22.3.2007 | 20:52
ótrúlegt að ekki sé enn farið að selja áfengið í matvöruverslunum
Félagi Krummi, hann Hjalti, var með umfjöllun um hversvegna ekki ætti að leyfa sölu á áfengi í matvörubúðum. Ég er honum svo hjartanlega ósammála að manni fallast hendur en ekki það hitamál fyrir mér að ég nenni að fara í eitthvað debat þarsem rökin fyrir því og rökin á móti því mýmörg og hrafnasparks síðan yrði pestuð af ritgerðum um það efni.
Mér varð aftur á móti hugsað til þess, afþví að það hefur vakið áhuga minn, að af kynnum mínum af læknum þá eru langflestir raunsæir menn einsog algengt er með fólk sem þarf daglega að taka erfiðar ákvarðanir í starfi sínu. Svo eru sumir sem starfa við þann hrylling sem er hluti af læknastarfinu (sérstaklega hjá þeim erlendu læknum sem ég þekki, þá er hryllingurinn daglegt brauð) sem byrja að gera tengingar einsog: ef við lækkuðum hámarkshraðann niður í fimmtíu þá myndi verða minna um slys, ef við bönnuðum áfengi eða minnkuðum möguleikann á því að fólk komist í það, þá verða færri fullir, minni horror osfrv. Það er voðalega erfitt að rökræða við lækna sem sjá þetta með þessum gleraugum með öðru en að hvetja þá til að vera aðeins meiri manneskja.
Sömuleiðis hafa flestir lögreglumenn sem ég hef hitt og þekki (þeir eru reyndar mun færri en læknarnir) verið heilbrigt og raunsætt fólk. En samt hafa kannanir sýnt að þeir eru mun líklegri til þess að vera fylgjandi fasískum hugmyndum varðandi útlendinga. Líklegri til að styðja öfgaflokka sem vilja banna aðgang útlendinga að þjóðfélaginu og reka þá út úr því sem þegar hafa komist inn (þetta á einnig aðallega við útlönd þarsem ég veit ekki til þess að slík könnun hafi verið gerð hér á Íslandi). Einn tékkneskur lögreglumaður sem ég þekkti var mjög harður á þessu. Hann notaði svona rök einsog: "þú hefur ekki unnið sem lögreglumaður og skilur ekki að það eru útlendingar sem stjórna glæpastarfseminni hérna. Þú skilur ekki hvað það er að koma sí og æ á vettvang þarsem búið er að nauðga saklausri tékkneskri stelpu í helming tilvika er það alltaf einhver útlendingur, þú skilur ekki hvað það er að vinna við að leysa þjófnað og þar eru sígaunar í helmings tilvika að verki þótt þeir séu ekki nema þrjú prósent þjóðarinnar, þú veist ekki hvað það er að koma alltaf á vettvang á ráni eða morði þarsem einhver fjölskyldufaðirinn hefur verið skotinn í hausinn og heilinn hans er útum allt gólf og líklegast er þar einhver úkraínumaður að verki!" Nei, ég veit það ekki. Og átti erfitt með að rökræða við þennan kunningja minn með öðrum rökum en að benda honum á að hann ætti að reyna að vera aðeins meiri manneskja.
Auðvitað hefur lögreglumaðurinn rétt fyrir sér, auðvitað verður eitthvað minna um glæpi ef útlendingum er bannað að koma til landsins eða það takmarkað með öflugum aðgerðum. Útlendingar eru líklegastir til þess að verða utanveltu í þjóðfélagi sem þeir ekki þekkja og þessvegna líklegri en aðrir til að verða agressívari. Ég hef verið útlendingur mestan part fullorðinsára minna og þekki það af eigin raun.
En engu að síður er ég fylgjandi frjálsu flæði milli sem flestra landa, því það er svo margt annað sem vinnst. Ef við lítum á þetta frá mannúðarsjónarmiðum þá er það margfalt mikilvægara heldur en þróunaraðstoð, sem vinstri menn vilja alltaf leggja áherslu á en gerir afskaplega lítið fyrir þjóðir þróunarlandanna. Vinstri mönnum er bara betur við þróunaraðstoðina því þá geta þeir barið sér á brjóst og sagt: "við gáfum þessar milljónir eða milljarða til þjóunarlandanna!" En frjálst flæði vinnuafls hefur fram að þessu sýnt að peningarnir sem fólkið vinnur sér inn og sendir heim er miklu meira en sem nemur þróunaraðstoð Vesturlanda.
Ef við lítum á menningarlegan gróða þá er þar efni í margar ritgerðir.
Ef við lítum á efnahagslegan gróða fyrir landið sem vill fleiri útlendinga til að vinna hjá sér, þá er þar líka efni í margar ritgerðir sem sýna hvað það er gott fyrir efnahagskerfið.
Best er bara að hvetja svona fólk, sem sér alltaf stjórnsemina og bönnin sem bestu lausnina um að einbeita sér að því að vera manneskja. Það fylgja því ansi margir slæmir hlutir að vera manneskja en á heildina litið er þetta bara ágætt.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Það er einmitt vegna þess að læknar og löggur eru manneskjur að við erum að reyna að koma í veg fyrir slæma hluti hjá fólki. Ef við væru enn meiri manneskjur, eins og þú óskar, þá myndum við bara reyna enn meira að koma í veg fyrir að illa fari fyrir fólki! Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir
Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 22:27
Ég ræddi þetta mál fyrir ansi mörgum árum í reykpásu upp í HÍ við kanadískan sérfræðing sem var í alþjóðlegum starfshópi um áfengisbölið. Í stuttu máli var skoðun hans eftirfarandi:
Segir þetta sig ekki annars sjálft?
Sigurður J. (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 03:55
Svona bara til að leiðrétta útbreiddan misskilning, þá hefur hátt verð á áfengi ekkert með ÁTVR að gera. Áfengi ber áfengisskatt sem lagður er á við tollafgreiðslu. Veitingamenn og ÁTVR kaupa síðan tollafgreitt áfengi af birgjum.
Arnbjörn Ólafsson (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.