8.3.2007 | 10:28
Eiríkur Örn Norðdahl hreppir rauðu hrafnsfjöðrina
Dómnefndinni þótti framganga sögupersónunnar Högna einhver sú allra hetjulegasta í íslenskum bókmenntum, hvernig hann sarð Dísu með styrk górillunnar, fimi kattarins og slægð höggormsins." Á vissan hátt þótti lýsingin vera afturhvarf í Íslendingasögurnar, þar sem karlmenn þurfa á öllu sína að halda til að verja sæmd sína, og á köflum er beitt ýkjustíl Bósasögu. Um leið verður vart ákveðinnar nostalgíu eftir hreysti karlmannsins, sem nú orðið er helst að finna á bás skrifstofunnar, á bakvið eldavélina" eða bryðjandi viagra í svefnherbergjum eftir að ljósin hafa verið slökkt.
Auk Eiríks Arnar Norðdahls voru tilnefndir Guðbergur Bergsson fyrir Hryllilega sögu, Sölvi Björn Sigurðsson fyrir Fljótandi heim, Stefán Máni fyrir Skipið og Ólafur Jóhann Ólafsson fyrir Aldingarðinn.
Lýsing Guðbergs Bergssonar er að mati dómnefndar listilega skrifuð, leikandi og daðurfull, án þess þó nokkurn tíma að fara yfir strikið. Sölvi Björn Sigurðsson fer nýstárlegar leiðir, svo sem í lýsingu á sinni á saltlausn í lopa eða andnauð". Lýsing Stefáns Mána er myndræn og falleg og Ólafs Jóhanns Ólafssonar hefðbundin með sígildu myndmáli .
Verðlaunalýsingin í skáldsögunni Eitur fyrir byrjendur var 12. kafli bókarinnar, en þar segir:
Högni sarð Dísu með styrk górillunnar, fimi kattarins og slægð höggormsins. Dísa lét bara taka sig. Hún lét einfaldlega ginna sig út í raðfullnægingu eftir raðfullnægingu, stundi bara og gapti eins og hún hefði aldrei upplifað annað eins. Öruggar hendur Högna fleygðu henni til og frá, lyftu henni upp og niður, drógu hana fram og aftur, struku henni út og suður og norður og niður. Högni hélt aftur af sáðláti sínu með tantrískum tiktúrum, hann var stæltur af daglegum sundsprettum - stöku sinnum, kannski einu sinni í viku, synti Högni meira að segja í sjálfum sjónum - og þegar eiginleikinn til að halda eilífri reisn mætti stórkostlegu þreki sköpuðust aðstæður til geypilegs líkamlegs unaðar. Högni var bæði anabólískur og karnal. Hann dáðist að eigin getu án þess að grobba sig af henni, og í hvert skipti sem Dísa hóf að titra og skjálfa, þegar roðinn í kinnum hennar sortnaði og augnlokin lögðust skjálfandi aftur, þegar Högni fann vöðvakippina leika óstöðugt, kraftmikið og taktvillt upp bakið á henni, fylltist hann gífurlegri sjálfsánægju og hamraði typpinu á sér tvöfalt hraðar inn og út úr Dísu, gróf sig dýpra og dýpra í blóðhlaupin sköp hennar. Dísa gat ekki annað en æpt, öskraði af unaði, og þegar henni fannst hún ekki geta meir fann hún hvernig önnur holskefla fullnæginga skall á henni.
Fimm mínútum eftir að Högni hafði fengið það yfir brjóstin á henni, lognaðist Dísa út af. Henni var allri lokið.
Kynlífslýsingarnar úr þeim bókum sem tilefndar voru fara hér á eftir:
Úr Fljótandi heimi eftir Sölva Björn Sigurðsson:
Ég lagði niður símtólið, gekk inn í svefnherbergið og reyndi að fara aftur að sofa en lá eirðarlaus í rúminu og bylti mér. Ferð mín í eldhúsið var jafn draumkennd og stinnur líkaminn sem skók sig við hlið mér. Ég strauk fingrunum eftir brjóstunum og niður eftir bakinu þar til hún settist klofvega yfir andlit mitt. Rök skapahárin bærðust við munninn eins og saltlausn í lopa eða andnauð og ég hugsaði að þetta væri dauðinn - ég myndi kafna undir taktföstum mjaðmahreyfingum Konunnar í símanum ef ég vaknaði ekki af þessari martröð.
