Karlar, konur og bílar

Hjalti velti því fyrir sér í fyrri færslu hvort "sömu heilastöðvar [séu] að verki þegar kemur að því að styðja sína menn, hvort sem um er að ræða stjórnmál eða fótbolta".  Fleiri slíkum tengingum má velta fyrir sér. Góður vinur minn var t.d. á mannamóti um daginn og sat þar til borðs með nokkrum körlum (á besta aldri) sem áttu það sameiginlegt að hafa kynnst eiginkonum sínum á unglingsárum. Þeir áttu líka sameiginlegt að hafa átt fáa bíla og jafnvel endað með að aka þeim útkeyrðum á haugana frekar en að skipta reglulega út fyrir nýjan.  Þóttust þessir mætu menn jafnframt vita að á nærliggjandi borðum sætu aðrir sem alltaf keyrðu á nýjum bílum og héldust jafnframt aldrei lengi í sambandi.

Eftir að hafa heyrt af þessari vísindalegu úttekt veit ég hvaða spurningu ég legg fyrir mína tilvonandi tengdasyni þegar þar að kemur: "Hefur þú mikinn áhuga á bílum?" Og fyrir ykkur hina sem eruð hamingjusamlega giftir, varið ykkur á auglýsingunum um "nýja fjölskyldubílinn."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, akkvurat: varið ykkur á auglýsingunum um "nýja fjölskyldubílinn."

Sigfús Sigurþórsson., 5.3.2007 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband