6.2.2007 | 01:41
Af hverju stöðvar enginn þessa vitleysu?
Ég lá veikur í dag með hálsbólgu og asnaðist til að kveikja á imbakassanum um eftirmiðdaginn. Þá var sápuóperan Leiðarljós að hefjast í Sjónvarpinu.
Ég segi nú bara eins og tveggja ára sonur minn étur upp eftir fullorðna fólkinu: Ertu að grínast?
Af hverju er ríkisfjölmiðill að greiða fyrir svona vitleysu?
Ég fann meðfylgjandi mynd á vefsíðu og textinn við myndina segir allt sem segja þarf: Devastated by Reva's presumed death, Josh and mad scientist Michael Burke created a Reva clone, whom Josh then tutored to function as a full-fledged Reva substitute."
Einmitt það. Fyrst það er einlægur ásetningur að troða þessu rugli upp á þjóðina og láta alla Íslendinga fá það borgað, - af hverju framleiðum við ekki vitleysuna sjálf?
Hér er sýnishorn af samræðum úr þessum kima heimsbókmenntanna sem ég varð vitni að í dag. Ungt par liggur upp í rúmi á ódýru móteli:
Hann: Fyrirgefðu að ég sofnaði í gærkvöldi.
Hún: Það er allt í lagi.
Hann: Það var ekki eins og ég vildi það.
Hún: Vildir hvað?
Hann: Sofna.
Hún: Mig grunaði að þú ættir við það.
Hann: Það skorti ekki áhugann á að sofa hjá þér í gærkvöldi.
Hún: Er það ekki?
Hann: Þú ert gullfalleg. Mikill happafengur.
Hún: Ég hélt...
Hann: Hvað?
Hún: Ég hélt það meira að segja í gærkvöldi...
Hann: Hvað hélstu?
Hún: Ég hélt að þú litir á mig sem krakka.
Hann: Svona getur maður haft rangt fyrir sér.
Hún: Er það?
Hann: Ég verð að játa að þegar ég hitti þig fannst mér þú full ung. En mér skjátlaðist. Ég sá það vel í gærkvöldi.
Hún: En þú sofnaðir.
Hann: Nú er ég vaknaður.
Hún: Ég líka.
Hann: Kannski er ævintýrið rétt að hefjast núna. Hvað heldur þú?
Hún: Þú sagðir að manni gæti skjátlast.
Hann: Ætli það ekki.
Þau kyssast. Skömmu síðar kemur á hana hik og hann finnur á sér að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Og framhaldið er einhvern veginn svona:
Hann: Þú hefur ekki gert þetta áður?
Hún (stendur upp): Þetta yrði í fyrsta sinn. Er það glæpur? Það eru ekki allir jafn sigldir og þú!
Hann: Þér skjátlast. Málið er ekki hvenær heldur með hverjum.
Hún: Það er rétt. Þess vegna beið ég þar til núna.
Svo hefst tilhugalífið aftur.
Ég veit ekki hvernig færi fyrir þjóðinni ef ríkið tryggði okkur ekki aðgang að svona sígildum bókmenntum sigldra sveina og ungra hreinna meyja. En er þetta hlutverk Ríkisútvarpsins?
Svona í fúlustu alvöru!?
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Og það versta er að Leiðarljós er ekki bannað börnum.
Kolgrima, 6.2.2007 kl. 01:57
Þetta er námskeið í rætni, illmælgi öfund og fláræði. Einnig í sjálfsvorkun, sjálfhverfu. Mig grunar að pitsið séu dauðasyndirnar sjö. Í guðs bænum haltu fyrir augun á litlakút. Heimur hinna breiðu kjalkabarða og kröftugu haka, er hættulegur ungviðinu.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2007 kl. 02:23
Leiðarljós er algjör snilld
joninasolborg (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 06:11
Svarið við spurningu Péturs, "En er þetta hlutverk Ríkisútvarpsins?", hlýtur að vera já. Ríkisútvarpið er jú enn og aftur útvarp ALLRA landsmanna, líka þeirra sem hafa gaman af Leiðarljósi.
Lárus Blöndal, 6.2.2007 kl. 10:29
Það er klárt merki um óráð að skrifa upp samtöl úr Leiðarljósi. Ertu hugsanlega veikari en þú heldur? Mér finnst reyndar magnað að þú hafir endst þetta lengi fyrir framan Leiðarljós og sért til frásagnar.
