6.2.2007 | 17:52
Tölvufíkn er gagnslaust hugtak
,,Halldór var sérsinna barn, hugðarefni hans voru önnur en heimilisfólksins: ,,það var allsnemma, að ég fór að lifa mínu eigin lífi andlega", sagði hann í bréfi til Stefáns Einarssonar." (Halldór Laxness, ævisaga, bls 21, Halldór Guðmundsson 2004)
Ætla má að mörgum dugmiklum bónda í Mosfellsdalnum hafi þótt Halldór Guðjónsson í Laxnesi bölvaður ónytjungur, þar sem hann lá öllum stundum við lestur og skriftir. Auðvelt er að ímynda sér hverskonar einkunn foreldrar hans hafa fengið fyrir uppeldið hjá samtíðarfólki sínu.
Einhverra hluta vegna hefur Halldór og bernska hans komið upp í huga minn í hvert skipti sem minnst hefur verið á svokallaða tölvufíkn í fjölmiðlum undanfarna daga. Tölvufíkn gengur út á að (mestmegnis) börn og unglingar verða svo háð nettengdri tölvu að þau detta úr sambandi við flest annað í tilveru sinni.
Það sem aldrei er nefnt í umfjöllun um tölvufíkn er hvað fólk er að gera með tölvunni? Þannig gæti barn sem haldið er þessari fíkn hugsanlega verið að lesa alfræðiorðabókina Wikipedia sér til gagns og gamans, leysa flóknar stærðfræðiþrautir í samstarfi við aðra snillinga um víða veröld, taka próf í sameindalíffræði við erlendan háskóla, ná áfanga að alþjóðlegum stórmeistaratitli í skák, nú eða bara að eignast vini og kunningja með aðstoð spjallforrita.
Tölvufíkn er gagnslaust hugtak. Tölvan er jafn sjálfsagt verkfæri fyrir nútímamanninn eins og hrífan, skilvindan, og ljárinn voru fyrir bændurna í Mosfellsdalnum í upphafi síðustu aldar. Tölvufíkn er jafn innantómt hugtak og bókafíkn eða samgöngufíkn.
Það ku vera algengt að fólk sem tekur þátt í leikjum á borð við EVE Online verji miklum tíma í spilamennskuna. Enda skilst mér að í leiknum séu stofnuð fyrirtæki, rekin hagkerfi, haldnir menningarviðburðir og í raun stofnuð samfélög án landfræðilegra takmarkana. Raunar er er þessi sýndarveruleiki svo magnaður að maður skilur vel að fólk hrekjist úr táradalnum, segi skilið við hversdagslega skel sína og kjósi að ganga inn í þennan nútímalega álfastein sem leikur á borð við EVE Online virðist vera.
Spurningin er bara hvort þetta sé lífsflótti eða sköpun nýs lífs? Hvort sýndarveruleikinn verði á endanum veruleiki sjálfur. Eða hvort þetta séu alltsaman bölvaðir ónytjungar og tölvufíklar.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Skemmtileg pæling.
Ég tók mér langan tíma til að komast á netið og var ekkert mjög spennt í upphafi. Hafði samt óljósa tilfinningu um að ég yrði örugglega "húkkt" hratt og vel svo ég var ekkert að flýta mér. Núna geri ég mest allt í gegnum tölvuna mína og gæti ekki hugsað mér lífið án hennar. Er stundum með samviskubit yfir allri þessari tölvunotkun en kannski bara vegna þess að manni er sagt að þetta sé eitthvað vont eða skaðlegt. Kannski er þetta bara eðlilegasti hlutur í nútímaheimi?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.2.2007 kl. 18:04
Ég hef eytt ófáum nóttum á Wikipedia. Þar hef ég lesið hverja greinina á fætur annari. Fræðst um sögu landa og um hluti sem ég vissi ekki af. Ég hef einnig spilað þessa tölvuleiki og tekið þátt ég samfélaginu þar. Í eve kynntist ég mörgum og þeir urðu ágætis vinir mínir. Stór hluti af þessari tölvufíkns umræðu er fáviska og hræðsla við hið ókunuga. Það eru þeir sem ekki skilja eða vilja ekki skilja. Ef ég væri að tala um Þeldökkamenn eða Gyðinga á sama hátt og tölvu hér á undan, myndi lýsingin passa við mann haldin fordómum.
Vandamál eru til staðar en þau eru á samskonar hátt og með þá sem geta ekki slitið augun af spennusögum allan liðlangan daginn. Þetta eru miðlar upplýsinga. Ekkert meira og ekkert minna.
Fannar frá Rifi, 6.2.2007 kl. 20:19
Fíkn í breiðum skilningi, á við 15-20% einstaklinga, sem eru ofurnæmir fyrir tilteknum áreitum eða efnum. Fíknin nær svo misjafnlega háu stigi eftir einstaklingum. Ég myndi nú ekki slá þessu út af borðinu og alhæfa svona. Þetta er enginn faraldur hinsvegar, eins og skilja mætti af umfjöllun. Eitt er þó merkilegt, sem ég hef lesið. Það er að sjónvarpsáhorf og tölvuleikir stytti athyglisspan hjá börnum og valda oft hröðu flökti í athygli og jafnvel flogaskyldum einkennum og kækjum. Mér finnst þetta fitta vel við faraldur athyglisbrests og ofvirkni, sem virðist vera. Um ofvirkni las ég hinsvegar að um 90% þeirra, sem væru á lyfjum vegna hennar væru rangt greindir og á lyjunum að óþörfu. Ofvirkni er þó alvarlegt ástand í sinni sönnu mynd en einhvernvegin er það orðin lenska eða tíska að greina alla krakka, sem eru fjörmiklir, ofvirka. 'Eg tel það frekar óeðlilegt ef börn eru ekki virk. Óvirkni tímunum saman við tölvuskjá getur ekki verið jákvætt hjá börnum á þroska og uppvaxtarskeiði. Það er vandlifað í þessum heimi.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.2.2007 kl. 03:08
Hmm.... í fyrsta skipti sem einhver gefur því sjens að börnin mín séu á Britannicu fremur en guðmávita hvaða leikjanetum, takk samt!
Kolgrima, 7.2.2007 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.