með ólíkindum auðvelt

Þótt ég sé fylgjandi því að fólk hafi aðgang að klámi þá er þetta orðið óþægilega víða á netinu. Þegar kynþroskinn kom yfir mann var meiriháttar erfitt að sjá bert brjóst eða læri nema maður lægi á gægjum við sturtuklefana og pírði í gegnum rifur eða lokaði sig af með Freemans listann sem móðir manns keypti og stúderaði nærfataauglýsingar kvenna. Núna getur maður ekki flett upp einhverju um Forn-Grikki eða landafræði án þess að eiga það á hættu að enda inní miðri hóp orgíu með rassaríðingum og alles. Þetta hlýtur að hafa einhver ófyrirséð áhrif á óþroskaða krakkana?
mbl.is "Klám er úti um allt á Netinu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Það má kannski þakka fyrir að blessuð börnin skuli hafi lítinn áhuga á að fletta upp Forn-Grikkjum á netinu úr því að þetta er raunin? Hef þín orð fyrir því að þá muni eitthvað hræðilegt koma í ljós.

Er mér hins vegar í óþægilega fersku minni þegar ég ætlaði að hjálpa hóp unglingsstúlkna að finna eitthvað á netinu um hljómsveit sem hét Spice Girls! Ég roðna nú bara við minninguna...

Kolgrima, 21.3.2007 kl. 12:24

2 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Það er hægt að láta Google vinsa klámið úr leitarniðurstöðunum með "Google Safe Search"

 Ég held jafnvel að http://www.google.is/ sé með það  sjálfgefið (en ekki http://www.google.com/)

Elías Halldór Ágústsson, 21.3.2007 kl. 18:45

3 Smámynd: halkatla

ég heyrði í fréttunum í gær að íslensk börn byrja að meðaltali 11 ára að skoða klám, við erum með núverandi evrópumet eða eitthvað álíka. Sick.

halkatla, 21.3.2007 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband