4.2.2011 | 09:31
Ný tilnefning: Nafnorð sögð með líkamlegum áherslum
Þá er komið að fjórðu tilnefningunni til rauðu hrafnsfjaðrarinnar fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingu í bókmenntum liðins árs. Það þarf engan að undra að Sigurður Guðmundsson uppskeri um leið og hann arkar inn á þetta svið mannlegrar reisnar í Dýrunum í Saigon. Hann velur orð sín af mikilli list og nákvæmni, svo úr verður seiðandi hugvekja.
Hún setur aukakodda undir höfuð hans svo að hann, sem liggur á bakinu, geti horft á hana meðan hún nuddar fæturna. Nuddið tekur einn og hálfan tíma og þar af fer helmingurinn í fæturna. Hún byrjar á iljunum meðan fæturnir eru ennþá í vatninu, þurrkar þá síðan og smyr Johnson's barnaolíu á fætur og leggi uppá mið lærin. Að því loknu tekur hún að nudda tærnar, hælinn og ristina í staðlaðri röð en þó með mismunandi áherslu frá degi til dags. Stundum tekur hún langan tíma í að nudda ristarnar og horfir full aðdáunar á hvíta og fíngerða húðina þar og segir þá alltaf: Baby. Og einstöku sinnum hefur hún kysst hann laust á aðra ristina. Þegar búið er að nudda báða fætur, kálfa og hné færir hún sig upp á lærin og síðan uppí nára, en þá er hún komin undir silkibuxurnar og hann löngu kominn með standpínu.
Hún tekur sér góðan tíma á svæðinu kringum liminn og þótt hönd hennar sé smá kemst hún ekki hjá því að strjúkast við punginn og liminn. Og honum finnst það kynferðislegt og upplifir strokurnar næstum jafnörvandi og í alvörukynmökum.
Þegar þessi partur nuddsins er yfirstaðinn fer hún fram og sækir blautan klút, gengur svo að andliti hans sem ennþá er þakið agúrkusneiðunum og fjarlægir þær varfærnislega áður en hún þvær það. Og enn fer hún fram á gang og eftir fimm mínútur kemur hún inn með fulla körfu af sjóðandi heitum steinum sem hún leggur til hliðar við bekkinn. Nú er komið að handleggjum, höndum og fingrum. Á meðan er nokkurskonar spjallstund því hún situr á rúmstokknum og snýr að andliti hans. Einhver af tuttugu nafnorðunum eru sögð með líkamlegum áherslum. Oftast er mikið hlegið í þessum kafla.
Síðasta atriði nuddsins er að hún biður hann að fara úr silkijakkanum og snúa sér á magann. Hún setur körfuna með heitu steinunum við hlið sér og togar silkibuxurnar niður á mið lærin þannig að rassinn og efri líkaminn eru tilbúnir undir nudd. Dung er klædd í þrönga blússu og er í míní-pilsi og undir því þröngum nærbuxum sem virka einsog nokkurskonar skírlífisbelti. Þetta er skiljanleg vörn fyrir nuddkonurnar. Hún skellir sér uppá hann og situr klofvega á lærunum rétt fyrir neðan rassinn. Í þessari stellingu klárar hún verkið með því að smyrja rassinn og bakið með einhverri sleipri olíu og nuddar hana inní húðina með heitu steinunum. Stundum, þegar hann er í þannig skapi, bregður hann á leik í þessari stellingu og leikur hest og hún á þá að vera knapinn, kannski dáldið líkt ródeó. Þá er mikið hlegið.
Þegar nuddið er alveg að verða búið stekkur hún af baki og sækir heitt vatn í vaskafati, þvottapoka og handklæði og þrífur olíuna og allra síðasta atriðið er að hún stráir Johnson's barnapúðri yfir bakið og rassinn (einusinni smellti hún kossi á rassinn) og strýkur höndunum samviskusamlega yfir allan skrokkinn, segir ókei og fer fram með fulla körfu af þvottapokum, handklæðum, olíum og talkúmi.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 176866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.