22.3.2007 | 12:14
Þarf að auka á áfengisvandann á Íslandi?
Nú er í þriðja skipti verið að ræða frumvarp á alþingi um að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunun. Þráhyggja þeirra sem leggja frumvarpið fram virðist benda til þess að þetta sé þeirra mati eitthvert mikilvægasta mál samtímans og að þetta bara verði að fást í gegn.
Vissulega er óhagræði af því að þurfa að fara í ríkið til kaupa sér áfengi og sannarlega mun þessi breyting, ef málið fer í gegn, bara verða til að auka þægindi flestra við áfengisinnkaup. Áfengi er hins vegar ekki venjuleg neysluvara.
Áfengi veldur tugum dauðfalla á Íslandi á hverju ári. Tugþúsundir einstaklinga verða fyrir skaðlegum áhrifum af völdum áfengis í formi heimilisofbeldi, lifrarskemmda, bílslysa, þunglyndi, sjálfsvíga, illri meðferð á börnum og fleira og fleira. Ef einhver lifir í svo vernduðum heimi að hann hefur ekki sjálfur orðið vitni af þessum hamförum vil ég benda fólki á að líta í heimsókn á biðstofu slysa- og bráðadeildar LSH að næturlagi um helgar.
Vissulega eru til ákveðin rök um frelsi einstaklingsins til að kaupa sér áfengi þar sem honum hentar, notuð eru ljót orð eins og forræðishyggja þegar rætt er um vilja til að takmarka aðgengi að áfengi. Þessi mál verður hins vegar alltaf að skoða í samhengi allra þátta.
Það er hafið yfir allan vafa að áfengisvandamál munu aukast ef sala á áfengi verður leyfð í matvöruverslunum. Þetta var gert í Finnlandi fyrir nokkrum árum með skelfilegum afleiðingum. Alltaf munu einhverjir, kannski 10-20%, vera með tilhneigingu til áfengisfíknar í sér og úr þeim hópi munu án nokkurs vafa fleiri fara að drekka skaðlega. Fleiri munu slasa eða drepa sjálfan sig og aðra, fleiri munu nefbrotna í áflogum, fleiri börn munu alast upp við áfengisvandamál foreldra. Er það virkilega það sem við viljum? Ábyrgð þeirra sem sitja á þingi er mikil, ætla þeir að taka ábyrgð á því að auka á þessi vandamál í þjóðfélaginu?
Meira að segja í samfélögum þar sem frelsi einstaklingsins gengur hvað lengst eins og í BNA er í mörgum fylkjum ekki leyft að selja áfengi í matvöruverslunum, þar þarf að fara í sérstakar áfengisbúðir. Þar er skilningur á því hversu geigvænlegum skaða áfengi getur valdið og að því þurfi að takmarka aðgengið, þó það gangi gegn frelsi einstaklingsins.
Sjálfur tel ég mig ekki eiga við áfengisvandamál að stríða og hef litlar áhyggjur af því að neysla mín á áfengi verði til vandræða, þó það verði selt í matvöruverslunum. Samt vil mjög eindregið viðhalda núverandi kerfi, að aðgengi að áfengi sé takmarkað með einföldum hætti og að ríkið innheimti háa skatta af áfenginu til að fjármagna m.a. heilbrigðiskerfi og skóla. Út frá mínum eigin persónulegu hagsmunum, þó það sé ekki til annars en að auka ekki á álagið á næturvöktum á slysadeildinni.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Þú hefur sannarlega lög að mæla! Fita veldur líka mörgum dauðsföllum á ári svo við skulum takmarka aðgengi að henni við Fitu- og mörverslun Ríkisins.
Sykur er líka skelfilega óheilsusamleg neysluvara svo ekki er annað hægt að gera en að takmarka sölu hans við Sykur- og sætindaverslun Ríkisins.
Var ég búinn að telja upp saltið? Salt bindur vatn í líkamanum og veldur alls konar æðaveseni ef of mikils er neytt af því, svo Saltverslun Ríkisins er þá óhjákvæmileg, trúi ég.
Og svo eru það loks bílarnir - tugir mann deyja og örkumlast á ári hverju í umferðinni. Hvort eigum við að ráða bót á þessu með því að koma fyrir slökkvarabúnaði í öllum bifreiðum sem hingað eru fluttar, sem veldur því að hvenær sem bíl er ekið hraðar en 90km/klst þá slekkur hann á sér. Það er jú ólöglegt?!
En bíddu við? Allt ofantalið eru hlutir sem má hæglega nota án þess að hljóta af því skaða. En tóbak fæst keypt í næstu matvörubúð, og það er vara sem er fræðilega ómögulegt að nota án þess að skaða sjálfan sig að minnsta kosti, og mögulega aðra líka með óbeinum hætti?! Er það ekki svolítið öfugsnúið?
Jæja Hjalti - finnst þér þú ekki hljóma svolítið bjánalega í færslunni hér að framan? Að halda að vandamál minnihlutahóps verði leyst með því að takmarka aðgengi alls fjöldans? Það finnst mér að minnsta kosti afar heimskuleg aðferðafræði.
Jón Agnar Ólason, 22.3.2007 kl. 15:57
Vonandi fylgir þessu frumvarpi líka að um leið og það fer í gegnum þingið að verslanir meigi ekki ráða yngra fólk en 20 ára til að afgreiða (er ekki alveg farinn að sjá það) því munur á krakka sem er 16 ára og 20 ára gagnvart því að selja ekki þeim sem má ekki verlsa er mikill í þroska, en með því að hafa þetta í ríkinu er sá sem er of ungur alltaf áberandi innan um kúnnana sem hann er ekki í matarbúðinni.
Aukið aðgengi að áfengiskaupum eykur alltaf neysluna.
Ég var fyrir margt löngu staddur í Danmörku og fór inn í matarbúð að kaupa mér banana sem mig langaði í en ......labbaði út með bananalíkjör!!! en það er nú bara ég
Sverrir Einarsson, 22.3.2007 kl. 16:02
Ekki kemur það mér á óvart athugasemdir skuli berast um að ég hljóti að vilja banna allt, fyrst ég vilji halda sölu á áfengi í sérverslunum. Það virðist vera einhver allsherjar tískubylgja að lausn allra vandamála felist í að gera allt frjálst og að ekkert megi banna. Stór misskilningur það.
Gott dæmi um að ofurvirðing fyrir frelsi einstaklingsins til að haga lífi sínu að vild getur verið slæm, er eftirlit með ölvuðum ökumönnum í BNA. Þar er í flestum fylkjum ekki leyfilegt að lögreglan stoppi ökumenn til að skima fyrir ölvunarakstri, þeir mega einungis stöðva bíla ef eitthvað er athugavert við aksturslagið eða bílinn. Þetta veit almenningur með þeim afleiðingum að það þykir sjálfsagt mál að drekka 3-4 bjóra og keyra síðan ölvaður heim, bara ef bíllinn er í lagi og ekið er sæmilega varlega þá er ólíklegt að lenda í vandræðum. Eins og við er að búast er slysatíðni mun hærri þar en hér á landi. Í þessu tilviki má líklega segja að of mikil virðing fyrir frelsi einstaklingsins á kostnað eftirliti með ölvunarakstri valdi dauða saklauss fólks.
Umræða um hvernig skuli reka þjóðfélagið, hvað skuli leyft og hvað eigi að takmarka, finnst mér ekki að eigi að reka einungis á heimspekilegum forsendum um frelsi til athafna eða viðlíka hugtökum, taka á ákvarðanir út frá því hvaða afleiðingar þær hafa, hvort þær bæti samfélagið og líf einstaklinganna eða geri þær verri.
Mín skoðun er sú að áfengi í matvöruverslunum leiði til aukinna vandamála af áfengisnotkun og geri þannig þjóðfélag okkar verri. Ég tel mig aldrei hafa átt við áfengisvandamál að stríða, en það vel þekki ég áfengið að allir geta ánetjast. Þess vegna kýs ég að hafa ekki vín við hliðina á mjólkinni til að geta kippt með í hvert skipti sem ég fer út í búð. Það sama finnst mér að þjóðfélagið eigi að gera með óhollan mat, fjármagna þarf opinberan rekstur með einhverju og ég vil helst að það verði gert með álögum á óheilbrigðum mat.
Jón Agnar þér finnst hugmyndin um slökkvarabúnað í bíla sem ekið er hraðar en 90 km/klst greinilega hlægileg. Ætli þú myndir ekki skipta um skoðun ef þú þó ekki nema heyrðir einhvern tíma öskrin í mölbrotnu og krömdu fólki inni í klesstu bílflaki. Umferðarlögin eru líklega besta dæmið um skynsamlega forræðishyggju sem bjargar mannslífum. Þrátt fyrir það deyja hátt í 30 manns á ári og um 100 slasast alvarlega. Við þurfum því mun meira af slíku.
Hjalti Már Björnsson, 22.3.2007 kl. 16:37
mig langaði bara til að benda á að ástæðan fyrir því að ekki megi stoppa bíla í bandaríkjunum nema það sé brotið bílljós eða einhver hlutgerð atriði sem eru vitlaus er vegna laga sem sett voru til að koma í veg fyrir að hvítir lögreglumenn ofsóttu alla svarta menn sem keyrðu bíla. þetta var gert til að vernda svarta menn frá ofsóknum rasistanna í lögreglunni í suðurríkjunum sem stoppuðu alla litaða menn á öllum götuhornum á sínum tíma. þetta eru hrikaleg höft og helsi á lögreglumönnunum sem stendur. en vonandi leysa þeir úr þessu.
annars er svo ótrúlega margt í þessari orðræðu hérna sem ég er ósammála að ég held ég stoppi hér.
Börkur Gunnarsson, 22.3.2007 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.