18.2.2007 | 21:21
Karíus, Baktus og heilbrigðisráðherra
Nýlega kynnti Lýðheilsustofnun niðurstöður MUNNÍS rannsóknarinnar. Megintilgangur rannsóknarinnar var að kanna tannátu og glerungseyðingu hjá 1. 7. og 10 bekk og náði rannsóknin til 20% slembiúrtaks þessara árganga árið 2005.
Í stuttu máli sýnir þessi rannsókn að tannheilsa barna og unglinga er ansi bágborin og hefur farið versnandi síðustu ár. Eins og segir í útdrætti rannsóknarinnar á vef Lýðheilsustofunar: ,,Í norrænum samanburði lætur nærri að íslensk börn og ungmenni séu að meðaltali með tvöfalt fleiri skemmdar tennur en samanburðarhópar í Svíþjóð (2005) og er staðan verri en á hinum Norðurlöndunum. Hjá 15 ára unglingi eru að meðaltali rúmlega 4 fullorðinstennur skemmdar og þarfnast viðgerðar eða hafa þegar verið fylltar. Hjá þeim 33% sem verst eru settir innan þessa hóps eru að meðaltali 9 tennur skemmdar. Glerungseyðing greinist í einhverri fullorðinstönn hjá 15% 12 ára barna og hjá 30% 15 ára unglinga.Tíðni tannskemmda fer vaxandi og áhyggjuefni hversu algengt það er að ekki er gert við tannskemmdir. Um 17% barna og ungmenna (4-18 ára) mæta ekki í reglubundið eftirlit hjá tannlækni."
Í útdrætti MUNNÍS rannsóknarinnar kemur einnig fram að Tryggingastofnun ríkisins (TR) greiði umtalsvert minna vegna forvarna í tannheilbrigðismálum barna nú en árið 1998. TR veitir styrki vegna tannlækinga barna og unglinga, öryrkja og aldraðra. Þegar Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra tók við embætti sínu lagði hún upp með tvö aðaláhersluefni: Forvarnir og aldraða. Þess ber þó ekki merki hvað tannlækningar varðar; samkvæmt fjárlögum 2007 er einungis gert ráð fyrir 2.7% hækkun á framlögum til skjólstæðinga TR vegna tannlækninga. Þessi prósentuhækkun nær engan veginn að halda í við verðbólgu síðasta árs, hvað þá að vega upp á móti fjölgun í þeim hópum sem njóta styrkja frá TR vegna tannlækninga eða rétta af þá lækkun sem orðið hefur á framlögum hins opinbera til þessa málaflokks hin síðari ár.
Hvers vegna skyldu heilbrigðisyfirvöld hafa komist upp með að skerða smátt og smátt framlög til tannlækninga síðustu ár? Jú, eins og kunnugt er rann árið 1998 út samningur Tannlæknafélags Íslands og TR og var hann ekki endurnýjaður. Samningurinn hafði verið við lýði í fjöldamörg ár og snerist um að tannlæknar sömdu við TR um fast verð fyrir tannlæknaþjónustu við skjólstæðinga stofnunarinnar. Tannlæknar sömdu þá um verð sem þeir töldu að væri ásættanlegt fyrir viðkomandi þjónustu. Þetta kom svo aftur skjólstæðingum TR til góða þar sem innifalið var í samingunum að þeir fengju stærstan hluta tannlæknakostnaðarins endurgreiddan. Þegar samningurinn rann út var ekki lengur þrýstingur á heilbrigðisyfirvöld að láta styrkina fylgja almennri verðlagsþróun og því fór sem fór. Þeir þrýstihópar sem hefðu átt að láta málið sig varða svo sem ASÍ, foreldrasamtök, samtök eldri borgara og Öryrkjabandalagið hafa því miður sofið á verðinum hvað þetta varðar.
