Er Sturlungaöld runnin upp á ný?

Karl faðir minn benti mér á heldur óskemmtilegan samanburð um daginn. sturlungar

Á Sturlungaöld, sem er lýst sem einum ofbeldisfyllsta tíma Íslandssögunnar, voru um 350 manns vegnir á tæplega 50 ára tímabili. Þá voru Íslendingar líklega um 70.000. Það jafngildir að 1 af hverjum 10.000 Íslendingum hafi verið drepinn á hverju ári.

 Samkvæmt tölum á vef Umferðarstofu hafa 955 vegfarendur látist í umferðaslysum síðustu 40 ár, eða nærri þrefalt fleiri en á Sturlungaöld.

Í fyrra létust 28 manns í umferðaslysum. Það lætur nærri að vera 1 af hverjum 10.000 Íslendingum.

  

Erum við að upplifa einn ofbeldisfyllsta tima Íslandssögunnar á vegum úti?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Gunnarsson

Þetta hljóta að vera eitthvað vitlausar tölur hjá pabba þínum, ég man að Hauganesbardagi kostaði um 100 manns lífið, 60 af liði Kolbeins og 40 af liði Þórðar - og jafnvel smábardagi einsog Örlygsstaðabardagi kostaði yfir 40 manns lífið ef ég man rétt.

Börkur Gunnarsson, 14.3.2007 kl. 10:11

2 Smámynd: Breki Karlsson

Eigi skal munnhöggvast, en ég held að pabbi hafi rétt fyrir sér þegar kemur að mannfallstölum á Sturlungaöld. Haugaesbardagi, eins og þú bendir á, kostaði um 100 manns lífið. Síðan voru minni læti eins og Flóabardagi, Örlygstaðabardagi, aðförin að Flugumýri (er líklega að gleyma einhverju) auk einstakra víga hér og þar.

Reyndar er talan fyrir neðan strik (fjöldi Íslendinga á Sturlungaöld) stóri óvissuþátturinn í reikningnum enda fór fyrsta manntalið ekki fram fyrr en 1703. En á Vísindavefnum er leitt að þvi líkur að fjöldi Íslendinga hafi verið frá 40-80.000 sem útaf fyrir sig getur breytt útkomunni svo um munar.

Það breytir þó ekki því að samanburður látinna í umferðinni í dag við eitt ofbeldisfyllsta tímabil Íslandssögunnar er sláandi, hvort sem notuð er hæsti eða lægsti nefnari!

Breki Karlsson, 14.3.2007 kl. 13:39

3 identicon

Svo má ekki gleyma því að ekki er víst að allt hafi verið rétt talið í heimildunum, og meiri blóðsúthellingar hafi átt sér stað á Sturlungaöld. En þetta virðist tiltölulega lítið rannsakað þar sem engar fjöldagrafir hafa fundist og rétt nýbyrjað að kanna þetta tímabil (og Íslandssöguna alla í raun) út frá herfræðilegum forsendum.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 17:15

4 identicon

Þetta er óhugnaleg staðreynd hvað umferðin kostar okkur mörg mannslíf sem og þjáningar þeirra sem lifa af og aðstendunum þeirra allra.

Þessar mannfórnir vegna umferðarinnar eru algjörlega óasættanlegar. Rétt er, eins og byrjað er að gera, að tala um ofbeldi í umferðinni.

Það erum hins vegar við, þátttakendur í umferðinni sem ráðum ferðinni.  Afhverju er ekki sýnd meiri aðgæsla, skynsemi og virðing fyrir samferðafólki okkar þar? Sem sannanlega dregur úr þessum skelfilega tolli sem umferðin tekur.

Ég endurtek; þær eru algjörlega óásættanlegar þessar mannfornir fyrir bílinn, og þær eru ekki sjálfsagðar. Við ráðum því með háttalagi okkar í umferðinni og berum því ábyrgð á.

Viljum við áframhaldandi sturlungaöld í umferðinni okkar?

Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir

Kristín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband