28.1.2007 | 13:26
Starf tónlistarskólanna skilar sér í grasrótinni - enskukennslan líka!
Laugardagsþáttur Jóns Ólafssonar fjallaði um grasrót dagsins í dag í íslenskri tónlist. Gestur hans var Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarblaðamaður af Mogganum. Í þættinum komu fram nokkrar grasrótarhljómsveitir. Eftir að hafa horft á þáttinn hlýtur flestum að vera ljóst að það starf sem unnið er í tónlistarskólum landsins er að skila sér. Sú var tíðin að grasrótarhljómsveitir spiluðu hrátt gítarrokk, en nú er tíðin önnur. Í grasrótarsveitunum er spilað á blásturshljóðfæri og strengi, fyrir utan hin hefðbundnu rokkhljóðfæri. Og þessi óhefðbundnu rokk/popp hljóðfæri falla vel að tónlistinni hjá hljómsveitunum. Það er greinilegt að það er ekki lengur "hallhærislegt" að læra á fiðlu eða vera í lúðrasveit.
Og ef við horfum áfram á grasrótarhljómsveitir út frá námi og skólastarfi er greinlegt að sú ákvörðun að setja enskuna ofar dönskunni í grunnskólum hefur skilað sér. Í textagerðinni gekk öllum hljómsveitunum betur að tjá sig á ensku frekar en íslensku. Ég gerði svo sem ekki ráð fyrir því að hljómsveitirnar syngju á dönsku en svona eins og eitt og eitt lag á íslensku væri í lag. Maður veltir því fyrir sér hvort það sé draumurinn um heimsfrægð sem veldur því að hljómsveitir setja fram texta á ensku eða hvort það sé vegna þess að þeim finnst erfitt (og tilgerðarlegt) að tjá sig á íslensku? Ef það er draumurinn um heimsfrægð eða bara fleiri mögulega hlustendur þá er þetta auðvitað hið besta mál. En ef það er hræðslan við tungumálið og það að setja fram hugsanir sínar á íslensku vandast málið.
Auðvitað er erfitt að setja saman góðan texta og ekki síst á íslensku. Kannski skapar það ákveðna fjarlægð fyrir söngvarann og hljómsveitina að syngja á ensku og þeim finnst það ekki jafn tilgerðarlegt. Ég hef enga lausn á þessu og vitanlega ráða hljómsveitirnar því á hvaða tungu þær syngja, en mér þætti gaman að heyra meira af íslenskum textum hjá grasrótinni en birtist í þættinum hjá Jóni Ólafssyni í gærkvöldi.Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Ég tek undir með Ingvari hér að ofan að nauðsynlegt er að styðja við starf Danny Pollock í Tónlistarþróunarmiðstöðinni. Hann þekkir vel til fylgifiska hlómsveitarbröltsins og hefur búið til trausta aðstöðu fyrir ungar hljómsveitir úti á Granda, þar sem fylgst er með því hvað fer fram í húsinu. Þar er ekkert sukk í gangi, aðeins óheft sköpunargleðin.
Tek líka undir með Björgvini, auðvitað hentar móðurmálið okkur best!
Lárus Blöndal, 28.1.2007 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.