Ísland er fátækt án okkar!

Nú hefur verið tilkynnt að Björk treður upp á Hróarskeldu í sumar og verða það einu tónleikar hennar í Skandinavíu. Hún kom síðast fram á tónlistarhátíðinni árið 2003. Þá héldu gagnrýnendur vart vatni eftir frammistöðu hennar á lokakvöldi hátíðarinnar, þar sem þessi himneski söngfugl krúnkaði fyrir 50 þúsund manns.

Það vita krummar að með þessu er hún auðvitað fyrst og fremst að heiðra blænginn Árna Matthíasson, tónlistarskríbent Morgunblaðsins með meiru, á afmælisárinu. Það bara hlýtur að vera! Krummar fjölmenntu til að hylla hann á NASA í gærkvöldi, þar sem afar metnaðarfullir og bráðskemmtilegir tónleikar voru haldnir honum til heiðurs.

Þar hrærði Árni saman hljómsveitum, valdi ólíkar bragðtegundir, svo sem þungarokk og hip hop. Útkoman varð oft skemmtileg og aldrei fyrirsjáanleg. Tónleikagestir gæddu sér á sveitunum:  

Amina & Auxpan
We Made God & Kira Kira & Pétur Hallgrímsson
Risaeðlan & Ham/Rass
Forgotten Lores & Gavin Portland
Mínus & Benni Hemm Hemm
Hellvar & Johnny Sexual
Ghostigital & Stilluppsteypa
Kimono & FM Belfast

Það var helst tíðinda að Risaeðlan kom saman á ný og flutti valin lög. Betri verða tónleikaböndin ekki og minnisstæð lokasetning Dóru Wonder: „Ísland er fátækt án okkar!" Sjónarsviptir að sveitinni, en auðvitað voru örlögin í nafninu falin. Eins og ávallt þyrlaðist mikið fiður um salinn þegar krumminn Óttarr Proppé krúnkaði.

Páll Óskar Hjálmtýsson bauð að síðustu upp á görótt tónlistarhanastél. Þá var þúsund ljósmyndum varpað um kvöldið á vegg sem Björg Sveinsdóttir, eiginkona Árna, hefur tekið í gegnum tíðina af íslensku tónlistarlífi. Þar hefur hún náð mörgum ómetanlegum augnablikum, - og ógleymanlegum fyrir vikið.

Eflaust bættust fleiri í sarpinn í gærkvöldi.

Lestrarfélagið Krummi óskar Árna til hamingju með daginn og þakkar fyrir sig!  


mbl.is Björk á Hróarskeldu og Glastonbury
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Gunnarsson

frábær afmælisveisla, takk fyrir okkur segi ég bara!

Börkur Gunnarsson, 31.1.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband