FæðingarHJÁLP

fig1Ýmsar misgáfulegar hugmyndir hafa verið prófaðar innan læknisfræðinnar.  Ég hélt samt alltaf að hugmyndin um að nota stóra þeytivindu til að hjálpa konu við að koma barni í heiminn væri bara lélegur brandari en það virðist hafa verið farið lengra með þessa hugmynd.

Árið 1963 var lögð fram umsókn um einkaleyfi á fæðingarþeytivindu af Blonsky hjónunum.  Óla átti konuna niður á bekk og snúa bekknum síðan nægilega hratt til að þrýsta krakkanum út.  Net sem strengt var milli fóta konunnar átti síðan að sjá um að grípa krakkann svo hann þeyttist ekki út í næsta vegg. 

Það lýsir vel tíðarandanum og þeirri firringu sem á köflum hefur einkennt ákveðna anga heilbrigðiskerfisins að lesa rökstuðning hjónanna á því að konur þyrftu að nota slíkt tæki: 

In their patent application, Blonsky and Blonsky explained the need: "In the case of a woman who has a fully developed muscular system and has had ample physical exertion all through the pregnancy, as is common with all more primitive peoples, nature provides all the necessary equipment and power to have a normal and quick delivery. This is not the case, however, with more civilised women, who often do not have the opportunity to develop the muscles needed in confinement."

Therefore, wrote Blonsky and Blonsky, they would provide "an apparatus which will assist the under-equipped woman by creating a gentle, evenly distributed, properly directed, precision-controlled force, that acts in unison with and supplements her own efforts". The Blonskys explained: "The foetus needs the application of considerable propelling force." They knew how to supply that propelling force.

Sem sagt, frumstæðar konur eru nægilega sterkar til að ala börn, siðmenntaðar konur eru of veikburða og ófærar um að þrýsta barni sjálfar í heiminn þannig að börnum þeirra þarf að þeyta út samkvæmt áliti þeirra hjóna.  Þetta verður víst að teljast skýrt dæmi um hvernig verkfræðileg hugsun hentar ekki alltaf sérlega vel þegar kemur að læknisfræðilegum ákvörðunum.

Ekki fylgir sögunni hvort frú Blonsky eða nokkur önnur kona notaði græjuna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Úff....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.2.2007 kl. 09:39

2 identicon

Þessi græja hefur verið notuð árum saman á Júpiter og Mars og þykir ekki merkilegt.

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband