3.3.2007 | 12:57
Hægri - Vinstri, Rauður - Blár, Svartur - Grænn
Stjórnmálamenn allra flokka held ég að séu í raun sammála um markmið - þeir stefna allir að betra þjóðfélagi og auknum lífsgæðum. Eina sem greinir skoðanir þeirra í sundur eru leiðirnar að þessu sameiginlega markmiði.
Af öllum þeim óteljandi málum sem þarf að taka afstöðu til í þjóðfélaginu skiptast stjórnmálaflokkarnir yfirleitt til hægri eða vinstri, allt eftir því hversu langt á að ganga í samtryggingu og samneyslu. Þó enn sé verið að rífast eitthvað um hvar þessi mörk eigi að liggja er þetta atriði ekki lengur helsta átakalínan í stjórnmálum. Flestir virðast vera að hallast að því að farsælast sé að einkaaðilar sjái um að byggja upp öflugt atvinnulíf en að ríkið sjái um að tryggja lágmarksöryggi og samtryggingarnet. Að minnsta kosti er erfitt að deila um í hvaða samfélögum lífsgæði almennings eru best og draga þann lærdóm að þjóðfélagsskipulagið þar hljóti að vera skynsamlegt.
Helstu deilumálin í nú virðast snúast um hvort menn séu svartir eða grænir, það er, hversu langt menn vilja ganga í að nýta náttúruna í þágu iðnaðarins eða setja takmarkandi reglur á atvinnulíf og einstaklinga til að vernda náttúruna.
Í raun finnst mér vera hægt að nálgast þessi mál með því að setja upp forgangsröðunarlista sem hafa ég myndi vilja sjá að væri höfð til hliðsjónar við ákvarðanir sem varða okkur öll:
1. Náttúran
2. Mannlífið
3. Hagkerfið
Náttúra jarðarinnar er undirstaða alls lífs, ekki bara okkar heldur allra þeirra kynslóða sem vonandi eiga eftir að búa á jörðinni eftir okkar dag. Við höfum engan rétt til þess að skila jörðinni í verra ástandi en við tókum við henni og því á hagur náttúrunnar að skipta okkur mestu máli við allar ákvarðanir sem teknar eru. Lífríki jarðarinnar er alltaf mikilvægara heldur en stundarhagsmunir okkar hvað varðar hagvöxt næsta kjörtímabil.
Hjá mörgum virðist þessi forgangsröðun öfug; aukinn hagvöxtur séður sem æðsta takmark hvers þjóðfélags og þar á eftir kemur almannahagur. Náttúran er síðan bara afgangsstærð, enn eru ótrúlega margir sem ekki geta hugsað til þess að þrengja hag atvinnulífsins til að vernda náttúruna.
Þeir bara átta sig ekki á því hvaða afleiðingar gjaldþrot náttúrunnar mun hafa.
P.s. horfið á Kompás á Sunnudaginn - var að heyra að umfjöllunin þar verði afar áhrifaríkt innlegg í þessa umræðu
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.