27.2.2007 | 14:28
Hreinn Loftsson svarar fyrir sig á Hrafnasparki
Það er athyglisvert hversu áhrifaríkt bloggið getur verið og náð til margra. Þannig skrifaði krumminn Árni Matthíasson pistil í síðustu viku um Krónikuna undir yfirskriftinni "Krónikan klikkar", þar sem hann hrakti fullyrðingar sem komu fram í fréttaskýringu Krónikunnar um Baugsmálið.
Í Krónikunni var því haldið fram að Illugi Gunnarsson, þáverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, hefði aldrei tjáð sig um fund Davíðs og Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs í Lundúnum. Árni benti á að Illugi hefði sagt í Morgunblaðinu 4. mars, 2003: "Eins og ég hef áður sagt þá er frásögn forsætisráðherra af málinu bæði nákvæm og rétt".
Jón Valur Jensson kom með athugasemd við færslu Árna og sagði:
Það er mjög athyglisvert, sem þú dregur hér fram, Árni, þ.e. beinharðar staðreyndir um það sem viðstödd vitni hafa sagt um þessi mál. Ótrúleg er sú "fyndni" Hreins að láta þetta út úr sér í upphafi, verð ég að segja og tek undir það með þér, að Sigríður Dögg (sem svo mjög hefur verið rómuð fyrir rannsóknarblaðamennsku) ætti að vita þetta betur en ætla má af hennar villandi klausu í nefndu blaði. Það verður fróðlegt að sjá, hvaða mynd hin vænta leiðrétting hennar mun taka á sig.
Hreinn Loftsson skrifaði þá langa athugasemd á Hrafnasparkið til þess að svara Jóni Vali og var hreint enginn hlátur í hug. Bréfið fer hér á eftir og birtist á Hrafnasparkinu áður en hann mætti til skýrslutöku í Héraðsdómi. Hreinn hefur staðfest það við Hrafnaspark að það sé frá sér, en eins og menn vita er tölvutækninni síst treystandi í þessum efnum. Nú bíður Hrafnasparkið aðeins eftir því að Davíð Oddsson og Illugi Gunnarsson komi með sína útgáfu af atburðarásinni inn á Hrafnasparkið:
Menn hafa gleymt punktinum. Króníkan eins og aðrir. Davíð Oddssyni voru aldrei boðnar mútur eða tilraun gerð til þess að bera á hann mútur. Öðru nær. Aðspurður í MBL og KASTLJÓSI sagði hann að hann ætlaði mér ekki slíkt. Sagan ("smjörklípan") var einmitt svo slóttug vegna þess að hann sagði að ég hefði trúað sér fyrir því að Jón Ásgeir hefði á einhverjum tímapunkti áður nefnt þetta við mig en ég drepið hugmyndina vegna þess að Davíð Oddsson væri ekki slíkur maður (og ég tek fram að hann er ekki slíkur maður). Jón Ásgeir hefði á hinn bóginn látið sér til hugar koma að Davíð Oddsson væri slíkur maður og að ég hafi sagt honum þetta, trúað honum fyrir þessu. Hann gat þess ekki í viðtalinu við RUV undir hvaða kringumstæðum þetta var sagt eða í hvaða samhengi, þ.e.a.s. að ég hefði sagt sér þessa sögu sem svar við söguburði hans um feðgana í Bónus. Menn skyldu ekki trúa öllu sem sagt væri um nafntogaða menn. Um hann (Davíð Oddsson) væru sagðar sögur sem ég legði ekki trúnað á, t.d. hefði Jón Ásgeir sagt mér sögu sem gengi manna á meðal um meinta greiðslu að fjárhæð 300 m. kr. og slegið fram í framhaldinu hvort þetta væri kannski aðferðin! (Á ensku kallast þetta "sarcasm", "bitter irony" eða kaldhæðni á íslensku). Davíð greip þetta á lofti -áróðursmaðurinn sem hann er og sneri þessu strax upp í andhverfu sína - en ég sagði honum um leið að þetta hefði verið sagt í hálfkæringi af Jóni Ásgeiri. Engin alvarleg meining hefði legið þar að baki. Þetta hefði verið nefnt í dæmaskyni um hve varlegt væri að leggja trúnað á söguburð. Hér var aðalatriðið auðvitað slúðrið en ekki kaldhæðni Jóns Ásgeirs. Ég minnti hann einmitt á að morgni "bolludagsins" - þegar hann hringdi í mig áður en hann fór í viðtalið á RUV - að ég hefði notað orðið "hálfkæringur" strax þarna um kvöldið. Þetta var ekki