Reyndar hef ég heyrt að aldrei sé kvartað meira við símaverði opinbera hlutafélagsins en þegar og þá sjaldan að Leiðarljós fellur niður.
Láttu þér batna sem fyrst!
Breki Karlsson, 6.2.2007 kl. 10:31
Það eru engir hálfvitar sem hafa gaman af Leiðarljósi.
Svava frá Strandbergi , 6.2.2007 kl. 10:32
Athugaðu þriðju grein laga um RÚV: „Það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.“ Það má þá ekki hygla þeim sem eiga sér eitthvert bjartara leiðarljós í lífinu; skylt er að útvega líka einhverja týru fyrir hina!
Gaman væri samt að sjá einhvers staðar hve mikið RÚV borgar á ári fyrir téða týru.
Gunnlaugur Þór Briem, 6.2.2007 kl. 12:37
Ég á nokkra kvenkynsættingja sem mega ekki fyrir sitt litla lif missa af þessari ómenningu. Þær eru með kerfi til að tak upp hver fyrir aðra ef einhver þeirra getur ekki séð Ljósið daglega sem kemur reyndar ekki fyrir nema eitthvað mjög óvænt gerist.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.2.2007 kl. 14:53
En er virkilega nauðsynlegt að efna til samskota hjá þjóðinni til að þetta ágæta fólk geti baðað sig í þessu sápulöðri?
Fyrst þetta er svona vinsælt sjónvarpsefni munu einkareknar sjónvarpsstöðvar áreiðanlega slást um að sýna það. Ég myndi telja það verðugra hlutverk fyrir Ríkisútvarp að veita ferskum straumum og stefnum inn í íslenskt þjóðlíf og styðja innlenda dagskrárgerð.
Pétur Blöndal, 6.2.2007 kl. 16:43
Dagskrá einkareknu stöðvanna sést ekki um allt land... Þess vegna á Sjónvarpið líka að sýna svona efni.
M (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 17:20
En ætti Sjónvarpið þá ekki að sýna allt sjónvarpsefni? Hvað um enska boltann? Er ekki óverjandi að allir landsmenn hafi ekki aðgang að honum? Hvað um þáttaraðir fyrir frímerkjasafnara, flugáhugamenn, karlrembur eða tölvufíkla? Af hverju er ekki komið til móts við þá?
Ég held að Ríkisútvarpið hljóti að einskorða sig við eitthvað og reyni þá um leið að koma umræðunni á hærra plan, ásamt því að næra jarðveginn í innlendri þáttagerð. Af hverju gerum við ekki bara íslenska sápu. Mér sýnist það ekki flókin söguframvinda sem höfð er að Leiðarljósi í slíkri dagskrá!
Pétur Blöndal, 6.2.2007 kl. 20:31
Með "svona efni" á ég náttúrlega við vinsælt eins og sakamálaþætti, sápur, teiknimyndir og fleira sem fellur einmitt undir skilgreininguna "vinsælt sjónvarpsefni [sem] einkareknu sjónvarpsstöðvarnar ...slást um að sýna". Þáttaraðir fyrir frímerkjasafnara eða flugáhugamenn njóta varla slíkra vinsælda. Það kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir að Ríkisútvarp geti veitt ferskum straumum og stefnum inn í íslenskt þjóðlíf. Fólk úti á landi sem ekki nær öðrum stöðvum en þeirri ríkisreknu er hins vegar ekki sérhagsmunahópur eins og frímerkjasafnarar. Á Ríkissjónvarpið að hætta að sýna Taggart, Andrés önd og venjulegar afþreyingarkvikmyndir eða eingöngu það sem þeir sem vit hafa á flokka undir "sápulöður".
M (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 12:33
Hlutverk RÚV er þá að senda út "vinsælt efni" eins og sakamálaþætti, sápur, teiknimyndir og fleira. Ef vinsældakannanir eru skoðaðar er vinsælasta efnið yfirleitt innlend þáttagerð. Og fer þetta tvennt ekki ágætlega saman? Innlendir sakamálaþættir, sápur, teiknimyndir og fleira?
Málið leyst.
Pétur Blöndal, 11.2.2007 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.