Bækurnar hundrað sem fólk getur ekki lifað án

pride%20and%20prejudice Eflaust þarf hroka og hleypidóma til að búa til lista yfir þær bækur sem eru í mestum metum hjá lesendum. Í tilefni af alþjóðlega bókadeginum gerðu tvö þúsund breskir lesendur einmitt það, völdu hundrað bækur sem þeir geta ekki lifað án, og varð skáldsaga Jane Austen, Hroki og hleypidómar, í efsta sæti.

Það er ánægjulegt að sjá hversu hátt skrifaðar sögurnar um Harry Potter eru, en annars eiga skáldsögur úr samtímanum ekki upp á pallborðið. Efst þeirra varð Birdsong eftir Sebastian Faulks í 17. sæti og eflaust má skrifa samsærisbók um það að Da Vinci Code hafi ekki náð ofar en í 42. sæti.

Þeir sem tryggðu Biblíunni sjötta sætið voru yfir sextugu, þó að hún hafi verið á meðal 10 efstu bóka hjá öllum aldurshópum yfir 25 ára aldri. Hún var fjórða vinsælust hjá fólki yfir sextugu, en í nítjánda sæti hjá unglingum yngri en 18 ára.  

Önnur könnun var kynnt í tilefni af bókadeginum mikla. Þar kom fram að 42% breskra lesenda vilja að bækur endi vel, en aðeins 2,2% vilja að þær endi illa. Konur eru 13% líklegri til að vilja hugljúfan endi og fimmtungur karla er mest fyrir bækur með óræðan endi. Athyglisvert er að 8,6% þeirra sem eru undir 16 ára aldri vilja helst að bækur endi illa, - hvað segir það um unglingana? 

Annars líkaði 27% lesenda best endirinn á Hroka og hleypidómum og næst á eftir fylgdi To Kill A Mockingbird með 12%. Lesendur vildu helst breyta endinum á fjórum bókum til hins betra, Tess of the D'Urbervilles, Wuthering Heights, Gone With the Wind og 1984. Annars er listinn yfir hundrað bækurnar sem breskir lesendur geta ekki lifað án svona:

