23.3.2007 | 11:46
vinstri menn til varnar saddam hussein
Fjögur ár eru liðin síðan Bandalagsþjóðirnar réðust inní Írak og steyptu einræðisherranum Saddam Hussein. Á Íslandi sem og í öðrum löndum Evrópu var meirihluti manna á móti þessari innrás. Stærstu og mestu mótmælagöngur sögunnar voru gengnar vegna þessarar innrásar. Um milljón manns gengu um götur Lundúna til að andmæla henni. Það hefði komist í heimsmetabók Guinness ef mótmæli gegn þessu sama stríði hefðu ekki verið enn öflugri í Róm þarsem talið er að um þrjár milljónir manna hafa marserað gegn stríðinu. Í Róm. Höfuðborg fasistaveldis Mussolinis fyrir rúmum sextíu árum. Fyrir hverju voru þessar mestu mótmælagöngur gengnar? Þær voru farnar til að koma í veg fyrir fall eins frægasta einræðisherra og fjöldamorðingja sögunnar.
Núna, fjórum árum seinna, virðist flest benda til þess að innrásin hafi heppnast, uppbyggingin hafi misheppnast illilega og einnig að margar forsendur fyrir innrásinni hafi verið rangar. Um það hafa verið skrifaðar margar greinar og verða skrifaðar enn fleiri, þannig að það verður ekki tekið til umfjöllunar hér. Það sem er merkilegt er að þessi stærsta bylgja mótmæla og andmæla kom til varnar einræðisherranum og fjöldamorðingjanum Saddam Hussein.
Vinstrimaðurinn Nick Cohen gaf út bókina "What is left of the left?" fyrir skömmu í Bretlandi sem tekur þetta til umfjöllunar. Hann bendir á að þegar vesturveldin hölluðust frekar að Saddam Hussein á meðan hann var í stríði við klerkastjórnina í Íran brugðust vinstri menn illa við. Hann minnist þess hvernig reiðir sósíalistar og þingmenn Verkamannaflokksins fórnuðu höndum vegna illsku Saddams á meðan skáld og listamenn rituðu af samúð með fórnarlömbum þessa hryllilega harðstjóra. Íraskur útlagi að nafni Kanan Makiya var upphafinn sem hetja og ræður hans um illsku einræðisherrans voru vinsælar. Þessi samúð vinstri manna með fórnarlömbum Saddams og sú andúð sem þeir höfðu á honum snerist við í ágúst 1991 þegar hann réðist inní Kuwait og varð óvinur Bandaríkjanna. Á einni nóttu snerust vinstri menn Saddam til varnar. Cohen minnist þess að hafa verið fær um að benda á hræsnina hjá vesturveldunum í því að styðja Saddam í stríðinu við Íran en að kalla hann svo allt í einu hinn "nýja Hitler". En á þeim tíma var hann ófær um að horfast í augu við hræsnina hjá sjálfum sér og félögum hans sem höfðu kallað hann einræðisherra á borð við Hitler en á einni nóttu höfðu þeir snúist honum til varnar.
Þegar seinna Persaflóastríðið hófst 2003 komu vinstri menn einræðisherranum til varnar af enn meiri krafti. Íraskir útlagar einsog Kanan Makiya sem beittu sömu röksemdum gegn Saddam og þeir höfðu gert alla tíð náðu skyndilega ekki eyrum neins þeirra. Kanan Makiya hafði ekki breyst né breytt skoðunum sínum en pólitíska umhverfið hafði snúist á hvolf. Cohen segist hafa haft þá trú að þótt vinstrimenn væru á móti innrásinni að þá myndu þeir þó styðja uppbygginguna í Írak en orðið fyrir vonbrigðum þegar það varð ekki raunin. Ef Bandaríkin vilja eitt, þá verða vinstrimennirnir að vilja annað. Hann bendir með hryllingi á þá þróun að hann sem hafi alist upp í því að trúa að vinstimenn væru verjendur mannréttinda og lýðræðis horfi uppá þá ná sífellt betur saman við öfgafulla múslima og hryðjuverkamenn. Hann spyr hvernig það hafi gerst að vinstrimenn haldi fyrirlestra sem verja misrétti gagnvart konum í löndum múslima? Hann færir þessa hræsni sem vinstrimenn hafa sýnt gagnvart Írak víðar. Hann spyr af hverju er frelsi Palestínu og mannréttindamál í því landi jafn mikilvægur málstaður fyrir vinstrimenn og raun ber vitni en ekki mál Zimbabwe, Súdan, Norður-Kóreu eða Kína?
Bók Nicks Cohen um vinstrimenn í Bretlandi á jafn mikið við um vinstrimenn á Íslandi. Þeir hötuðu Saddam þangað til Bandaríkin snerust gegn honum og þá var hann tekinn upp á arma þeirra. Nýtilkominn áhugi þeirra á þjáningum Íraka og langur og djúpur áhugi á því óréttlæti sem Palestínumenn upplifa hefur lítið með þessar þjóðir að gera. Það hefur allt með Bandaríkin að gera. Blaðamaðurinn Davíð Logi Sigurðsson benti á það í pistli sínum hvað það væri sjálfhverft að í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá innrásinni í Írak snerust mótmæli vinstri manna á Íslandi um lista staðfastra þjóða. Í stað þess að hugsa til þeirra hörmunga sem Írakar eru að upplifa, hugsa til uppbyggingarinnar eða hvað megi gera til að aðstoða þá, snýst umræðan um pólitísk innanlandsmál. Það verður að teljast sorglegt.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Sennilega er hægt að rökstyðja alla hluti og snúa út úr öllum. Hver er munurinn á Saddam og Assad gamla? Var það samkvæmt ofanskrifuðu rétt að styðja Saddam á meðan BNA gerðu það? Já er það ekki? Assad lét drepa 10000 landa sína á einum degi vegna gruns um andstöðu við sig það kom ekki í veg fyrir að fulltrúar allra vesturlanda mættu á ljarðaför hans flestir hægra megin við miðju, var það af því að Assad var góður maður? Eða af því að hann var svo góður að drepast?
Já
Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.