20.2.2007 | 12:05
Eru bloggvinir vinir í alvörunni?
Vináttan er mikil á Moggablogginu. Þar virðist enginn vinalaus, nema hann velji það sjálfur. Mér finnst þetta skemmtileg hefð og það er gaman að fylgjast með því hvernig hún þróast.
Nú á Hrafnasparkið 26 bloggvini. Reyndar virðist krummum haldast illa á bloggvinum sínum, því nokkrir hafa "yfirgefið bygginguna" á þessum þremur mánuðum sem liðnir eru.
Halldór Baldursson skopmyndateiknari hefur tekið sér hlé frá blogginu um sinn og snúið sér að því að teikna. Krummar geta reyndar ekki kvartað, því hann teiknaði bókelskan krumma á forsíðu árshátíðarblaðsins um liðna helgi og prýddi teikningin þakkargjöf til Óskars Magnússonar forstjóra og rithöfundar.
Hrafn Jökulsson hefur einnig sagt skilið við bloggheima. En þessi leiftrandi rithöfundur, ljóðskáld og ritstjóri, var svo elskulegur að vísa á Hrafnasparkið í lokafærslu sinni, þar sem bloggarar gætu fundið "skáldlegar" pælingar. Hrafn gladdi krumma á lestrarfélagsfundi á sínum tíma með umfjöllun sinni um Jón Thoroddsen og Jónas Guðlaugsson. Nú hefur ástin "framið valdarán" í hans lífi og ýmis spennandi og mannbætandi verkefni bíða.
Þá hefur sá mæti maður Chien Andalou alias blogdog kvatt af hugsjónaástæðum þar til þjóðfélagið hefur náð meiri þroska.
Enn eru ofangreindar bloggsíður uppi og fólk getur flett þeim, en það er ekki alltaf tilfellið á netinu. Þannig virðist Guðmundur Magnússon hafa gufað upp með sitt blogg "Skrafað við skýin". Það sama varð fyrir mér um daginn þegar ég ætlaði að finna skáldsögu Guðbergs Bergssonar rithöfundar sem hann skrifaði beint á netið á sínum tíma, en sú saga er uppistaðan í Hryllilegri sögu sem hann sendi frá sér fyrir jólin. Ég fann hana hvergi.
Aðrir bloggvinir dafna vel. Áðan bættist Sigurður Elvar Þórólfsson kollegi minn af Mogganum í hópinn. Bókaormurinn Kolgrima er afar dularfull, - hver er hún? Ég hef áður rakið snilld Ívar Páls Jónssonar sem nú vinnur að sinni fyrstu skáldsögu og hefur samið lag um fyrirbærið pebl. Arnljótur Bjarki Bergsson er með sigldari mönnum, en um leið sá norðlenskasti sem ég þekki. Guðfríður Lilja er hjartslátturinn í íslenskri pólitík. Stefán Friðrik er mikilvirkur stjórnmálaskýrandi eins og Bjarni Harðarson, sem eiginlega ætti að banna að fara í framboð af því að hann er mun skemmtilegri á hliðarlínunni. Vélstýran er hugrakkur bloggari sem þorði "að missa fótfestuna um stund" og tapaði því ekki sjálfri sér.
Hjörtur J. Guðmundsson sveiflast til hægri, huxuðurinn Pétur Gunnarsson heldur sig fyrir miðju og Eiríkur Bergmann sveiflast til vinstri. Björgvin Þór Þórhallsson skrifar BARA á netið. Það rignir yfir Flosa Kristjánsson gimsteinum. Margrét Elín Arnarsdóttir er "laganemi, íþróttafíkill og brjálæðingur".
Heimssýn sér lengra en ESB. Og Katrín Snæhólm Baldursdóttir er ástfangin af rúminu sínu. Þórarinn Eldjárn er skáld og meistari. Femínistinn er fylgjandi frelsinu til að klámvæðast og Gísli Freyr Valdórsson líka, sem bauð konunni sinni á Argentínu í tilefni af konudeginum. Vefritið fjallar um samfélagsmál úr ólíkum áttum. Svartfuglinn Anna Benkovic Mikaelsdóttir yrkir teknótexta til Sylvíu Nætur. Kári Harðarson kveður engan í kútinn en kveður úr kútnum.
Að lokum á Sigurður Ásbjörnsson jarðfræðingur yfir 300 bloggvini. Þegar hann er spurður hvernig hann leggi rækt við alla þessa bloggvini svarar hann:
Bloggvinir mínir eru meira og minna fundnir af handahófi. Sumir skrifa um áhugaverð mál, sumir eru samherjar í sýn á tilveruna, sumir eru með allt aðra sýn á tilveruna heldur en ég, sumir skrifa einfaldlega svo skemmtilegan stíl að það er hrein unun að lesa það sem frá þeím kemur, óháð viðfangsefni.
Til að fylgjast með ritstörfum bloggvina minna þá vel ég þá leið að skrá mig inn í kerfið og smella síðan á stjórnborð. Þar kemur upp vinstra megin "bloggvinir nýjustu færslur" þann lista skanna ég og á listanum má sjá ca. 4-5 fyrstu línurnar í ólesnum greinum. Ef efni eða stíll vekur áhuga minn þá skrepp ég á síðurnar þeirra og fæ mér allan skammtinn
Þetta er áhugavert, - eru bloggvinir vinir í alvörunni eða er það bara á netinu? Ber að sýna þeim ræktarsemi?
Pétur Blöndal
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
skemmtileg lesning!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.2.2007 kl. 12:15
Ég er vinur þinn og mér ber að sýna þér ræktarsemi! Annars er ég með frábæra hugmynd: bjóddu bloggvinum þínum í grillveislu í sumar
Kolgrima, 20.2.2007 kl. 15:06
krunk krunk! Ég er með marga bloggvini og þóttt ég sé ósammála ýmsu því sem þeir skrifa um, þá er alltaf gaman að sjá hvað verið er að skrifa um. Vinir án skuldbindinga, ef svo má segja. Maður veit svo aldrei hvaða tengsl þróast svo með tímanum gegnum svona bloggvini, ekki satt?
Brosveitan - Pétur Reynisson, 20.2.2007 kl. 16:59
Skemmtileg skrif Pétur, gaman að lesa. Það er mikill heiður að vera vinur Hrafnasparks. :)
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 22.2.2007 kl. 15:47
Ég kíki reglulega á vini mína á Hrafnaþingi. Vona að ég sé ekki að taka of stórt upp í mig með því að kalla þá vini sem ég þekki ekki neitt. Það eru nú að myndast raunverulegir "vinahópar" þar sem bloggarar hittast í eign mynd og persónu. það var.t. einn slíkur fundur í gærdag á akranesi þar sem mættu að ég held um 8 manns. Þannig að netið getur líka leitt til frekari samskipta eins og að vera einangrandi. Og já ég elska rúmið mitt!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.2.2007 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.