3.3.2007 | 15:28
Ofbeldisöldur þjóða og friðarhreyfingar
Fyrir marga var það ákveðið undrunarefni þegar Ísraelar byggðu sér vegg til að verjast ofbeldinu frá Palestínumönnum, að í stað þess að ofbeldi linnti við það þá fékk það útrás annars staðar, því Palestínumenn fóru að berjast hver gegn öðrum. Rétt einsog ofbeldið væri til staðar fyrst og fremst vegna sjálfs sín en það væri ekki tilkomið vegna málstaðar, óréttlætis eða kúgunar. Gunnar Heinsohn, háskólaprófessor í Bremen, gaf út tímamótaverkið "Söhne und Weltmacht" árið 2003. Samkvæmt rannsóknum Gunnars er það óumflýjanlegt að þjóðfélög lendi í vandræðum ef aldurshópurinn milli 15 og 29 ára verður svo fjölmennur að hann nái að 30% þjóðarinnar. Af þeim 67 löndum í heiminum þarsem svo stór hluti þjóðarinnar er á þessum aldri búa 60 þeirra við borgarastríð eða annarskonar ofbeldisöldur og uppreisnir. Þegar litið er til þeirra átaka- og óeirðasvæða sem þekktust hafa verið í heiminum undanfarin tuttugu ár virðist sem hægt hafi verið að sjá það fyrir, ekki með því að líta til einhvers óréttlætis, heldur með því að líta til þess hvar of stórar bylgjur ungs fólks eru að koma til vits og ára. Í Írak bjuggu fimm milljónir manna árið 1950 en í dag búa þar 25 milljónir þrátt fyrir endalaus stríð og átök. Síðan 1967 hefur fjöldi íbúa á Gaza og Vesturbakkanum aukist úr 400.000 í 3,3 milljónir, þar af er um helmingur fólksins undir 30 ára aldri. Vandamálið í þessum þjóðfélögum er fyrst og fremst að þau eru ekki viðbúin þessu. Þau hafa ekki störf eða tækifæri fyrir allt þetta unga hæfileikaríka fólk. Öfund, metnaður og aðrar hvatir mannskepnunnar brjótast út í ofbeldi innan þjóðfélags sem hefur ekki nógu margar dyr til að opna fyrir þessum fjölda hæfileikafólks. Gunnar færir kenningar sínar afutr í söguna og skýrir með þeim hvernig velflestar útrásir þjóða og ofbeldisöldur orsakast af þessu.
Áhugaverð er ábending Gunnars um þann mun sem er að verða á þjóðfélögum Vesturlanda og annarra. Hvernig Vesturlönd eru orðin að einbirnisþjóðfélögum þarsem foreldrar eiga venjulega eitt til tvö börn. Fólk sendir ekki barnið sitt í stríð eða aðra hættuför ef það á bara eitt. Foreldrar sem eiga fimmtíu börn eru líklegri til þess. Gunnar vill meina að friðarhreyfingin sem rís eftir seinni heimsstyrjöldina í Evrópu sé tilkomin vegna þessa. Sú hreyfing muni vaxa í samræmi við minnkandi barneignir en minnka í samræmi við auknar barneignir. Ef kenningar Gunnars eru réttar er ástæðan fyrir ofbeldinu á hernumdu svæðum Palestínu ekki kúgun Ísraela, óréttlæti þerirra eða fantaskapur heldur ofbeldi sem ekki er umflúið. Friðarhreyfing Evrópur er þá ekki tilkomin vegna einhverrar skynsemisöldu, réttlætiskenndar eða samkenndar heldur eðlileg viðbrögð einbirnisþjóðfélags, byggt af foreldrum sem eiga fá börn.
(Pistillinn birtist einnig í Viðskiptablaðinu í dag)
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Ég er svo einföld að ég skil ekkisvona analísu!!
