26.2.2007 | 12:08
Eignaflensufaraldur
Fyrir ekki svo löngu voru fréttir af því í Morgunblaðinu að hópur kennara við Laugarnesskóla ákvað að kaupa enga nýja hluti í tvo mánuði. Lesendur blaðsins fengu af því greinargóða lýsingu hvaða erfiðleika kennararnir hefðu nú gengið í gegnum við að neita sér um nýja hluti í svo langan tíma, þeir komust af því að tilgangurinn væri í senn göfugur og hversdagslegur, að draga úr ásókn í auðlindir jarðar og um leið bæta hag buddunnar, og eins að þeir hafi verið haldnir ósjálfráðu kaupæði.
"Léttir að vera laus við innkaup" var ein fyrirsögnin, sem er þvílík firring að það hálfa væri nóg. Eru næst á dagskrá viðtöl við þá sem ekki hafa efni á að kaupa sé neitt nýtt í fjórar vikur eða jafnvel lengur. Verður sama fyrirsögn valin? Það er nefnilega ekki fréttnæmt að fólk sem á allt neitar sér um eitthvað.
Hitt þótti mér merkilegt að þessir kennarar, sem eru svo þungt haldnir sjúkdómnum nýja, eignaflensu, affluenza, eru svo lausir við jarðsamband að halda að þeir bjargi heiminum eð því að hætta að kaupa nýja hluti. Allt þeirra umhverfi, bílarnir, fartölvurnar, upphituðu húsin, angórapeysurnar, steinanuddið, kaffihúsin, bíóferðirnar, eru afrakstur neysluþjóðfélagsins sem þeir eru að andæfa. "Við erum að draga úr eftirspurn með þessu" segja þeir og eru þá um leið að minnka lífsgæði þeirra sem starfa við framleiðslu á varningnum, fátækum bræðrum okkar og systrum í þriðja heiminum sem langar mest af öllu að geta tekið þátt í lífsgæðakapphlaupinu.
Í framhaldi af eignaflensufréttum kom svo önnur fréttaskýring þar sem tveir verkefnisstjórar tala um tilfinningar sínar; "mér finnst eitthvað vera að gerast," segir annar og hinn segir hafa orðið var við að "fólk hugsi meira um neyslu sína en áður". "Áður", í þessu sambandi á þá væntanlega fyrir jól, áður en fólk eyddi meira en það hefur nokkru sinni gert ef marka má fréttir í upphafi ársins; "Jólaverslun aldrei meiri og eykst um 4,4% milli ára" sagði til að mynda í frétt í Morgunbaðinu 11. janúar sl. Kannski fór fólk að hugsa "meira um neyslu sína en áður" þegar það fékk kortareikninginn og þá fór kannski "eitthvað" að gerast.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Ég hef alveg tekið eftir þessu. Ég hef til dæmis neitað mér um að kaupa bækur (að mestu) undanfarin 7 ár, vegna traustrar hagstjórnar á heimilinu og vegna þess að mig vantar bókahillur. Það sem það hafði í för með sér, er að nú þarf ég að kaupa allar þær bækur sem mig hefur langað til að eignast undanfarin 7 ár, Í EINU, sem er auðvitað mjög slæmt. Það að kaupa ekki, tekur nefnilega ekki í burtu þörfina fyrir það sem ekki er keypt. En heldurðu í alvöru að kennarar gangi í angórapeysum og fari í steinanudd?
Kolgrima, 26.2.2007 kl. 12:35
hjó líka eftir þessari frétt þegar hún kom. mögnuð. sannfærði mig ennfrekar um að mogginn er að verða sænskt vandamálablað með mjög svo skrítnum fréttum af "venjulega fólkinu" sem berst gegn neyslu og öðrum viðbjóði sem þrífst í þessu skelfilega þjóðfélagi. ég vitna bara í kristján hreinsson hjá vinstri grænum sem náði að segja fimmtán sinnum í silfri egils að hann skammaðist sín fyrir að vera íslendingur. þetta er hreint út sagt skelfilegt og viðbjóðslegt þjóðfélag sem hefur verið byggt á skerinu og nær að brauðfæða alla á landinu og veita til þeirra bæði hita og rafmagni - algjör hryllingur sem verður að gera eitthvað í.
Börkur Gunnarsson, 26.2.2007 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.