19.3.2007 | 11:25
nasísk mynd í Háskólabíói
Sá myndina 300 í gær. Var svolítið sjokk. Ég hef mikinn áhuga á Forn-Grikkjum en myndin hafði ekkert með þá að gera nema nöfnin, grísk nöfn og persnesk.
Aftur á móti var hetjumyndin sem dregin var upp nasísk. Hvítir harðnaglar sem sýndu enga miskunn, aldir upp einsog sólskinsbörn Hitlers.
Óvinurinn var asískur her kvenlegra perverta, skrímsla og lævísra aumingja sem gátu aðeins haft sigur á hinum arísku ofurhetjum með undirferli og hommaskap.
Til að spartverska hetjan fengi að fara með her sinn til að berjast þurfti hann að fá samþykki prestanna hjá véfréttinni - einsog Bush þarf að fá blessun frá Sameinuðu þjóðunum. En þeir hjá véfréttinni eru spilltir og viðbjóðslegir og banna honum að fara í stríð eftir að hafa þegið mútur frá Persum. Þessvegna kemst Leonídas með fáa hermenn í stríðið. Þegar reynt er að kalla eftir hjálp frá spartverska þinginu þá eru þingmennirnir þar spilltir og svikulir einsog demókratarnir á bandaríska þinginu.
Það var bjánahrollur í manni mestan hluta myndarinnar þótt mörg bardagaatriðin væru kúl.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
einmitt, þetta var bara leiðinleg mynd og ég var líka með þennan bjánahroll yfir henni og horfði reyndar ekki á alla myndina því ég hrífst ekki af bardagaatriðum og verð að hafa söguþráð sem meikar eitthvað örlítið sense, ekki mikið, en smá.... Þá bið ég frekar um Apocalypto sem er hrein snilld.
halkatla, 19.3.2007 kl. 12:20
Ég held að þú sért með þetta öfugt. Það er ekki þessi saga sem er "nasísk" heldur voru það nasistar sem voru "spartverskir". Nasistar notuðust við Spartverja sem fyrirmynd, og það má finna Leonidas nefndan á nafn í ræðum Hitlers, sem og ýmsar tilvísanir í hina 300 fræknu spartverja sem myndin fjallar um.
Þess skal getið að sagan '300' var fyrst gefin út 1998, þremur árum áður en George W. Bush varð forseti Bandaríkjanna. Samlíkingarnar sem þú nefnir eru vissulega athygliverðar tilviljanir. Nákvæmlega sömu samlíkingar er hægt að finna fyrir heimssyrjöldina fyrri. Þar var "League of Nations" í hlutverki vefréttarinnar og breska þingið í hlutverki þess spartverska. Skemmtilegt hvernig sagan endurtekur sig í sífellu.
Það skyldi þó aldrei vera að saga forngrikkja eigi erindi við okkur nú 15 öldum síðar.
Rúnar Óli Bjarnason, 19.3.2007 kl. 17:51
Þetta áttu víst að vera 25 aldir, ekki 15.
Rúnar Óli Bjarnason, 19.3.2007 kl. 17:53
Jú, vissulega má segja að ég hafi þetta öfugt þarsem nasistar dáðu Spartverjana og "projektið" Sólskinsbörnin var einmitt undir áhrifum af þessum spartversku sögum.
Líka punktur hjá þér að það getur verið hæpið setja tengingu við írak inní sögu sem var skrifuð árið 1998, löngu áður en innrás inní það land var ákveðin, en það var samt löngu eftir að sú innrás var gerð að menn ákváðu að gera bíómynd eftir sögunni.
Og Anna Karen, þú átt samúð mína alla að hafa lent inni á þessari mynd og hafa ekki einu sinni ánægju af bardagaatriðum og tæknibrellum, því þá er ekki mikið eftir til að þrauka yfir. Reyndar var þessi teiknaði stíll á myndinni svo sérstakur að bíóáhugamenn gætu þraukað hana til enda sér til fróðleiks með mörk teiknimyndar og hreyfimyndar í huga.
Börkur Gunnarsson, 19.3.2007 kl. 19:36
Vil benda fólki á að það er alrangt að tengja myndina við Íraksstríðið því myndin er auðvitað áróðursbragð til undirbúnings innrás í Íran enda Persar þaðan komnir. Þarna er lagður grunnurinn að því að Persar séu svikulir og að fámennar sérsveitir Bandaríkjahers geti lagt þá að velli ef ekki væru allir þessir hommar í hernum sbr. dont ask dont tell.
Reyndar dálítið skondið að kalla Spartverja brjóstvörn lýðræðisins eins og gert er í myndinni (hef reyndar ekki séð annað en trailer) því Spartverjar og þeirra þjóðfélag átti lítið skylt við lýðræði í raunveruleikanum og því sjálfsögð fyrirmynd nasista.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 19.3.2007 kl. 21:12
Ég elska að lesa um Persaveldi t.d bókina "Creation" e. Gore Vidal og líka trilogiuna um Alexander hin mikla e. V.M.Manfredi...ekkert um araba þar enda voru þeir "varla til"...Múhamed spámaður Araba kemur um 400 eða 500 e.kr. svo þetta hefur ekkert með Araba að gera, svo eru arabar frá Arabaskaganum og persar frá Persíu..en þetta vit allir...að sjálfsógðu...svo ólíkt.
Ekki eru Íslendingar Pólverjar þótt í Evrópu búi, eða ætli Georg WWW Runni (Bush) haldi það??
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2007 kl. 23:08
auðvitað á maður ekki að eyða tíma í að svara asnalegum athugasemdum, en þarsem það er eftir miðnætti þá er í lagi að eyða nokkrum sekúndum til einskis, en friðrik, þér til vitneskju þá vita allir sem hafa skrifað á þessa síðu að myndin var gerð eftir teiknimyndasögu franks millers sem var gefin út árið 1998 einsog kom fram í samræðunum áður en þér fannst þú vera knúinn um að koma fram með stóra sannleikann og upplýsa fáfróðan almúgann. það sem er áhugavert er aftur á móti að leikstjórinn hefur haldið fram að 90% af myndinni sé byggt á bardaganum við laugaskarð, en fyrir þá sem hafa eitthað stúderað spartneska sögu og hvað þá þennan bardaga þá er erfitt að kaupa það. þótt margar frægar setningar í myndinni séu úr þeim bardaga.
í öðru lagi, þá tel ég hvorki kvenlegan pervertisma, skrímsli né aumingja vera óæðri verur, þær eru oft æðri en arísku steratröllin sem sýnd eru í myndinni, hvað þá að hommar séu það. en myndin er allsstaðar að lauma því að, sem er í svipuðum dúr og fasistar hafa haft tilhneygingu til að halda fram frekar en aðrir. pervertismi og aumingjaskapur er á meðal okkar af því að hann er oft skynsamari og skemmtilegri heldur annað, hann lengi lifi - við ákveðnar aðstæður.
Börkur Gunnarsson, 20.3.2007 kl. 00:16
"þótt margar frægar setningar í myndinni séu úr þeim bardaga."
Nú var ég ekki þarna þannig að ég get engan veginn staðfest hvort einhverjar setningar eru teknar beint frá orrustunni við Laugaskörð a 5. öld fyrir Krist.
Myndin fannst mér sjónrænt algert augnayndi, en algerlega hefðu þeir mátt hafa myndina þögla mynd. Ég er fyrir löngu kominn með upp í kok á "freedom" ræðunni í bandarískum kvikmyndum.
Sjónræn snilld, handritið ömurlegt.
Ívar (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 18:26
enginn sigraður, við vorum bara í spjalli. afsakaðu ef ég var eitthvað hvumpinn í svörum.
Börkur Gunnarsson, 20.3.2007 kl. 19:06
Hef alltaf litið á bíómyndir sem afþreyingu og fer á myndir með því hugarfari að njóta sjónarspils og vandaðs söguþráðs. Ef söguþráður er ekki til staðar skal sjónarspilið vera ívið meira og 300 sveik mig ekki þar. Fékk reyndar örlítinn kjáhroll þegar olíusmurðir sex pakka fylltu skjá bíósins.
Sem sögulega heimilid um þennan tíma......skil ekki hvernig nokkrum manni dettur til hugar að taka henni sem slíkri.
Naglinn var 85% sáttur.
Ellert Júlíusson, 22.3.2007 kl. 08:45
Ég get bara ekki séð neitt "nasist" við þessa mynd. Ekki frekar en klám í bækling Smáralindar.
Hlynur Jón Michelsen, 22.3.2007 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.