13.3.2007 | 09:06
Hvaða bækur eru í stofunni heima hjá þér?
Hún velti því nýlega upp hverjar væru bækurnar sem lesendur síðunnar myndu taka með sér á eyðieyju. Niðurstaðan varð sú að flestir tækju með sér Birtíng Voltaires í þýðingu Halldórs Laxness. Sem er út af fyrir sig merkilegt. Ætli bók sem Kiljan þýddi á tólf dögum eigi eftir að halda nafni hans á lofti? Í næstu tíu sætum voru bækurnar:
Hús andanna (e. Allende), Brennu Njáls saga (e. konu), Svartar fjaðrir (e. Davíð Stefánsson), Kvæðabók (e. Hannes Pétursson), New York (e. Kristján Karlsson), Hundrað ára einsemd (e. Marques), Harry Potter (e. Rowling), Hringadróttinssaga (e. Tolkien), Anna Karenina (e. Tolstoj) og Sálmurinn um blómið (e. Þórberg Þórðarson).
Það er áberandi við þennan lista að Kiljan er fjarverandi. Eins hversu atkvæðamiklir íslenskir höfundar eru, en auðvitað taka íslenskir bókaunnendur bækur þeirra með sér á eyðieyju, - höfunda sem þeir hafa alist upp við og lært um í skóla. Það á að minnsta kosti við um mig. Ég gerði það líka upp við mig að ef ég gæti ekki lifað án bókanna á eyðieyju, þá hlyti þær að vera að finna í stofunni heima hjá mér. Ég leitaði og fann:
Ævisögur séra Árna eftir Þórberg, Í kompaníi við allífið eftir Matthías Johannessen, Sálmurinn um blómið Þórbergs Þórðarsonar, Sjálfstætt fólk eftir Kiljan, Fyrir kvölddyrum Hannesar Péturssonar, New York Kristjáns Karlssonar, Svartar fjaðrir Davíðs Stefánssonar, Grandavegur 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur, Djöflaeyja Einars Kárasonar, og svo hlýtur Njála að vera á þessum lista.
Þessi listi er auðvitað fyrst og fremst merkilegur fyrir það hvaða bækur vantar á hann. Hvað bækur eru í stofunni heima hjá þér?
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
brennu-njálssaga er eftir sturlu þórðarson og væri í fyrsta sæti hjá mér. þú verður líka setja einhverjar kafka bækur í púkkið, tybor fisher, mcewan og philip roth (sabbaths theatre er sú sem ég myndi mæla með), þá ferðu að verða góður.
Börkur Gunnarsson, 13.3.2007 kl. 09:28
Ritsafn Snorra Sturlusonar færi með mér líklegast, annars eru alveg ótrúlega fjölbreyttar bókahillur í minni stofu og reyndar víðar í húsinu.
Ragnar Bjarnason, 13.3.2007 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.