3.2.2011 | 19:04
Þriðja tilnefningin úr Svari við bréfi Helgu
Þriðja tilnefningin til rauðu hrafnsfjaðrarinnar fyrir athyglisverðustu kynlífslýsingu í íslenskum bókmenntum liðins ár kemur í hlut Bergsveins Birgissonar fyrir kaflabrot úr hinni rammíslensku Svar við bréfi Helgu.
Víst er að Bjartur í Sumarhúsum hefði ornað sér við lýsingu Bergsveins, sem og hver eðlisborinn sveitamaður og malarfólk sem upplifað hefur íslenska náttúru á beru hörundi. Það er best að gefa Bergsveini orðið:
Vindur var norðanstæður og sólarglennur milli éljanna sem héngu líkt og tungur niður úr kólgubökkunum. Samkvæmt slíku veðurfari áttu hrútlömbin að verða fleiri þetta árið. Þú kallaðir þetta hjátrú og minntir mig á það þegar borið var hjá þér og gimbrarlömbin reyndust mun fleiri. Þegar Kútur var búinn að lembga blæsmurnar og sleikti saltið í bakstíunni man ég hvernig þú komst upp að mér og hallaðir þér fram á handriðið svo mótaði fyrir þúfunum þínum hvítu. Ég þuklaði ærnar til að kanna holdarfarið, líkt og forðagæslumanni ber að gera. Ég sökkti fingrunum í togmikla ullina, þuklaði fyllinguna í bringunni og þaðan niður með rifjunum yfir á geislungana en fann hvergi skarða. Síðan tók ég á bakinu og þreifaði út spjaldhrygginn og aftur fyrir til að gá hvort notaði á mölunum. Þá renndi ég fingrunum eftir bringuteinunum, upp á háþornin og niður með þverþornunum meðan þú fylgdist gaumgæfilega með og nuddaðir geirvörtunum, þessum fögru kvistum kvenfurunnar, við garðaböndin. Ég tók á þykkum og vöðvamiklum lærunum niður á hækilinn og sá að féð var brúnslétt og vel fyllt og tók af allan vafa um að allar myndu hafa það fram úr. En þú hallaðir þér fram svo glitti í annað brjóstið og sagðir makindalega að ég væri mikill snillingur í þuklun og spurði hvort ég kynni að fara jafnblíðum höndum um kvenkindina.
Tja, sagði ég, ekki sé ég betur en þú sért brúnslétt líka og vissi ekki af mér fyrr en ég í einskæru gamni hafði rétt hönd mína að brjósti þínu, en meðan ég myndaðist við að skaupa þetta beraðir þú brjóstið í sama vetfangi, þungt og bungandi, og sagði mér að gá, líkt og þér væri hin fyllsta alvara. Ég sá roðann breiðast um kinnar þínar. Það var þó ekki skömmusta, heldur hreinn brími það var roðabrími. Er þetta ekki rétt hjá mér, Helga mín?
Gengumsmjúgandi og alltumlykjandi húðlosti fór um mig af að sjá líkama þinn beraðan á þessu svæði, enda langt síðan ég hafði fengið að eygja svo lögulegan og lífþrunginn skapnað. Eftir eggjunarorðin lagði brunann af þvílíkum krafti um mig allan að ég varð að fara út í norðankulið til að kæla mig niður og eigraði um hlaðið líkastur gömlum lambhrút sem slitinn er ofan af blæsmu mitt í hita leiksins.
En ég hélt minni staðfestu. Guð einn veit hve þungur baggi það var. Þegar sumraði svalaði ég mér í ársprænum í hvarfi við bæina, þar sem ég fór úr öllu og reyndi að slökkva brunann í holdi mínu með því að lauga mig í kulsvölu vatninu. Ég orti helgistef sem ég sýni engum, nema þér núna, vegna þess að þú kveiktir það:
Þegar hún elskaði
undir tók í tindum.
Hún þó sitt silkihár
í fjallalindum.
Það hafði þveröfug áhrif að reyna að kæla mig í vatninu. Ég vissi ekki af mér fyrr en í hinum dýrslegustu sjálfsfróunum, sem ég svo blygðaðist mín fyrir, því mér fannst alltaf eins og einhver sæi til mín. Að ég væri að gera eitthvað rangt. Af hverju hugsar maður svo? Löngu síðar áttaði ég mig á því að auðvitað var það huldufólkið í Fólkhamrinum fyrir ofan lækinn sem ég fann fyrir. Ætli það hafi ekki gaman af því að sjá okkar vesæla kyn fróa sér? Finnur það kannski til með okkur, læstum í girndina?
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 176866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.