Týpískt nútíma próblem...

...að þegar ég las fréttina fyrst var ég í sjokki yfir því hvernig nútíma þjóðfélag getur gert manneskju það að vera í fangelsi í 24 ár af ævi sinni. það var eiginlega það eina sem komst að við fyrsta lestur þessarar fréttar um þennan gamla terrorista sem hugsanlega var ekki að framkvæma sín illvirki af tómri illsku heldur útaf vanhugsaðri góðvild sem leiddi til illsku.

síðan las ég þessa frétt aftur en varð hugsað til þess saklausa fólks sem var myrt af þeirra völdum og jafnvel þeirra höndum og allt í einu varð ég pirraður yfir því að þessir morðingjar myndu fá sín ár til að anda að sér því ferska lofti sem er hér, horfa á fólkið í kringum sig og njóta lífsins - einmitt það sem þeir neituðu sínum fórnarlömbum um.

þetta er svolítið erfitt. svolítið flókið. 

ég held manneskjan sé oft einsog ég. ég vil fyrirgefa þessu fólki og veita því frelsi, skilja og fyrirgefa. það er eitt af mikilvægustu dyggðum samfélagsins. En ég verð að viðurkenna að ef þetta fólk hefði drepið foreldra mína eða börnin mín, þá myndi ég líklega ekki fyrirgefa neitt.  


mbl.is Baader-Meinhof meðlimi veitt reynslulausn eftir 24 ár á bak við lás og slá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband