Jörðin hitnar. Er heimsendir í nánd?

Global WarmingÍ gegnum tíðina hefur hver heimsendaspáin rakið aðra. Atómsprengjan hékk eins og Damóklesarsverð yfir okkur í gegnum kalda stríðið. Í upphafi níunda áratugarins var ég sem unglingur, viss um að ég myndi deyja úr svokallaðri ónæmistæringu. Síðar átti meirihluti jarðarbúa að farast úr úr sjúkdómum eins og heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL), fuglaflensu og svo framvegis. Ég vil ekkigera lítið úr þessum faröldrum en sem betur fer hafa áhrif þeirra verið stórlega ofmetin.

Ein er sú heimsendaspá sem fylgt hefur mér síðan í barnæsku og er enn að elta mig. Það eru gróðurhúsaáhrifin. Ég man eftir grafískum sjónvarpsfréttatíma fyrir um 25 árum, þar sem sagt var frá í máli og myndum að sjávarmál myndi hækka um 7 metra innan 50 ára. Það er mér greipt í minni hvernig Öskjuhlíðin smám saman varð að eyju. Ég varð dauðhræddur enda bjó ég á Tómasarhaga, stutt niður í fjöru og við áreiðanlega innan “áhrifasvæðis gróðurhúsaáhrifanna”. Það var mér því mikill léttir þegar við fluttum hlíðarnar. Með reglulegu millibili hafa síðan birst fréttir af framgangi gróðurhúsaáhrifanna. Mitt í iðu frétta um vorlegt yfirbragð skíðasvæða í Evrópu, þann 2. febrúar s.l., gaf IPCC út skýrsluna “Climate Change 2007”. Ég fletti að sjálfsögðu strax uppá hækkun sjávarmáls vegna innprentaðrar hræðslu minnar frá barnæsku. Það kemur í ljós að sjávarmál frá 1963 hefur líklega hækkað um að meðaltali 7mm á ári ± 7mm. Það er að segja allt frá 14mm á ári, niðrí núll! Ansi langur vegur frá 7 metrunum sem spáð var. Í skýrslunni kemur ennfremur fram að sjávarmál muni á næstu áratugum hækka um 38 cm ef að líkum lætur. Nú velkist ég ekki í vafa um að gróðurhúsaáhrifin eru mikil (11 af 12 heitustu árum Jarðar frá upphafi mælinga eru á milli 1995 og 2006) og samkvæmt skýrslunni eru 90% líkur á að þau séu af mannavöldum. En mér finnst umræðan samt vera heldur einsleit og dökk. Tilhneigingin er að mála skrattann á vegginn og nefna ekki hitt.  Björn Lomberg, fyrrverandi forstjóri “Institut for Miljøvurdering” og höfundur bókarinnar “Verdens sande tilstand”, bendir á að árið 2080 munu hitatengd dauðsföll á Bretlandseyjum verða 2.000 fleiri á ári en í dag. Að sama skapi munu 20.000 færri deyja úr kulda. Þannig vinna gróðurhúsaáhrifin upp neikvæðu áhrifin sín og gott betur. Gæti verið að svo eigi við í fleiri tilfellum? Ég er alveg á því að við þurfum öll að menga minna, hjóla í vinnuna og svona, en er ekki alveg spurning hvort upphrópanir og heimsendaspár hjálpa eitthvað til þess?Þess utan er hitaaukning jarðarinnar líkleg til að stórauka möguleika Íslendinga á ferðamálasviðinu. Ég sé fyrir mér slógan eins og: “Fancy a cold weekend in Iceland” og “One night stand in the Reykjavik rain.”

Breki Karlsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Már Björnsson

Já, vissulega getur einhver látið sér detta í hug að skoða málin bara út frá ástandinu í sínu eigin landi.  Sérstaklega má búast við því hjá þjóðum sem virðast almennt þröngsýnar þegar kemur að umhverfismálum, svo sem á Íslandi og í Bandaríkjunum.  Einhvern vegin efast ég samt um að dauðsföllum vegna kulda muni fækka að marki í Afríku eða í heitari löndum.  Hollendingar og íbúar Bangladesh, Flórída og fleiri svæða verða heldur ekki sérstaklega ánægðir með 38 cm sjávaryfirborðshækkun. 

Við erum þrátt fyrir allt öll íbúar þessarar jarðar og eigum mun meira sameiginlegt en aðskilur okkur, þó landamæri og önnur ómerkileg mannanna verk geri það að verkum að það vilji gleymast.  Að halda því fram, að gróðurhúsaáhrifin séu jákvæð vegna þess að þau komi sér vel fyrir ferðamannaiðnað Íslands, minnir óneitanlega á ummæli sem mig minnir að Valgerður Sverrisdóttir hafi látið hafa eftir sér eftir hryðjuverk einhvers staðar, að þetta væri jákvæður atburður hvað varðaði varnarviðræður Íslendinga.  

Þegar kemur að umhverfismálum verður að hugsa í kynslóðum, ekki kjörtímabilum eða fáeinum áratugum.  Gróðurhúsaáhrifin munu aldrei hafa mikil bein áhrif á okkar líf en við ættum lifa meira eftir gömlu indíánaspekinni um að við eigum ekki þessa jörð, við höfum hana bara að láni frá afkomendum okkar.

Hjalti Már Björnsson, 11.2.2007 kl. 18:31

2 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ég ráðlegg þér að sofa rólega út af gróðurhúsaáhrifum. Ef þau reyndust vera jafn alvarleg og IPCC nefndin spáir, yrði það í fyrsta skipti sem hópur vísindamanna yrði sannspár um framtíðina.

Nefna má sem dæmi um misheppnaðar spár; Rómarklúbbinn 1972 um framtíðarskort á hráefnum, spár vísindamanna um kólnun jarðar 1975 og spár um mannfjöldasprengingu á áttunda árutugnum.

Finnur Hrafn Jónsson, 11.2.2007 kl. 19:09

3 Smámynd: Hjalti Már Björnsson

Takk fyrir ráðlegginguna Finnur.  Þetta er líklega rétt hjá þér.  Ætli nánast allir þeir vísindamenn sem hafa varið ævinni í að skoða loftslagsmál hafi ekki bara rangt fyrir sér og þú vitir þetta betur.  Og fyrst hægt sé að benda á þrjú tilvik þar sem einhverjar spár vísindamanna hafa ekki gengið fyllilega eftir hljóta þær allar að vera vitlausar.

Hjalti Már Björnsson, 11.2.2007 kl. 20:41

4 identicon

Ég held að það sé alveg rétt að jörðin sé að ganga í gegnum mikla hitasveiflu (eins og hún hefur gert margoft áður).

Hinsvegar eru fjölmiðlar að ofmeta áhrif mannsins, ég trúi því að hitnun jarðar af mannavöldum sé í mesta lagi nokkur prósent á meðan náttúrulega sveiflan sé c.a. 90%. Nýlega komu fjölmiðlar með fyrirsögnina "gróðurhúsaráhrifin af mannavöldum" eftir einhvern flottan vísindafund í útlöndum. Eins og það sé bara allt eða ekkert, finnst það óábyrgt bæði af vísindamönnum og fjölmiðlum að koma með svona þröngsýnar skotlínur.

Takmörkuð áhrif mannsins sjást best þegar reynt er að draga úr hlýnun jarðar...

But will their efforts this time be crowned with success? It does not seem likely. It has become clear that Kyoto's costs are excessively high and its benefits, in terms of net climate cooling, infinitesimal. Cost estimates for the first round of Kyoto, from now till 2012, are of the order of €500-billion to €1 trillion. The proponents of Kyoto have calculated (but never published) that this will result in a net cooling of less than 0.02 (two hundredths!) degrees Celsius in 2050. This is undetectable even with the most accurate thermometers of today. Moreover, the yearly fluctuations of temperatures are a multiple of this figure.  

http://www.techcentralstation.com/111805A.html

Geiri (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband