Sigríður fékk rauðu hrafnsfjöðrina

Á aðalfundi lestrarfélagsins Krumma sl. föstudagskvöld veitti félagið Rauðu hrafnsfjöðrina fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins í íslenskum skáldverkum. Verðlaunin hlaut að þessu sinni Sigríður Jónsdóttir fyrir ljóðið Eins og blíðasti elskhugi í bókinni Kanil sem Sæmundur gefur út. Það var Karl Blöndal sem afhenti Sigríði hrafnsfjöðrina.

Rauða hrafnsfjöðrin var fyrst veitt 2007 og þá hreppti hana Eiríkur Örn Norðdahl fyrir Eitur fyrir byrjendur. 2008 varð Elísabet Jökulsdóttir hlutskörpust fyrir Heilræði lásasmiðsins, Hermann Stefánsson hreppti verðlaunin 2009 fyrir Algleymi, 2010 fékk Steinar Bragi Rauðu hrafnsfjöðrina fyrir Himininn yfir Þingvöllum og 2011 þau Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir og Magnús Þór Jónsson, Megas, fyrir Dag kvennanna - ástarsögu.

Verðlaunalýsingin er svohljóðandi:

Sigríður Jónsdóttir - Kanill

Eins og blíðasti elskhugi

"Ég treysti honum því ég þekki hann.

Hann þekkir mig og veit hvað ég þarf.


Hann sýnir sig

ófeiminn eins og bráðger foli

ógeltur í apríl.

Ungur og hraustur með sperrtan böll

tilbúinn að bíða

viljugur að hlakka til.

Hann ber kremið á kónginn á sér.

Ég horfi á

sjálf ekki til í að sýna neitt.

En hann er ekki frekur og gerir ekki kröfur.

Þá finn ég töfra karlmannsins

og sprota hans

leggjast yfir mig.

Ókunnug efni streyma út í blóðið.

Munnvatn spýtist úr kirtlum.

Hann penslar á mér skautið með limkollinum

og allir lásar falla

klikk klikk klikk

Kannski verður það vont.

Hann leitar fyrir sér eins og maður á ís.

Maður með broddstaf.

Hann heldur utan um mig.

Ég held utan um hann og kem til hans meðan hann bíður.

Þegar hann kemur inn í mig

lætur líkaminn eins og hann hafi þráð það lengi

ekki tvær mínútur

búinn að gleyma að þarna var allt þurrt og lukt.

Ólíkindatól.

Elskhugi minn veit betur.

Hann þekkir mig betur en sig.

Hann fer eins og maður í djúpum snjó.

Stígur hægt niður og kannar.

Þar til öllu er óhætt.

Þegar karlinn hefur komið sér öllum fyrir

þegar ég hef meðtekið hann allan og vil meira

kemur hann og sækir laun blíðu sinnar.

Hann er bestur.

Þú ert bestur

segi ég.

Hann segir ekki neitt.

Hann gerir það sem hann meinar

og segir það sem hann vill."

Aðrar tilnefningar til Rauðu hrafnsfjaðrarinnar 2012:


Stefán Máni - Feigð

"Hann færir lófan niður eftir líkama hennar, yfir magann, út á mjöðmina og strýkur henni um utan- og innanverð lærin. Húnlosar beltið og hneppir frá buxunum hans með fingrum annarrar handar, rennir niður klaufinni, stingur hendinni græðgislega ofan í nærbuxurnar og grípur um beinstífan tittlinginn. ... Síðan kyssir hann á henni píkuna, þessa upphleyptu rauf sem byrjar niðri við rassgatið og endar undir mjúkum hárbrúski neðst á bústnum kviðnum. Hann kyssir raufina eins og munn, bleytir þessar lóðréttu varir með sínum eigin. Hann sleikir rifuna og stingur tunginni inn í hana, og þá þrútnar píkan, ytri barmarnir gliðna sundur og innri barmarnir koma í ljós. Sonja engist um og stynur hátt, píkan opnast enn meira, hún er heit og mjúk og rök og það er saltbragð af safanum sem drýpur af þessu rauðbleika holdi sem fyllir á honum munninn eins og hann hámi í sig suðrænan ávöxt.

"Komdu!" Sonja rífur í hárið á honum, slítur hann lausan úr rennvotu klofinu og togar hann upp á sig."


Arnaldur Indriðason - Einvígið

"Guðný færði höndina yfir naflann þangað til hún kom niður að hárbrúskinum og togaði örlítið í hann.

- Ég gæti notað hann undir blómapott.

- Hvern?

- Sleðann.

- Það gæti komið vel út, sagði Albert og kyssti hana. - Eru þær ekki örugglega sofnaðar? hvíslaði hún. - Jú, sagði hann.

Hún fann hvernig hann gildnaði í hendi hennar. Albert gaf frá sér litla stunu.

- Er ég nokkuð að meiða þig? spurði hún.

- Nei, sagði hann og strauk yfir höfuð hennar, fann sumarið í hári hennar. Pau kysstust af áfergju áður en hún lét sig síga niður að honum og hann fann heita tunguna gæla við sig og kossa sem dýpkuðu og lengdust og urðu rakir og hljóðir eins og nóttin."


Jón Kalman Stefánsson - Hjarta mannsins

"... Í sumar, hafði hún sagt í apríl, ætla ég að ríða út í sólskini. Og nú er sumar, núna er gult sólskin, hún reið hesti og hún sest yfir strákinn, sest klofvega, dregur upp kjólinn, hann sér svört stígvél, sér bera fótleggi, en ekki alla leið upp, hún lokar augunum, eins og til að rifja eitthvað upp meðan hönd hennar fálmar niður, grípur mjög fast um lim hans en sest síðan varlega, eins og hún sé að setjast á eitthvað brothætt - og hikar. Heldur enn fast, með lokuð augu, andar mjög þungt, og hann liggur grafkyrr, finnur fyrir þessu mjúka, blauta, finnur fyrir því með allri sinni vitund. Brjóst Ragnheiðar liggja þétt upp að bringu hans, eyra hennar á öxl hans, hár hennar yfir hálfu andliti hans sem finnur ilminn af því, hreinan en líka þungan, höfugan ilm sem svíður örlítið undan."


Sólveig Eggerz - Selkonan

"Hún fór allt í einu hjá sér og settist hratt upp. Hvar hafði hún látið fötin sín?

En hann beygði sig yfir sófann. Hún hallaði sér aftur, fann fyrir hlýju læri hans á handlegg sínum. Kona í kvennabúri hefði smurt hendur sínar ilmandi, indverskum olfum og strokið honum.

Charlotte strauk læri hans með handarbakinu. Hann hallaði sér fram og sleikti húð hennar í átt til brjóstanna, yfir kúlulaga geirvörturnar. Hún snart háls hans að aftan við hársræturnar. Hann teiknaði örlitla hringi á kvið hennar með fingrinum, stakk honum síðan mjúklega inn í naflann.

„Monet. Manet."

Hann renndi fingrunum yfir efstu skapahárin.

„Caravaggio," sagði hann og renndi fingrinum inn í hana. Hann gældi við rök skapahárin og raulaði um leið og hann. hreyfði fingurinn inn og út: „Carraccibræður".

Hann hallaði sér yfir hana, strauk vörunum yfir kvið hennar og rödd hans kom úr skauti hennar.

„Delacroix. "

Hún náði varla andanum undir tungu hans en teygði sig til að strjúka eyru hans og taka í hárið. Hann reis upp á hnén. Hún strauk stinnan lim hans með fingurgómum beggja handa. Hann stundi við snertingu hennar. Blóðið streymdi fram í kynfæri hennar og hún vísaði honurn leiðina.

,,Van Gogh," másaði hann um leið og hann kom inn í hana.

Gul og fjólublá blæbrigði sól- og lofnarblómaakurs bylgjuðust yfir hana aftur og aftur með litum og ilmi. Á eftír hélt hún höfði hans á milli brjósta sér og sá fyrir sér mild litbrigði sólargeisla og hörpulaufs."


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband