20.2.2007 | 17:09
Hálfvitar
Það er sjaldan sem viðeigandi er að nota orðið hálfvitar í opinberri umræðu. Það á þó vel við þegar rætt er um einstaklinga frá ELF - Earth Liberation Front sem heimsóttu Ísland nýlega.
Samkvæmt því sem stendur á heimasíðunni: http://www.savingiceland.org/taxonomy/term/41 voru framkvæmd skemmdaverk hér á landi í janúar. ELF menn stæra sig að því að hafa valdið umtalsverðu tjóni á framkvæmdum sem þegar væru hafnar við stækkun álvers ALCAN.
Skemmdirnar voru hins vegar unnar á byggingarsvæði Ístaks sem er að vinna að því að minnka mengum við fjörur landsins með því að byggja skólpdælustöð. Framkvæmdirnar koma ALCAN alls ekkert við, enda ekki byrjað að byggja við álverið og verður vonandi aldrei.
Hér hefur ekki bara verið valdið tjóni á eignum verktakans, heldur einnig tjóni á mikilvægum málstað verndunarsinna. Allir eiga að hafa rétt til að mótmæla, en skemmdarverk eru ekki mótmæli. Ég vona að Hafnfirðingar beri gæfu til að stoppa þreföldun á álverinu sem kjósa á um á næstunni. Á Íslandi vantar ekki fleiri störf og sannarlega ekki meiri mengun. Frekari útþenslu í þungaiðnaði þarf að mótmæla, en það þarf að gerast samkvæmt lögum og reglum samfélagsins.
Svona aðgerðir eru bara hreinræktaður glæpur.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Því miður þá virðist mér stundum sem svo að þetta sé ekkert allt of gáfað fólk sem stendur að svona"mótmælum" ég er alfarið á móti Kárahnjúkastíflu og álverinu á Reyðarfirði en ég gat ekki fundið neina samkennd með þessu oft á tíðum skrítna fólki sem var að mótmæla fyrir austan nú í sumar.
Það virtust oftast veljast hassreiktir einstaklingar í viðtöl sem hreinlega höfðu ekkert vit á því sem þeir voru að tala um, þeir vissu jú að þeir voru á austurhluta Íslands en þar með lauk öllu sem þeir höfðu fram að færa.
Málstaðurinn vissulega góður en því miður skemmdi þetta fólk meira fyrir sér og náttúruvernd á Íslandi heldur en hitt.
Maron Bergmann Jónasson, 20.2.2007 kl. 18:20
her sem eg fylgist med i fjarska synist mer Hjalti hafa skubbad thessu mali. Degi sidar er thetta i fjolmidlum.
steinar (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.