24.1.2007 | 22:52
Íslensk hetja
Maður sem ég hef lengi dáðst að er fallinn frá. Ekki þekkti ég hann, nema ef hægt er að segja að maður þekki fólk í gegn um matinn sem það eldar ofan í mann. Hann allavega vissi ekki af aðdáun minni, né hver ég er.
Maðurinn hét Ari Huynh og var í hópi fyrstu víetnömsku flóttamannanna sem hingað komu árið 1979 eftir skelfilega lífsreynslu í heimalandi sínu og í Malasíu.
Án þess að ég þekki sögu hans í þaula þá geri ég ráð fyrir að Ari hafi barist gegn Hanoistjórninni, þar sem hann fæddist í Saigon. Í kjölfar hins mikla Víetnam-stríðs tók við mikið niðurlægingartímabil fyrir Suður Víetnama. Meðal þess sem Hanoistjórnin gerði var að gjaldfella gjaldmiðiðl suðursins fimmhundruðfallt miðað við gjaldmiðil norðursins og úr norðri streymdi fólk sem tók öll völd í suðrinu.
Fljótlega hófust svo átök milli Víetnam og Kína sem höfðu í för með sér ofsóknir gagnvart kínverskumælandi minnihlutanum í Víetnam, sem Ari tilheyrði. Þá gerði Ari og eiginkona hans það sem hetjur gera þegar öll sund virðast lokuð. Þau stungu af. Fóru í lífshættulegan leiðangur með börnin sín til Malasíu í leit að betri lífsskilyrðum.
Eftir nokkra pressu frá alþjóðasamfélaginu var það svo litla Ísland sem opnaði dyrnar fyrir Ara og fjölskyldu. Ekki var það andskotalaust ef ég man rétt. Miklar úrtöluraddir um flóttamannastraum og innflytjendavandamál, ef ég man umræðuna í samfélaginu á mínu tíunda aldursári rétt.
Það sem Ari og fjölskylda gerðu svo hingað komin var að finna sér fótfestu í nýju samfélagi. Ari hefur þá verið 33 ára. Hann starfaði sem matreiðslumaður á Hótel Sögu og víðar. Það tók hann sjö ár að opna veitingastaðinn Indókína í Kringlunni, þar sem hann og fjölskylda hans eldaði saigon- rækjur og ýmsa aðra frábæra rétti fyrir gesti verslunarmiðstöðvarinnar. Það var ekki fyrr en síðar sem ég fattaði hvað nafnið á veitingastaðnum hlýtur að hafa eigendurna miklu máli.
Fólk eins og Ari Huynh ætti að vera okkur öllum leiðarljós. Hetjudáðir á borð við þá sem hann drýgði er hann flýði Víetnam með fjölskyldu sína eru gjarnan vanmetnar. Hvað myndum við sjálf gera í sömu stöðu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Ég er svo sammála þér. Ég þekkti Ara ekki neitt nema í gegnum matinn. Hann var einstakur og mjög framandi. Gleymi aldrei þegar ég borðaði í fyrsta sinn trjónukrabba. Þá mætti Ari og kenndi okkur að éta skepnuna sem manni hafði ætið hryllt við.
Ari ætti að vera öllum leiðarljós með dugnaði sínum og tryggð við það sem honum var heilagt.
Blessuð sé minning Ara Huynh
Guðni Ölversson
Guðni Ölversson (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 08:25
Vel mælt.
Le Toti, 25.1.2007 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.