14.3.2007 | 00:17
mögnuð viðkvæmni
En þótt það sé óskiljanlegt fyrir okkur að ríki og stjórnvöld séu svona viðkvæm í Íran og Kazahkstan þegar bíómyndir sýna þjóðir þeirra á einhverjum tímum í einhverju öðru ljósi en þær kjósa þá er hægt að skilja að einstaka fólk eða þjóðfélagshópar verði sárir. Fyrir suma skiptir fortíðin og ásýnd lands þeirra miklu máli sem allir geta tengt við. Mér finnst hálf glatað þegar Ísland er sett í ömurlegt samhengi erlendis. En að ríkisstjórn Íslands stígi fram og lýsi samsæriskenningunum sem þær hafa búið til í eigin huga er alltaf svolítið fyndið. Dýrasta mynd Tyrklands á þar síðasta ári, sú sem fékk langmesta fjármagn úr kvikmyndasjóði þess lands í sögunni og varð síðan vinsælasta mynd ársins þar, fjallaði um hugrakka múslima sem máttu ekki vamm sitt vita og síðan bandaríska hermenn í Írak sem drápu allt sem þeir sáu, réðust inní brúðkaup, nauðguðu og drápu. Ég hef hitt bandaríska hermenn sem sárnaði að þessi bandalagsþjóð þeirra skyldi framleiða svona mynd og um eitthvað sem þeim fannst vera óréttlátt sjónarhorn á ástand mála en bandarísk stjórnvöld hafa ekki minnst á þetta svo ég viti. Sjálfur gerði ég þau mistök þegar ég gerði bíómynd í Tékklandi að láta Íslendinga koma þar fram og tala um þjófótta Tékka og vera ótrúlega fordómafulla gagnvart þjóðinni sem þeir voru gestir hjá. Reyndar kom það ekki mikið að sök því það var aldrei undirtexti þegar útlendingarnir töluðu saman á útlenskunni. Sú ákvörðun var ekki tekin til að fela einhverja gagnrýni á Tékka. Heldur af því að myndin fjallaði öðrum þræði um að vera utanveltu og gott að láta tékkneska áhorfendur vera aðeins utanveltu í tékkneskri bíómynd. Svo elskaði ég líka að hlusta á tónana í tungumálunum sem ég skildi ekki, einsog finnskunni og vildi að áhorfandinn einbeitti sér að því og upplifði fegurðina í tónlistinni en einnig fjarlægðina við tungumálið og hversu heimurinn er þeim lokaður þegar þeir skilja ekki orð. Ég var sjálfur á þeim tíma mjög pirraður yfir því að það væri alltaf verið að reyna stela frá mér og oft með mjög góðum árangri. Hafði ekki kynnst því fyrr á ævinni. Í eina skiptið sem ég var spurður útí þessar samræður Íslendinganna þegar ég var að sýna myndina í Tékklandi var þegar ég sýndi hana fyrir klúbb tékkneskra fanatíkera fyrir íslenskri menningu, sem er fyndinn klúbbur aðdáenda Íslands og íslenskrar menningu. Þegar ég útskýrði hvað Íslendingarnir voru að segja í bíómyndinni urðu þeir mjög sárir og ég varð mjög leiður. Þetta var gott fólk, Tékkar eru gott fólk og algjör óþarfi að búa árum saman í góðu landi og láta síðan Íslendingana segja bara eitthvað leiðinlegt um þá. En þetta var ekki nema bara þriggja mínútna sena í myndinni þannig að vonandi fyrirgefa þeir mér þetta. Sjá þetta ekki sem formála af innrás inní landið, enda búa þeir þegar yfir kjarnorku og ég er ekki þátttakandi í alþjóðlegu samsæri til að sprengja þá aftur til steinaldar.
Íranar gagnrýna bandaríska mynd um Persastríðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Talandi um samsæri Hollywood gegn heilu þjóðunum. Í D2 Mighty Ducks var dregin upp mynd af íslenskum unglingum sem siðlausum hrottum og svindlurum. Og ástarsena Maríu Ellingsen og Emilio Estevez klippt út. Ég held að þetta hafi grafið undan samskiptum þjóðanna og átt stærstan þátt í að Bandaríkjamenn afturkölluðu varnarliðið og tóku afstöðu gegn hvalveiðum. Ef
Pétur Blöndal, 14.3.2007 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.