21.3.2007 | 13:43
hvað er að mogganum?
Forsíðan á mogganum í dag var "Of feitar konur líklegri til að vera án atvinnu". Hvaða frétt er þetta? Forsíðufrétt? Má búast við því að það verði forsíðufrétt hjá mogganum á næstu dögum að "Fólk með anorexíu líður oftar illa en heilbrigðu fólki".
Svo var skemmtilegt að sjá myndirnar af konunni sem gerði doktorsritgerðina sem leiddi til þessarar forsíðufréttar. Augun í henni lýstu orku og ofursjálfstrausti. Krafturinn geislaði úr augunum, hún var sæt, stolt, og inní blaðinu var hún stílíseruð einsog módel með doktorspróf, manneskja sem er líkleg til að meika það í hvaða bransa sem er var forsíðu ljósmyndarefni um of feitar konur sem eru vanmetnar, með lítið sjálfstraust og fá minna en þær eiga skilið í lífinu. Svona er lífið alltaf með fallega og skemmtilega kontrasta.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Þetta er snilldartexti hjá þér Börkur og alveg hárrétt athugasemd. Öll framsetning Morgunblaðsins er full af beinum og óbeinum manipúlatífum áherslum - vegna þess að þeir vita, blaðamennirnir að við látum einmitt útlitið ráða.
Þetta er listaverk hjá Mbl. Miklum fremur listaverk sem leikur sér með tilfinnigar okkar en frétt.
GP
Guðmundur Pálsson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:09
Ég er sammála þér, það er hættulegt að varpa svona hugmyndum fram.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 21.3.2007 kl. 18:07
Þetta er hárrétt hjá þér og skrýtið að Morgunblaðið skuli láta slíka frétt á forsíðuna. Það er varasamt að láta slíkt fram.
Sædís Ósk Harðardóttir, 22.3.2007 kl. 07:32
Ég þarf líklegast að lagfæra færsluna þarsem ég held að það skilji hana ekki allir. Mér finnst til dæmis ekkert hættulegt við að varpa svona hugmyndum fram einsog mogginn varpaði fram á forsíðu sinni um daginn. Að feitar konur séu líklegri til að vera án atvinnu? Mér finnst þetta eiginlega ekki hugmynd. Mér finnst þetta augljós staðreynd í lífinu. Mér finnst þetta jafn augljós staðreynd og að gamalt fólk er kraftminna en ungt fólk, að annorexíu sjúklingum eða sjúklingum yfirhöfuð líði verr en þeim sem eru heilbrigðir, að fólk sem er með einn fót í staðinn fyrir tvo hleypur hægar en annað fólk og að konur séu með stærri brjóst en kallar, að jörðin er flöt en ekki kringlótt eða að lífið er einsog það er en ekki öðruvísi.
Börkur Gunnarsson, 22.3.2007 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.