Hvað með þau áhrif sem það hefur á fólk að múra það inni/úti?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.3.2007 kl. 17:50
Stundum múrar maður sig sjálfur úti. Hvaða áhrif hefur það þegar fólk sprengir sig upp og dregur tekur saklaust fólk með sér?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.3.2007 kl. 20:21
VÖV ertu að tala um hryðjuverk Zionista gegn bretum í nýlendu þeirra Palestínu?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.3.2007 kl. 20:38
...sorry, meinti þetta ekki, auðvitað ertu ekki að meina neina Zionista Vilhjálmur!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.3.2007 kl. 20:44
Samkvæmt þessum prófessor þá bregðast kannski þjóðir öðruvísi við eftir því hvernig aðstæður eru heima fyrir? Eftir að Sovétmenn og Austur-Evrópuþjóðirnar voru búnar að drepa nægju sína af Þjóðverjum í lok seinni heimsstyrjaldarinnar þá ráku þær restina, 12 milljón manns, ég endurtek í það minnsta tólf milljón manns af löndum sínum þarsem Þjóðverjar höfðu búið í yfir þúsund ár. Þessar þjóðir byggðu síðan vegg með gaddavírum til að varna komu þessara Þjóðverja aftur. Þjóðverjar ógna þessum þjóðum ekki. Þeir einfaldlega byggðu sér líf annarsstaðar, í flestum tilvikum hamingjusamt líf. Auðvitað er sorg þeirra, þjáning og niðurlæging mikil en öfugt við Palestínumenn hafa þeir ekki brugðist við með ofbeldi. Fyrir því eru margar ástæður. En kenning Gunnars um einbirnis þjóðfélög er hugsanlega ein af þeim. Gyðingar, Þjóðverjar og Tékkar byggðu upp Prag - núna búa þar aðeins tékkar.
Börkur Gunnarsson, 4.3.2007 kl. 00:14
Bíddu nú við - áttu við að ef Palestínumenn gætu farið allra sinna ferða í Palestínu og væru ekki skotnir og heimili þeirra ekki jöfnuð við jörðu og lifðu ekki í ótta og hefðu nóg að borða og aðgang að heilbrigðisþjónustu og hefðu eitthvað að segja um sína eigin framtíð og ættu framtíð, þá væru þeir samt að drepa hvern annan af því að þeim fjölgar?
Kolgrima, 4.3.2007 kl. 12:16
Ja...þetta er nú meira ruglið
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.3.2007 kl. 12:42
já, þessi gunnar hendersohn virðist vera einhver geðveikur maður.
Börkur Gunnarsson, 4.3.2007 kl. 15:40
mér finnst gunnar hansson miklu fyndnari heldur en þessi hendireinhverjuframson
Börkur Gunnarsson, 4.3.2007 kl. 15:41
Það má búa til kenningar um alla hluti og draga ályktanir út og suður. Umræddur pistill staðfestir það. Einn möguleikinn er sá að fólk á aldrinum 15 - 29 fari yfir 30% þjóðarinnar þegar það býr við stríðsástand og öllu sem því fylgir (skortur á hreinu vatni, lamað heilbrigðiskerfi o.s.frv.).
Jens Guð, 4.3.2007 kl. 17:11
Það er augljóst að þessi kenning vekur áhuga, hvort sem það er vegna þess að fólk er sammála henni eða ekki.
Ég er ekki frá því að það geti verið nokkuð til í þessu. Ég spjallaði eitt sinn við Indverja sem vann hjá ríkinu, en í stofnuninni hans voru 3.000 starfsmenn. Verkefni stofnunarinnar er mjög sértækt og þurfti sérhæfingu og sérvalda einstaklinga til að vinna það verk. 1.000 einstaklingar tilheyrðu þessum sérhæfða hluta, en 2.000 manns voru að vinna við ýmislegt smávægilegt. Hella upp á kaffið, ljósrita, sópa gólfið, raða dagblöðum. Í raun vann 2/3 hluti hópsins verk sem hinir hefðu getað unnið, eða hefði getað verið í höndum mun færri einstaklinga. Skýringin á þessu var einföld. Það er gífulegur fjöldi sem býr á Indlandi og hægt væri að hafa þetta fólk á bótum heima hjá sér, eða finna þeim stað í ríkisbatteríinu. Kosturinn við að hafa það í vinnu, væri sá að þá hefði það eitthvað að gera. Hafandi það heima í iðjuleysi yrði bara til þess að það færi að velta fyrir sér einhverri vitleysu og væri til vandræða.
Ef við skoðum uppgang öfgamanna í Evrópu fyrir seinna stríð, þá var rótin af því atvinnuleysi fólks. Er ekki líklegt að þegar svona stór hluti fólks er á ákveðnum aldri, þá komi upp ákveðið vonleysi og það brýst svo út í átökum við "kerfið".
Það er því ýmislegt sem bendir til þess að þessi kenning eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum, en hvort hún sé ástæða þess að Palestínumenn séu að berjast, er aftur á móti önnur spurning. Hins vegar veltir maður því fyrir sér hvers vegna þeir séu að berjast innbyrðis. Það er ekki eins og þeir eigi ekki sameiginlegan andstæðing.
Hins vegar gaman að sjá að Guð heitir Jens, en ekki Allah, Jehova eða eitthvað annað.
Jón Lárusson, 7.3.2007 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.