18.2.2007 | 15:28
Blaðamenn, ástríða og ótroðnar slóðir
Davíð Logi Sigurðsson kollegi minn af Morgunblaðinu er einkar vel að Blaðamannaverðlaununum kominn fyrir skrif um alþjóðamál, enda skynjar maður á skrifum hans að fyrir honum er það áhugamál og ástríða, ekki aðeins brauðstrit. Eflaust eru þeir til sem eru ósammála honum, til dæmis um íslensku friðargæsluna, en það hreyfir þá við umræðunni og yfirleitt þegar slíkt gerist er það í átt til upplýsingar. Með því að gefa svo mikið af sjálfum sér í fréttir og fréttaskýringar um alþjóðamál, svo sem Guantanamo, fá þær svipmót hans.
Það sama á við um Auðunn Arnórsson blaðamann Fréttablaðsins, sem ég vann raunar með á Morgunblaðinu á sínum tíma. Hann hefur löngum verið flestum fróðari um málefni Evrópusambandsins. Það er afar mikilvægt fjölmiðlum að blaðamenn hafi djúpa þekkingu á viðfangsefnum sínum og fái tækifæri til að miðla þeirri þekkingu til lesenda.
Það kemur varla neinum á óvart sem fylgist með þjóðmálaumræðunni að Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Kompáss hafi verið verðlaunaður fyrir rannsóknarblaðamennsku. Hann hefur stýrt Kompási inn á ótroðnar slóðir í íslenskri fjölmiðlun og beitt aðferðum sem hingað til hafa aðeins tíðkast í fréttaskýringarþáttum erlendis. Með því hefur honum og samstarfsfólki hans tekist að vekja umræðu í þjóðfélaginu og rúmlega það, - umfjöllunin hefur kallað á aðgerðir.
Það verður forvitnilegt að sjá hvaða áhrif það hefur á rannsóknarblaðamennsku sem stunduð er á öðrum fjölmiðlum.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
sammála, davíð logi og jóhannes voru svo sannarlega vel að verðlaununum komnir. þótt ég sé oftar en ekki ósammála davíð loga er hann yfirleitt sanngjarn í greinum sínum, augljóslega mjög vel lesinn og virðist ekki vera með agenda í gangi, heldur í heilbrigðri leit að því sem hann telur besta sjónarhornið á málefnið sem hann fjallar um hverju sinni. jóhannes hefur heldur betur vakið athygli með umfjöllun sinni og aðferð hans svo sannarlega byltingarkennd í okkar fjölmiðlaflóru. auðunn er örugglega líka vel að verðlaunum sínum kominn en ég hef lesið hann minna.
Börkur Gunnarsson, 18.2.2007 kl. 17:02
Maður fer nú bara hjá sér við að lesa svona!
Kv. DLS
Davíð Logi Sigurðsson, 19.2.2007 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.