sagt sem fyndni af minni hálfu heldur til að vara Davíð Oddsson við að trúa kjaftasögum. Þetta er því ekta "smjörklípa" hjá honum. Hlutir teknir úr samhengi til að draga athyglina frá óþægilegri umræðu um önnur mál. Í þessu tilviki - í framhaldi af lýsingu Fréttablaðsins frá því á laugardeginum fyrir "bolludaginn" - hvað vissi Davíð Oddsson um aðdraganda Baugsmálsins? Vissi hann eitthvað? Hitt er síðan annað mál að stuðningsmenn Davíðs Oddssonar í Sjálfstæðisflokknum og annars staðar fóru að spinna, t.d. með því að spyrja: "já, en er það ekki einmitt svona sem menn ámálga slíka hluti" o.s.frv. Þá vil ég einnig mótmæla því að þetta hafi verið eitthvað fyllerí þarna úti í London eins og stundum er haldið fram manna á meðal og í fjölmiðlum, nú síðast í Morgunhananum á Útvarpi Sögu í morgun. Á hinum eiginlega fundi okkar tveggja í Lundúnum 26. janúar 2002 drakk annar kaffi en hinn te. Um kvöldið fóru menn út að borða og Illugi Gunnarsson bættist þá í hópinn. Á "bolludaginn" 2003 hélt Davíð Oddsson því fram að Ilugi hefði verið viðstaddur þegar umrætt samtal átti sér stað, en ég benti þá á, að hann hefði ekki verið í London þegar við hittumst en komið til kvöldverðar með okkur, einnig benti ég á að Illugi hefði horfið frá hótelinu, eftir að þangað kom, þegar kvöldverðinum lauk, og verið burtu í "drykklanga" stund! Ég benti á þetta í "bolludagsfárinu" að þetta væri ekki rétt hjá Davíð Oddssyni og þá varð hann að breyta frásögn sinni. Illugi Gunnarsson sagði opinberlega að hann hefði heyrt á þetta tal og frásögn Davíðs Oddssonar væri rétt, en ég tel víst að hann hafi ekki verið viðstaddur eða í það minnsta ekki hlýtt á þessi orðaskipti okkar Davíðs Oddssonar. Sjálfan uppsagnar- og uppgjörsfund okkar Davíðs Oddssonar sátu aðeins tveir menn, ég og hann. Þessa samræðu á hótelinu áttu aðeins tveir menn, ég og Davíð Oddsson. Eftir heimkomuna og fram í febrúar 2002 áttum við Davíð Oddsson nokkur samskipti þegar ég gekk frá störfum mínum fyrir hann sem forsætisráðherra og ég varð þess ekki var þá að hann teldi að alvarlegir hlutir hefðu gerst í samskiptum okkar. Öðru nær. Hann þakkaði mér með hlýjum orðum fyrir náið og gott samstarf og góðan árangur við framkvæmd einkavæðingar á árunum 1992-2002. Kveðja, Hreinn Loftsson.
Baugsmálið: Hreinn Loftsson yfirheyrður í Héraðsdómi Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Er ekki líklegast að Illugi Gunnarsson hafð hlýtt á upptöku DO af samtali þeirra Hreins?
Er Jón Ásgeir annars þessi kaldhæðni spaugari sem Hreinn vill koma á framfæri?
ER eitthvað fleira fleygt úr brandarasmiðju Jóns Ásgeirs?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.2.2007 kl. 17:14
P.s.
Ég minnist þess ekki að hafa heyrt á það minnst fyrr en hjá Hreini Loftssyni að DO sé ósannindamaður.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.2.2007 kl. 17:16
Ég las þetta í gegn og mér þykir Hreinn Loftsson trúverðugur.
Þetta er ámóta hótun og þegar einhver segir í bræði vegna smámuna "ég gæti kálað honum!". Er það fullgild morðhótun eða bara venjulegar formælingar? Hver og einn ætti að hugsa sig um í þessu máli.
Ef mútuboðið hefði verið gert af alvöru hefði Davíð getað sannað það með almennilegu móti en það gat hann ekki. Hann treystir á að honum sé bara trúað og hann þurfi ekki að sanna eitt eða neitt. Þegar spurt er um sök þarf að sanna hana sem slíka, fram að því eru menn bara saklausir. Þar sem málið gekk ekki lengra er Jón Ásgeir saklaus af því að hafa ætlað að múta Davíð hvað sem aðrir tauta og raula.
Haukur Nikulásson, 27.2.2007 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.