10.3.2007 | 15:43
Húðflúr og klofin tunga
Ég greip með mér ógnvekjandi skáldsögu Bjarts, Snáka og eyrnalokka, þegar ég var beðinn um að ræða bók úr neón-klúbbnum á Rás 2 í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins.
Ég er tiltölulega nýr áskrifandi, skráði mig á krummafundi hjá Bjarti fyrir rúmu ári, en þegar ég fór að skoða bókalistann sá ég að ég hafði lesið þó nokkrar af þeim bókum sem gefnar hafa verið út undir merkjum klúbbsins í gegnum tíðina, þar á meðal fyrstu bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Þegar hann horfir á þig ertu María mey, sem er hreint dásamleg lesning eins og reyndar Albúm - skáldsaga, sem kom út síðar í sama flokki.
En ég valdi mér í þetta skipti, sem fyrr segir, Snáka og eyrnalokka. Líklega vegna lýsingarinnar á bakinu: Lui er ung kona sem býr í Tokyo. Hún vinnur stopult en stundar drykkju, kynlíf og eiturlyfjaneyslu af þeim mun meira kappi." Höfundurinn Hitomi Kanehara (sjá meðfylgjandi mynd) var jafngömul aðalsöguhetjunni, 19 ára, þegar hún skrifaði bókina. Og bókin er skrifuð af svo mikilli innlifun að ég held að ég hafi núna minnstu hugmynd um hvernig það er að fá sér húðflúr og kljúfa tunguna.
Bókin vakti sterk viðbrögð þegar hún kom út hér á landi og nokkrir neón-áskrifendur skiluðu sínu eintaki til forlagsins. Þó hreppti höfundurinn fyrir hana eftirsóttustu bókmenntaverðlaun Japans, sem kennd eru við rithöfundinn Ryunosuke Akutagawa. Margir þekkja eflaust Rashomon, kvikmynd Kurosawa, sem byggð er á tveim þekktustu skáldsögum Akutagawa, Rashomon og In a Grove. Akutagawa kemur raunar fyrir í Snákum og eyrnalokkum, þó að það sé í mýflugumynd.
Ég hitti virðulegt skáld hjá forlaginu þegar ég valdi bókina, sem mælti með henni og sagði að þetta væri enginn skítarealismi, þar sem allir væru með buxurnar á hælunum, heldur hard core fantasía, einföld og stílhrein í framsetningu, fókusinn skýr, - svolítið í ætt við manga-teiknimyndirnar. Japanski sagnaarfurinn kemur síðan inn í söguna í gegnum tattú-meistarann. Og það minnti mig á orð Hugleiks Dagssonar í viðtali sem ég tók við hann fyrir Morgunblaðið um áramótin, en þá kvartaði hann undan skorti á hryllingi í íslenskum kvikmyndum:
Maður hefur bara áhuga á öllu ótrúlegu; ég veit ekki hvaðan það kemur. En fyrir mér er hryllingur frekar íslenskt fyrirbæri og mér finnst skrýtið að það hafi ekki verið notað meira í bókmenntum. Það er til fáránlega lítið af íslenskum hryllingsmyndum; við eigum allar þessar drauga- og skrímslasögur, heilt vættatal af skrímslum, en nei, við ákváðum að gera bara stofudrama. Hryllingurinn er vannýtt auðlind. Ég gæti hugsað mér að fara út í þennan bransa bráðum. Hvers vegna að hafa alla þessa útburði, Miklabæjar-Solveigu og Þorgeirsbola, öll þessi geðveiku skrímsli, og þetta situr bara í bókum - þjóðsagnasafni. Ef ég á að segja eins og er, þá veit ég ekki hvaðan þessi tilhneiging íslenskrar menningar er komin, að vera svolítið sænsk. Það er eins og við séum endalaust að kyssa rassinn á Ingmar Bergman, án þess ég hafi nokkuð slæmt um rassinn á honum að segja - en af hverju er ekki meira blóð?
Ég er náttúrlega mikið fyrir hryllingsmyndir og vil fá meira af slíku. Eitt dæmi um íslenskt menningarhneyksli er að við skyldum hætta að þýða Valhalla-myndasögurnar; það voru aðeins þýdd fjögur eða fimm stykki, en það hafa komið út 13 bækur í Danmörku og þær fjalla um menningararf okkar - eru teknar úr Snorra-Eddu. Hugsanlega hafa þessar myndasögur ekki selst en það er líka okkur að kenna! Það er ekkert nýtt að myndasögur flokkist sem lágmenning og að vissu leyti eru þær það - þær njóta sín vel sem lágmenning vegna þess að þær komast oft upp með meira. Lágmenning er ekki slæmt orð fyrir mér en það er eins og þær séu meiri lágmenning á Íslandi, kannski vegna þess að við erum enn svo stolt af Nóbelsverðlaununum. Við ætlum okkur að halda okkur á þeirri mottu. Að mínum dómi er blóðið í draugasögum Íslands vannýtt og þess vegna gæti ég vel hugsað mér að fara út í einhvern hrylling á myndasöguformi - og það væri gaman ef meira væri um það í bíómyndum. Japan kom af stað nýrri hryllingsmyndabylgju með sínum ógeðsmyndum sem eiga rætur sínar í japönskum þjóðsögum. Það má segja að það sé nútímaútfærsla á gömlum sögum.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 176819
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Sammála Hugleik með hvað það var "hryllilegt" að þeir hættu að þýða Valhalla-myndasögurnar sem ég las í húð og hár sem smádrengur. En það var strax á fyrstu vikunum mínum í nokkurra mánaða dvöl í Svíþjóð sem ég fór á bókasafnið þar og varð mér úti um restina af þessum myndasögum á sænsku og las þær allar til enda - þá 28 ára gamall og vinir mínir uppteknir við að verða millistjórnendur í stórfyrirtækjum en ég ennþá í teiknimyndasögunum.
Börkur Gunnarsson, 12.3.2007 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.