1.2.2007 | 18:27
Kippa úr sambandi og finna sér ný áhugamál
Það er greinilega eitthvað að þegar kemur að tölvuleikjanotkun unglinga þessa dagana. Sennilega eiga nú einhverjir eldri við vandamál að stríða líka, en þeir hafa ekki foreldrana yfir sér líkt og unglingarnir. Um daginn bloggaði ég um áhyggjur í Bretlandi, og víðar, vegna þess að lestur bóka minnkar á kostnað tölvuleikja, að því er sumir telja. En það vandamál sem blasir við í fréttum undanfarið, að unglingar gangi berserksgang vegna þess að reynt er að koma böndum á tölvuleikja ástundun þeirra er eitthvað allveg nýtt. Umfjöllun um netnotkun og vandamál tengd alnetinu hafa líka verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum þannig að ljóst er að margir vilja bregðast við þessum vandamálum.
En hvað er til ráða? Sumir halda því fram að tölvuleikjaspilarar dagsins í dag verði stjörnur framtíðarinnar. Það eru haldin mót víðsvegar um heiminn þar sem menn keppa í hinum og þessum tölvuleikjum og það er jafnvel hægt að vinna stórar upphæði í verðlaun. Alnetið er orðið svo stór hluti af lífi fólks að reynt er að selja manni aðgang að því í farsímann líka. Ráðleggingar til foreldra um netnotkun barna er hægt að finna á heimasíðum símafyrirtækjanna þannig að meira að segja þau hafa áhyggjur af því hvað krakkarnir eru eiginlega að gera á netinu. En ef að foreldrar hafa raunverulegar áhyggjur af tölvuleikja og netnotkun barna sinna er sennilega bara best að kippa sem fyrst úr sambandi og reyna að fá börnin til að finna sér ný áhugamál.
Tölvufíkill trylltist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Bara ekki skógrækt!
Kolgrima, 1.2.2007 kl. 21:33
Unglingur á Vesturgötunni lá mánuðum saman yfir Laxnessbókum og trylltist þegar foreldrarnir hentu öllum bókunum í ruslið. Unglingurinn var handtekinn og sendur í Byrgið í ríhab.
Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.