Úr Skipinu eftir Stefán Mána:
Úti er vindinn að herða úr vestri, gluggatjöldin kippast til, kertaljósin flökta og á dimmu rúðuglerinu springa stórir regndropar í takt við blauta kossa, villt hjörtu og drungalega tónlistina. Kertaljósin hvæsa, spýta vaxi og deyja, glóðin slökknar og blár reykurinn syndir eins og fiskur inn í myrkrið og hverfur ofan í djúpið.
Úr Aldingarði Ólafs Jóhanns Ólafssonar:
Lawrence fannst hann finna breytingu á henni þegar þau komu heim á hótel. Hann fann hana þegar þau voru komin upp í og hann tók utan um hana og strauk mjóan hálsinn, axlirnar og brjóstin. Þá var aftur farið að rigna.
Úr Hryllilegri sögu Guðbergs Bergssonar:
Lórí sleit sig frá hópnum og ákvað að sýna listir sínar ein [á skautum]. Hún brunaði fram og fyrst hún var örvhent og eins á fæti, lyfti hún þeim hægri og dró með hinum stórt S á svellið sem ómaði af frostbrestum. Þá kom Sólveigur aðvífandi og hafði dregið lykkjuflúr. Hann gerir sér lítið fyrir, lyftir fætinum á henni hærra og gægist upp undir hana. Lórí varð mikið um árásina, skall næstum flöt en náði jafnvægi með því að rykkja til sín fætinum og glenna lærin sundur svo skautarnir skröpuðu svellið. Vegna þess hvað hún var að fljót að losa sig úr vanda spurði Sólveigur undarlegrar spurningar:
Hvað ertu með í buxunum?
Lórí lét engan slá sig út af laginu, ekki heldur að þessu sinni.
Hagalagð úr verðlaunakeppninni hjá Gefjuni til að halda á mér hita, svaraði hún jafn eðlilega og hún hefði verið spurð út úr Kverinu við fermingu.
Hagalagð? át Sólveigur bjánalega upp eftir henni.
Já, svaraði Lórí. Hagalagð úr ástarlaut á Þingvöllum.
Þú ert samt ekki mjög þingvallaleg á svipinn, sagði Sólveigur háðslega.
Reyndar ekki, reyndar samt, við erum öll úr þjóðgarðinum, sagði Lórí.
A-ha! sagði Sólveigur. Þú ert á þessum nótum.
A-ha, hermdi Lórí eftir honum og reyndi að vera sakleysisleg eins og barn sem tókst prýðilega vel enda var hún mikið barn í eðli sínu þrátt fyrir góðar gáfur.
Mamma segir að ég megi ekki láta mér verða kalt á kjusunni, bætti hún við með glotti. Annars gætu háræðarnar sprungið.
Nú, það er svona, sagði Sólveigur.
Þá fæ ég það sem heitir á læknamáli kalbarmar, hélt Lórí áfram.
Hvað með það? spurði Sólveigur og þóttist ekkert vita.
Þeir gera fæðingar svo kvalafullar að konur láta við manninn sinn eins og þær séu frígídur og gleymdu ekki latínunni þinni, sagði Lórí og sló fingurgómi á tunguna.
Sólveigur gat ekki annað en hlegið og dáðst að svarinu, svo hann hélt áfram.
Af hverju ertu ekki með fjaðrir eða dún úr fiðurhreinsuninni hennar mömmu þinnar? spurði hann.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Þessi lýsing úr ævisögu Matthíasar Jochumssonar eftir Þórunni Valdimarsdóttur er auðvitað skemmtileg, þó að hún komist ekki í skáldsagnaflokkinn:
„Auðvitað ræða skólapiltar ástir. Einn er reyndur í ástum, segist aldrei hafa sofnað svo um sumarið eða farið svo úr rúminu að "ein rétt snotur jómfrú" hafi ekki tyllt sér á rúmstokkinn hjá honum og "stundum kannski meira". Hann er spurður hvort hún hafi verið jómfrú þegar hún fór, jú, það var hún því hann er ekki gefinn fyrir "þetta grófa dufl", "handtrykk" og kossar séu nægileg fullnægja ástarinnar. Hann segist líka um sumarið hafa verið milli tveggja jómfrúa, látið kossa fjúka á báðar hendur, verið hreint "fortryllet", hjartað hafi barist af ánægju og tárin sprottið úr augum hans."
Um þetta segir Þórunn: "Ástríðan og andagiftin í sögunni kallast óneitanlega á við sumt í kveðskap og prósa Matthíasar.“
Þekkja menn fleiri dæmi úr bókum síðasta árs?
Pétur Blöndal, 8.3.2007 kl. 14:45
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.3.2007 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.