1 Pride and Prejudice Jane Austen

2 The Lord of the Rings JRR Tolkien

3 Jane Eyre Charlotte Bronte

4 Harry Potter series JK Rowling

5 To Kill a Mockingbird Harper Lee

6 The Bible

7 Wuthering Heights Emily Bronte

8-9 Nineteen Eighty-Four George Orwell

8-9 His Dark Materials Philip Pullman

10 Great Expectations Charles Dickens

11 Little Women Louisa M Alcott

12 Tess of the d'Urbervilles Thomas Hardy

13 Catch-22 Joseph Heller

14 Complete Works of Shakespeare William Shakespeare

15 Rebecca Daphne Du Maurier

16 The Hobbit JRR Tolkien

17 Birdsong Sebastian Faulks

18 Catcher in the Rye JD Salinger

19 The Time Traveler's Wife Audrey Niffenegger

20 Middlemarch George Eliot

21 Gone With The Wind Margaret Mitchell

22 The Great Gatsby F Scott Fitzgerald

23 Bleak House Charles Dickens

24 War and Peace Leo Tolstoy

25 The Hitch Hiker's Guide to the Galaxy Douglas Adams

26 Brideshead Revisited Evelyn Waugh

27 Crime and Punishment Fyodor Dostoyevsky

28 Grapes of Wrath John Steinbeck

29 Alice in Wonderland Lewis Carroll

30 The Wind in the Willows Kenneth Grahame

31 Anna Karenina Leo Tolstoy

32 David Copperfield Charles Dickens

33 Chronicles of Narnia CS Lewis

34 Emma Jane Austen

35 Persuasion Jane Austen

36 The Lion, The Witch and The Wardrobe CS Lewis

37 The Kite Runner Khaled Hosseini

38 Captain Corelli's Mandolin Louis de Bernières

39 Memoirs of a Geisha Arthur Golden

40 Winnie the Pooh AA Milne

41 Animal Farm George Orwell

42 The Da Vinci Code Dan Brown

43 One Hundred Years of Solitude Gabriel Garcia Marquez

44 A Prayer for Owen Meaney John Irving

45 The Woman in White Wilkie Collins

46 Anne of Green Gables LM Montgomery

47 Far From The Madding Crowd Thomas Hardy

48 The Handmaid's Tale Margaret Atwood

49 Lord of the Flies William Golding

50 Atonement Ian McEwan

51 Life of Pi Yann Martel

52 Dune Frank Herbert

53 Cold Comfort Farm Stella Gibbons

54 Sense and Sensibility Jane Austen

55 A Suitable Boy Vikram Seth

56 The Shadow of the Wind Carlos Ruiz Zafon

57 A Tale Of Two Cities Charles Dickens

58 Brave New World Aldous Huxley

59 The Curious Incident of the Dog in the Night-time Mark Haddon

60 Love In The Time Of Cholera Gabriel Garcia Marquez

61 Of Mice and Men John Steinbeck

62 Lolita Vladimir Nabokov

63 The Secret History Donna Tartt

64 The Lovely Bones Alice Sebold

65 Count of Monte Cristo Alexandre Dumas

66 On The Road Jack Kerouac

67 Jude the Obscure Thomas Hardy

68 Bridget Jones's Diary Helen Fielding

69 Midnight's Children Salman Rushdie

70 Moby Dick Herman Melville

71 Oliver Twist Charles Dickens

72 Dracula Bram Stoker

73 The Secret Garden Frances Hodgson Burnett

74 Notes From A Small Island Bill Bryson

75 Ulysses James Joyce

76 The Bell Jar Sylvia Plath

77 Swallows and Amazons Arthur Ransome

78 Germinal Emile Zola

79 Vanity Fair William Makepeace Thackeray

80 Possession AS Byatt

81 A Christmas Carol Charles Dickens

82 Cloud Atlas David Mitchell

83 The Color Purple Alice Walker

84 The Remains of the Day Kazuo Ishiguro

85 Madame Bovary Gustave Flaubert

86 A Fine Balance Rohinton Mistry

87 Charlotte's Web EB White

88 The Five People You Meet In Heaven Mitch Alborn

89 Adventures of Sherlock Holmes Sir Arthur Conan Doyle

90 The Faraway Tree Collection Enid Blyton

91 Heart of Darkness Joseph Conrad

92 The Little Prince Antoine de Saint-Exupery

93 The Wasp Factory Iain Banks

94 Watership Down Richard Adams

95 A Confederacy of Dunces John Kennedy Toole

96 A Town Like Alice Nevil Shute

97 The Three Musketeers Alexandre Dumas

98 Hamlet William Shakespeare

99 Charlie and the Chocolate Factory Roald Dahl

100 Les Misérables Victor Hugo


mbl.is Hroki og hleypidómar uppáhaldsbók breskra lesenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

það eru nokkrar bækur þarna sem eru svo leiðinlegar að það er ekki einu sinni hægt að ræða það, en þær komast á alla lista af því að fólk sem les ekki endilega mikið heldur að þær séu góðar og man nöfnin, The Great Gatsby er besta dæmið um það, Madame Bovary líka - ég fæ enn hroll þegar ég hugsa til þess að ég hafi keypt þær báðar, oj. 100 kall var of mikið að borga fyrir Gatsby og bókin er þunn einsog ekki neitt.

Hroki og hleypidómar er samt mjög vel að fyrsta sætinu komin. Þetta er ódauðleg saga og Mr Darcy er langbestur.

halkatla, 1.3.2007 kl. 18:32

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Athyglisvert kynjahlutfall þarna, fimm konur, Tolkien og Guð almáttugur á topp sjö.

Pétur Gunnarsson, 1.3.2007 kl. 20:06

3 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Listinn ber þess allnokkur merki að um enskumælandi lesendur er að ræða. Að öðru leyti eru flestar þessara bóka úrvalsbækur. Madame Bovary eftir Gustaf Flaubert er nú klassík - ég bakka ekki með það.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 1.3.2007 kl. 20:11

4 Smámynd: Börkur Gunnarsson

Madame Bovary leiðinleg? hvernig er hægt að vera svona illa innrætt að segja svona? ég leggst í þunglyndi, b.

Börkur Gunnarsson, 1.3.2007 kl. 20:15

5 Smámynd: Fararstjórinn

Sko. Gæti ekki verið að fólk nefni bækurnar þótt það hafi ekki lesið þær, því flestum finnst eins og þeir ÆTTU að hafa lesið þær. Þannig er ákveðin hræsni í listanum. En fyrir utan það, þá er bara að hendast af stað í lesturinn til að vera ekki minni maður en engilsaxneslir lesendur (eða bókmenntasnobbarar?!).

Fararstjórinn, 2.3.2007 kl. 00:54

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Bovary er ein allra leiðinlegasta bók sem ég hef lesið!   En boðskapurinn er skýr...stórhættulegt að láta sér leiðast!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.3.2007 kl. 02:17

7 Smámynd: Kolgrima

Margar frábærar bækur á þessum lista, en væri til í að skipta út Bovary og nokkrum öðrum fyrir aðrar mun betri.

Kolgrima, 2.3.2007 kl. 14:03

8 Smámynd: halkatla

mér þykir ákaflega leitt að hafa sært frú bovary aðdáendur með eilítið groddalegum bókmenntasmekk mínum - en það er mjög skrítið hvað Hamlet er aftarlega. Ef það yrði gerður íslenskur listi þá yrðu íslendingasögurnar ábyggilega í 10 efstu sætunum ásamt biblíunni...

halkatla, 2.3.2007 kl. 14:19

9 Smámynd: Kristján B. Jónasson

Hjá bloggritara ratar þó inn meinleg villa, hann segir að nútímaverk önnur en Harry Potter séu ekki að finna fyrr en í 17 sæti að Sebastian Faulkes dúkkar upp, það er ekki rétt, Philip Pullman og hans þríleikur er í 8-9 sæti. Nútímabarnaklassíkin virkilega slær í gegn á þessum lista og fólk ÞORIR að segjast hafa lesið þær bækur. Tolkien, Pullman og Rowland eru því í hópi Austin, Bronte og Dickens. Það er merkilegt.

Kristján B. Jónasson, 8.3.2007 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband