The Flat Earth Society. Hefur fólk ekkert fyrir því að athuga hvort það sem það heldur fram á bloggi sé rétt? Tjá netverjar sig um hluti sem þeir hafa ekki þekkingu á?
Enginn hefur nokkurn tíma efast um að erfðir eigi þátt í áfengissýki, líkt og sennilega öllum sjúkdómum. Þess vegna hefur verið bent á hversu mikilvægt það er að velja sér rétta foreldra. Þó sumir séu ef til vill örlagaalkar af frá hendi náttúrunnar er mikilvægt að gera sér grein fyrir því varðandi áfengið að flest okkar geta ánetjast ef nægilega mikið er af því, óháð genum. Takmarkað aðgengi er því miður það eina sem hefur marktæk áhrif á umfang áfengisvandamálsins.
Þekktasta dæmið um áhrif þess að losa um höft á sölu áfengis á síðari árum koma frá Finlandi, þó sömu sögur komi einnig frá öðrum löndum. Hafi einhver áhuga á tölulegum staðreyndum vil ég benda á þessar síður hér, hér, hér, hér, hér og hér.
Þó mér virðist athugasemdirnar við áfengisumfjöllunina vera byggðar á mismikilli þekkingu er ég ekki að segja að það eigi við um umfjöllun Barkar. Hann virðist hins vegar aðeins rugla saman fordómum gegn minnihlutahópum s.s. útlendingum eða sígaunum við reglur samfélagsins sem öllum er gert að fylgja. Ég er hlynntur forræðishyggju þegar hún dregur úr skaða sem einstaklingar valda öðrum, eins og skýrt á við reglur um sölu áfengis og hörð umferðarlög sem ganga jafnt yfir alla. Ákveðnar reglur um vissa þjóðfélagshópa er eitthvað allt annað.
Þó ég sjálfur geti ekki skilið fólk sem ekki notar bílbelti finnast mér lög sem skylda fólk til bílbeltanotkunnar vera á gráu svæði, á meðan ökumaður er einn í bíl er það hans einkamál hvort hann kjósi að lifa eða deyja hann lendir í bílslysi. Þeir aðilar sem standa á bak við Darwin Awards eru meira að segja á því að það geti haft sína kosti að fólk sem ekki vill nota bílbelti sé ekki skyldað til þess.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.