11.2.2007 | 11:37
Ófreskjur og dropi af súrrealisma
Það er unun að fylgjast með því hvernig Sjón er að þróast sem höfundur. Hann hefur svo mikil vald á söguforminu. Og ásamt því að setja í verkið dropa af trega, eins og tónskáldið Atli Heimir Sveinsson sagði mér að hann gerði við melódíur sínar, þá setur hann dropa af súrrealisma.
Sjón segir frá myndinni í Fréttablaðinu í dag og þar kemur fram að hún hafi verið styrkt af Breska listaráðinu (British Art Council), en þar á bæ hafi menn verið efins um söguna til að byrja með. Þeir höfðu áhyggjur af því að við værum að gera gys að unglingum," segir Sjón. Ég hef hins vegar unnið með unglingum og vissi að þeir kynnu að meta að vera sýndir sem hálfgerðar ófreskjur; þeir vilja vera dálítið ógnvekjandi. En í myndinni er það líka unglingurinn sem fer með sigur af hólmi."
Sjón var sem kunnugt er einn af þeim sem stóðu fyrir listasmiðjunum fyrir börn í Gerðubergi og hefur raunar unnið víðar í ritsmiðjum með börnum og unglingum. En það er ekki hægt að fjalla um myndina án þess að ljúka lofsorði á teikningar Gunnars Karlssonar; honum tókst að skapa bara dálítið ógnvekjandi" ófreskjur, sem er mun erfiðara en að skapa alvöru ófreskjur. Eftir myndina hugsar maður samt með skelfingu til unglingsára barna sinna. Þegar maður stingur höfðinu í dyragættina og þau hrópa: ÚÚÚÚÚÚúúúúúúút!" En kannski verður það ekkert svo hryllilegt.
Kannski verður það bara fyndið?
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 12:40 | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.