13.2.2007 | 14:20
Grátbroslegur eftirmáli og vinsældir slúðursins
Það er grátbroslegt að fylgjast með eftirmála fráfalls Önnu Nicole Smith. Það hreinlega dembast yfir okkur fréttirnar af því að heitar" deilur séu um setrið sem hún bjó á, aðdáendur Önnu Nicole tjái tilfinningar sínar á Netinu, að hún hafi notað fryst sæði eiginmannsins, þrír segist vera feður dóttur hennar, myndband sé til á netinu af því þegar hún er flutt á sjúkrahús, hennar sé ekki allsstaðar hlýlega minnst og ástmaðurinn hafi íhugað að ættleiða Önnu Nicole.
Þetta er með því reyfarakenndara sem maður hefur lesið og þetta er bara það sem birst hefur á Mbl.is. Og nú bætist við að fylgikvillar brjóstaaðgerðar kunni að hafa dregið hana til dauða.
Það sem er athyglisvert fyrir áhugamenn um fjölmiðla er að þetta eru jafnan mest lesnu fréttirnar á Mbl.is, þannig að fólk hefur raunverulegan áhuga og rúmlega það á að lesa um líf Önnu Nicole eftir dauðann. Þegar þetta er skrifað er næstvinsælasta fréttin á Mbl.is sú að birtar hafi verið myndir af Önnu Nicole Smith í faðmlögum við Shane Gibson, ráðherra innflytjendamála á Bahamaeyjum!
Auðvitað eru þessar miklu vinsældir slúðurfrétta ekkert einsdæmi; Íslendingar skera sig ekkert frá öðrum þjóðum hvað það varðar, þó að það sé nýbreytni hjá Mbl.is að mæla lesturinn með svo gagnvirkum hætti. En þetta hlýtur að vekja spurningar um forgangsröðun frétta í íslenskum fjölmiðlum, að minnsta kosti á vefnum. Þar virðast viðskiptafréttir til dæmis ekki mikið lesnar.
En sem betur fer fyrir geðheilsu landans sýnir hann öðrum "merkilegri" fréttum áhuga, þá helst skúbbfréttum eða forvitnilegum fréttum af innlendum og erlendum vettvangi. Þá var handboltinn afar vinsæll meðan HM stóð yfir. Og kannski er ég að oftúlka þennan áhuga á slúðrinu. Ef til vill sýnir þetta bara hversu víðsýnir Íslendingar eru orðnir í alþjóðavæðingunni; þeir eru meira að segja farnir að fylgjast grannt með stjórnmálum á Bahamaeyjum!
Pétur Blöndal
Fylgikvillar brjóstaaðgerðar kunna að hafa leitt Önnu Nicole til dauða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:24 | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Ég held að dánarorsök þessarar konu hafi fyrst og fremst verið SORG, í bland við innantóman veraldarósóma. Fólk hefur fyrst og fremst áhuga á fréttinni vegna þess að konan er að sjá pottþétt dæmi um ríka ljósku sem illa fer fyrir - svipað og um Díönu heitna prinsessu.
Greta Björg Úlfsdóttir, 13.2.2007 kl. 14:56
Hmm en hvers vegna ert þú að tala um þetta þá ef það er talað of mikið um þetta? Þú ert þá líklega einn af þeim sem slúðrið vill??!!
Kolla (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 15:30
Það getur verið vafasamt ef ritstjórar fara að horfa of mikið á vinsældir frétta. Vestanhafs, þar sem þessi þróun er lengra komin, virðist mest vera fjallað um óhugnarlegar, hneykslanlegar eða þá furðulegar fréttir. Fjöldamorð, framhjáhald eða kýr fallandi af himnum ofan. Þörf mál eins og umhverfisvernd, spilling, fréttaskýringar um raunverulegar ástæður átaka í heiminum eða annað sem æskilegt er að almenningur sé upplýstur um falla þá í skuggann.
Persónulega vil ég frekar sjá fjölmiðlana notaða í að fjalla á hlutlausan hátt um það sem ritstjórum og blaðamönnum þykir ég og aðrir landsmenn þurfa að fræðast um.
Hjalti Már Björnsson, 13.2.2007 kl. 15:59
Jú Kolla, ég er greinilega forfallinn slúðrari. Ég las meira að segja um appelsínuhúðina hennar Siennu Miller (sem ég veit ekki einu sinni hver er) og að Ralph Fiennes hefði lokað sig inni á klósetti með flugfreyju!
Mér er ekki viðbjargandi!
Pétur Blöndal, 13.2.2007 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.