18.2.2007 | 18:31
aðeins of mörg spillingarmál...
...í gangi þarna. forsetinn sakaður um kynferðisglæpi, forsætisráðherrann um spillingu, yfirmaður hersins var rekinn fyrir klúður í líbanon og núna yfirmaður ísraelsku lögreglunnar vegna tengsla sinna við glæpahringi? hvað er að gerast þarna?
það verður fróðlegt að fylgjast með framgangi allra þessa mála en í huga mér hef ég tengt ísrael við flest annað en svona spillingu. frekar við eldheitan hugsjónaeld, baráttuanda en jafnframt misnotkun á stöðu sinni í samfélagi þjóða í mið-austurlöndum og fantaskap og mannréttindabrot gagnvart palestínumönnum auk þess sem þeir eru þolendur reglulegra hryðjuverka og eru lýðræðisríki sem lifir við það að nágrannar þeirra vilja þurrka þá út af yfirborði jarðar.
en hvað sem framgangur þessara mála leiðir í ljós að þá má ekki gleyma því að þetta er lýðræðisríki sem beinir ljósinu að meinsemdum sínum. rétt einsog þeir sem ólust upp í kalda stríðinu upplifðu að þá komu nánast aldrei fréttir af glæpum, morðum, nauðgunum eða pyntingum frá sovétríkjunum en þær voru stanslausar frá lýðræðisríkinu bandaríki norður ameríku. staðreyndin var náttúrulega á hinn vegin að glæpirnir voru jafnvel meiri í sovét - bara þaggaðir niður.
Yfirmaður ísraelsku lögreglunnar segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Það er alltaf kostur að hægt sé að varpa ljósi á málin og er það mjög gott hjá hinu svokallaða "Ísrael" að reyna að vera lýðræðisríki, en ríki án landamæra sem stöðugt er að stela landi og kúga íbúa þess hlýtur að hnigna og tapa siðferðisstyrk sínum.
(Ég segi "Ísrael" þar til landamærin hafa verið ákveðin og sátt um þau)
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.2.2007 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.