7.3.2007 | 17:53
Kúgaða kynið?
Eftir að hafa prófð sjálfur að vera í fæðingarorlofi hefur skoðun mín á jafnréttisbaráttunni breyst talsvert. Hingað til hefur það verið talað um að konur hafi "þurft" að vera heima hjá börnum en karlmennirnir getað verið úti að vinna, að það sé jafnréttismál fyrir konur að karlmenn séu heimavinnandi.
Ég held það hafi verið öfugt. Konurnar hafa lengi getað haft það gott heima í fæðingarorlofi en karlmönnum hefur verið att út að vinna. Ætli það hafi ekki verið náðugra verkefni að vera heima að baka í hlýjunni en að berjast við náttúruöflin úti á sjó.
Fæðingarorlof feðra lengist og frjósemi eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Já Krummi, svona er þetta. Feministar ljúga því að konum að þær séu kúgaðar heimavinnandi húsmæður og engin virðing sé borin fyrir störfum þeirra. Svo núna eru þær komnar á vinnumarkaðinn. Þá vilja þær setja menn í fæðingarorlof þannig að konur standi ekki ójafnari að vígi á vinnumarkaði. Svo sér maður aftur og aftur konur í viðtölum og skrifandi greinar þar sem skín í gegn hvað þær eru hissa á því að karlmenn vilji taka sér fæðingarorlof og vera með börnunum sínum. Ég hef tekið fæðingarorlof. Mér hefur aldrei liðið betur. Heima með barninu mínu - þvílíkur lúxus. Bróðir minn er núna að vinna heimanfrá og sér um börnin - hann hefur aldrei verið hamingjusamari. Nú fer sá tími að koma að konur átti sig á því að það eru forréttindi að fá að vera heima og sjá um börnin. Það eru sumar konur búnar að sjá þetta og t.a.m. heyrði ég af konum í Noregi sem voru búnar að stofna samtök til berjast fyrir því að komast aftur inn á heimilið. Svona hafa tímarnir breyst. Frábært! Ég man varla eftir föður mínum fyrr en ég var um 14 ára - hann var alltaf að vinna, sé sá hann sjaldan. Ég er tilbúinn að taka mér lengra orlof með næsta barni. Nú hafa konurnar gefið okkur þetta og ég amk. mun berjast til að halda þessum forréttindum.
Ra (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 18:19
Já, alveg hreint rosalega kósí að vera heima með einu barni og spansuðuhellunni, og upphengda bakaraofninum og flatskjánum og þvottavélinni og þurrkaranum og tvöfalda ísskápnum með klakavélinni í gamla daga. Og vel launað líka. Eða var það til umræðu að greiða 80% af launum í fæðingarorlofi áður en karlmenn byrjuðu að annast börnin sín fyrstu mánuðina líka?
hke (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 21:35
Alveg óháð því hvort það sé "kósí" að vera heima með börnunum í fæðingarorlofi, þá held ég að fæðingarorlof feðra sé eitt stæðsta skerfið í jafnréttismálum kvenna. Með því að báðir foreldrar koma til með að nýta sér orlofið, þá hverfur sú tíð að forsvarsmaður fyrirtækis horfi á konuna og spyrji hana hvort hún sé ófrísk, eða ætli sér að verða það næstu mánuði. Nú stendur hann frammi fyrir sama hlut þegar kemur að karlmönnunum. Þannig er í raun dregið úr þeim þáttum sem gera konum erfiðara um vik að fá starf.
Hef einnig heyrt því haldið fram að karlmenn fái ákúrur frá yfirmönnum nýti þeir þennan rétt sinn.
Hins vegar velti ég því fyrir mér hvort hægt sé að kalla þetta fæðingarorlof. Mín upplifun á umsjón ungbarna tengist ekkert upplifuninni á orlofi.
Jón Lárusson, 7.3.2007 kl. 22:33
Njóttu þess eins vel og þú getur að vera í fæðingarorlofi sem oftast, og vonandi verða öll börnin þín jafn þæg og það sem þú varst hjá í orlofinu. Meint af innstu hjartans rótum, ég get unnt bæði mæðrum og feðrum notalegs tíma heima með börnunum. Á meðan þurfa þau ekki að fara út á sjó, eða í skúringarnar eða að annast ósjálfbjarga 100 kílóa sjúklinga (sem er dæmigert kvenmannsverk) á undirmannaðri deild eða þræla sér út á skrifstofunni. Og ekki gleyma því sem kannski skiptir mestu máli, það gerir börnunum yfirleitt afskaplega gott að hafa náin tengsl við foreldra sína báða frá frumbernsku.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.3.2007 kl. 22:48
Já ég er alveg sammála, algjör lúxus að vera heimavinnandi í fæðingarorlofi, aldrei haft það náðugra en.................það er eitt sem gleymist í þessu hjá þér sem þú átt alveg eftir að prófa. Nefninlega að vera óléttur í 9 mánuði með ógleði, grindargliðnun svefnleysi vegna aukaverkana óléttunnar o.s.frv.
Eftir svoleiðis þarf konan hreinlega að vera heima og hafa það náðugt. Kallinn þarf bara að "fá það" en svo heldur lífið áfram að hafa sinn vanagang hjá honum eftir það. Auðvitað væri best að báðir foreldrar gætu verið heima en svo einfalt er það víst ekki.
ein ólétt og svefnvana
BB (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 08:12
Það er gott að þú nýtur þess að vera í fæðingarorlofi og vera heimavinnandi. Ég var að koma á vinnumarkaðinn eftir 6 mánaða fæðingarorlof og nýt þess í botn að fara út á morgnanna og skilja pabbann eftir með 3 börn og allt heimilið. Það var töluvert meiri vinna að vera í fæðingarorlofi með 3 börn sem öll vildu sína athygli heldur en að vera í fæðingarorlofi með fyrsta barn, samt eru börnin mín mjög þæg. En aldrei nokkurn tímann myndi ég velja það að vera heimavinnandi húsmóðir í mörg ár og því vil ég hafa sama rétt á launum og vinnu og karlmennirnir í þessu þjóðfélagi.
Sigrún (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.