25.1.2007 | 11:15
Lítill áhugi á evrum og Evrópusambandi?
Það er athyglisvert hversu litla umfjöllun skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti í gær um hug almennings til evrunnar og aðildar að Evrópusambandinu fékk. Miðað við alla þá umræðu sem hefur verið í fjölmiðlum um kosti þess að taka upp evruna, þó eitthvað hafi nú borið á mótbárum líka, hefði maður frekar búist við því að almenningur gæti ekki beðið eftir því að skipta út krónum fyrir evrur. En samkvæmt könnun Fréttablaðsins þá er raunin önnur, 63% eru á móti því að taka upp evruna. Og þegar spurt er um aðild að Evrópusambandinu þá eru 64% á móti aðild. Það virðist sem að málflutningur talsmanna aðildar að evru og Evrópusambandi sé ekki að ná í gegn til almennings. Og þeir stjórnmálaflokkar sem harðast halda fram aðild að evru og Evrópusambandi eru að tapa fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðins frá því um helgina, þó ekkert sé hægt að fullyrða um að hér sé eitthvað samband á milli.
En aftur að umfjöllun fjölmiðla af þessari skoðanakönnun á stuðningi við evruna og Evrópusambandið. Maður hefði búist við því að allri fjölmiðlar myndu leita eftir viðbrögðum hjá þeim sem mest hafa tjáð sig um evrur og Evrópusambandið, en ef það hefur verið gert þá hefur það farið algjörlega framhjá mér. Auðvitað segir skoðanakönnun ekkert um raunverula kosti og galla þess að taka upp evru eða kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið en könnunin segir okkur eitthvað um það hvernig almenningur metur þá umræðu sem er í gangi . Og ég er líka nokkuð viss um það að ef að yfir 60% hefðu verið fylgjandi evrum og Evrópusambandi þá hefðu komið endalausar framhaldsfréttir af málinu.Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Ekki svona sár vinur. Nákvæmlega þessi rök fyrir evrunni voru margtuggin sl. vikur af t.a.m. Ingibjörgu Sólrúnu og Valgerði en fólk hefur ekki fallið fyrir því ef marka má skoðanakönnunina. "Tough luck" eins og sagt er.
Hjörtur J. Guðmundsson, 25.1.2007 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.