Hver skyldu nú vera viðbrögð ráðherra þegar allt stefnir í óefni í tannheilbrigðismálum barna og unglinga? Jú, það er að semja við tannlækna um ,,ókeypis skoðun og eftirlit hjá ákveðnum hópum barna" svo sem haft hefur verið eftir henni í fjölmiðlum síðustu daga. Það á sem sagt að semja við tannlækna um samræmda gjaldskrá fyrir þessa þjónustu. Og ef tannlæknum hugnast ekki slíkur samningur ,,þá munum við auglýsa eftir tannlæknum sem vilja koma á svona samningi" (Siv Friðleifsdóttir í samtali við Blaðið, 8. febrúar 2007). Þessi skilaboð hljóma óneitanlega undarlega; allt í einu er það tannlækna að bjarga margra ára svelti í framlögum hins opinbera til tannlækninga með því að koma á fastri ríkisgjaldskrá í tannlækningum. Það virðist ekki hafa hvarflað að heilbrigðisyfirvöldum að tannlæknar séu ef til vill alls ekki í aðstöðu til að semja um fasta gjaldskrá fyrir tannlækningar ákveðinna hópa í þjóðfélaginu. Tannlækningar, eins og önnur þjónusta, falla undir samkeppnislög. Það þýðir að tannlæknum er óheimilt að hafa samráð um gjaldskrár sínar og verða að hafa útdrátt með helstu aðgerðarliðum sínum hangandi á biðstofum skjólstæðingum sínum til glöggvunar.
En er þetta ekki bara í lagi, að veita ákveðnum árgöngum skoðun og forvarnir á sama verði - væri ekki líka í lagi að stórmarkaðirnir kæmu sér saman um verð á nautalundum og handsápu ef þeir kepptu hver við annan í verði á Maggisúpum og kaffi? Það væri fróðlegt að heyra hvaða augum samkeppniseftirlitið lítur þessar hugmyndir ráðherra.
Einvern veginn hljómar þessi boðskapur ráðherra eins og það eigi að finna sem fyrst blóraböggla fyrir lélegri tannheilsu barna og unglinga annars staðar en innan heilbrigðisráðuneytisins. Niðurstöður MUNNÍS rannsóknarinnar koma tannlæknum ekki á óvart, enda hafa þeir tekið eftir versnandi tannheilsu barna og unglinga síðustu ár. Þeir fagna því svo sannarlega að heilbrigðisráðherra hefur lýst yfir vilja til að gera eitthvað í þeim málum. En að stilla því þannig upp að málið standi og falli með samningi við tannlækna er hin mesta firra. Heilbrigðisráðherra verður einfaldlega að veita meiri peningum til málaflokksins og hækka verulega tannlækningastyrki til barna og unglinga. Verði það gert er ekki ósennilegt að einver hluti tannlæknastéttarinnar bjóði upp á þá "ókeypis skoðun og forvarnir" sem ráðherra er svo tíðrætt um út frá lögmálum hins frjálsa markaðar. Ekki hefur enn reynt á hvort tannlæknar hafa vilja til samninga við TR en vafasamt verður að teljast að landslög leyfi þeim að ganga til slíkra samninga. Og hver skyldi svo vera sýn ráðherra á styrki TR til eftirlits og forvarna meðal aldraðra og öryrkja? Þörf þeirra fyrir slíka þjónustu er síst minni en yngri aldurshópa ef ekki á að stefna í sömu átt og hjá börnum og unglingum.
Magnús Björnsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Staðan í tannverndarmálum er hrikaleg. Við erum með kerfi sem í raun hvetur til tannskemmda, kerfi sem stjórnmálamenn hafa leyft að dankast niður. Ekki hefur verið samið við tannlækna í mörg ár og miðar endurgreiðslu til foreldra við taxta sem er löngu fallinn úr gildi. 75% endurgreiðslan sem lög segja til um er tæpast helmings endurgreiðsla í dag. Ekki er greitt nema fyrir lítinn hluta forvarnaraðgerða - frekar er greitt fyrir viðgerðir en forvarnir. Hér eru linkar á tvo pistla sem ég hef skrifað um þetta.
http://www.tannsi.is/frettir/nr/459/
http://dofri.blog.is/blog/dofri/entry/109583/
Dofri Hermannsson, 18.2.2007 kl. 21:48
Hvernig gat þetta gerst? Í hvað fara 35% skattar?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.2.2007 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.