20.3.2007 | 02:46
Grettir loksins aftur
Hinn frábæri söngleikur Grettir, eftir Ólaf Hauk Símonarson, Egil Ólafsson og Þórarin Eldjárn verður loksins aftur á fjölunum síðar í þessum mánuði. Verkið sló rækilega í gegn þegar það var sýnt fyrir 26 árum og fékk frábæra dóma gagnrýnenda.
Mér er það sérlega minnisstætt þegar ég fór á generalprufuna á þessum sterka og heilsteypta söngleik í Austurbæjarbíói í nóvember 1980, þá ellefu ára gamall. Ekki síður er mér minnisstætt þegar ég nuðaði í foreldrum mínum að fá að fara aftur á sýninguna nokkrum dögum síðar, með þeim í það skiptið.
Kjartan Ragnarsson náði að kveikja mikla samúð með þessari ólíkindahetju og Egill Ólafsson var mikill skelfir í hlutverki Gláms, íklæddur grænum níðþröngum satínbuxum með gaddabelti og axlabönd.
Það merkilega við Gretti er að efni verksins, skyndifrægð og afbökun raunveruleikans í fjölmiðlum, hefur sennilega varla átt við þegar söngleikurinn var frumsýndur fyrir 26 árum, en á sérlega vel við í dag. Því má eiginlega segja að hann eigi betur við í dag en þá.
Það varð mér því afskaplega mikið ánægjuefni að Rúnar Freyr leikstjóri og Guðjón Petersen leikhússtjóri skuli hafa haft samband við mig og óskað eftir aðstoð minni við að koma verkinu á framfæri við fjölmiðla á lokasprettinum. Þar sem ég hafði tíma til mánaðamóta er ég byrja í nýju starfi þáði ég þetta tilboð og starfa þessa dagana í Borgarleikhúsinu með Grettis-hópnum. Ég held að ég hafi bara aldrei verið í skemmtilegri vinnu.
Hér má finna lög úr uppfærslunni 1980, myndir og fleira gott.
Myndin er af Grettis leikskránni minni sem ég hef alltaf geymt.
Karl Pétur Jónsson
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:47 | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Ég fór 1980, lærði lögin utanað á sýningunni og hef ekki gleymt þeim. Þursaflokkurinn sá um tónlistarflutninginn ef ég man rétt.
Kári Harðarson, 20.3.2007 kl. 11:26
Frábært verk, frábærar fréttir að það skuli eiga að sýna það aftur.
b.
Börkur Gunnarsson, 20.3.2007 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.