12.3.2007 | 08:58
Hvaða veislu hefðir þú síst viljað missa af?
Á næstunni verður efnt til skoðanakannanna á Hrafnasparki um bókmenntir síðasta árs og er byrjað á veislu ársins. Leitað er í smiðju Guðbergs Bergssonar, Sigurjóns Einarssonar, Ævars Arnar Jósepssonar og Stefáns Mána og lesendur spurðir hvaða veislu þeir vildu síst missa af. Reyndar er lýsing Stefáns Mána ekki af veislunni sjálfri, en það má ljóst vera að mikill sælkeramatur hefur verið á borðum hjá söguhetjunni.
Atkvæði eru greidd í skoðanakannanarammanum hér til hliðar á síðunni.
Úr Hryllilegri sögu Guðbergs Bergssonar:
Karlmenn eins og ég mega ekki standa í heimboðum, sagði Jónas. Þeir kunna hvorki að standa fyrir kaffiveislum né skipuleggja gilli eða hóf nema bankahófið í janúar. Þetta var frægasta reykvíska hófið, eingöngu fyrir karlmenn en ein kona höfð með til að prýða samkomuna. Karlmenn eru félagsverur og njóta þess að vera margir saman um konu og fá úrskurð hennar um hver sé bestur."
Úr Undir Hamrastáli Sigurjóns Einarssonar:
Á aðfangadag var ætíð elduð ketsúpa en daginn fyrir Þorláksmessu slátraði Magnús jólaánni, geldri, vel feitri kind. Síðdegis á aðfangadag skipti kvenþjóðin um föt, þvoði sér og greiddi, en Magnús, strákar hans og vinnumaðurinn lágu á rúmum sínum með húfurnar yfir andlitinu, fúlir og úrillir yfir öllu þessu tilstandi" sem þeir nefndu svo. Ketið og ketsúpuna slöfruðu þeir í sig hver á sínu rúmi. Eftir máltíðina settust svo Gunnurnar á sín rúm, uppábúnar með sálmabókina sína milli vinnulúinna handa. Þær kveiktu á kertum og festu þau á rúmstuðulinn. Hjá þeim var hátíð í bæ."
Úr Sá yðar sem syndlaus er Ævars Arnar Jósepssonar:
Þetta er ekkert fökking flókið, stákur. Tvöfaldur borgari, tvöfaldur ostur, tvöfalt beikon og ekkert helvítis gras. Franskar og kokkteilssósa. Og Pilli með. Ekki kók, ekki dæetkók og ekki kók læt. Mér er skítsama um öll helvítis tilboð. Ókei?"
Úr skipinu Stefáns Mána:
Honum hefur alltaf þótt helvíti gott að skíta í flugvél og það er jafnvel betra að skíta um borð í skipi. Þessar þungu upp-og-niður hreyfingar hjálpa þörmunum að vinna sína vinnu og lífga auk þess upp á þessa annars tilbreytingarsnauðu iðju. Eins og skipið sjálft sé að skíta en ekki maður sjálfur.
Skipið dregur djúpt að sér andann, klifrar upp á ölduhrygg og spennir kviðvöðvana, síðan lætur það sig gossa niður, einn tveir og: Bomm, bomm, bomm ...
Rassinn á Jóni Karli þrýstist niður á setuna, endaþarmurinn opnast og næst er að losa sig við harðan drjóla á stærð við bjúga."
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 176819
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
hryllileg saga er einnig með hryllilega veislu.
en að slafra í sig ketið og ketsúpuna hljómar helvíti vel og svo er fátt eins sexý og uppábúin Gunna á rúmstokknum með sálmabók við höndina.
Börkur Gunnarsson, 12.3.2007 kl. 16:24
Stefán er greinilega í eftirmála veislunnar. Annars eru þetta afar slakar bókmenntir verð ég að segja til að leggja eitthvað til umræðunnar.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2007 kl. 06:02
Ég er að fara í siglingu við Grænland í sumar. Það verður forvitnilegt að upplifa veislu Stefáns Mána.
Pétur Blöndal, 13.3.2007 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.