Vatn (e. water) úr landi

Ágæt úttekt í miðopnu Viðskiptablaðsins í dag um möguleika vatnsútflutnings héðan. Sú grein gefur þó ekki bara gott yfirlit yfir það hverjir hyggjast flytja út íslenskt lindarvatn og hvaðan heldur sýnir hún okkur sem ekkert vit höfum á viðskiptum hve íslenskt mál er orðið torskilið þeim sem standa í slíkri þjóðþrifastarfsemi.

Blaðið sér nefnilega þörf á því að setja inn skýringarorð á ensku fyrir þá sem ekki skilja íslensku almennilega, eða í það minnsta ekki nógu almennilega til að geta lesið sjö dálka grein í dagblaði hjálparlaust. Það á ekki bara við um orð og orðasambönd sem venjulegir Íslendingar skilja trauðla, eins og "kostgæfnisathugun (e. due dilligence)" og "20 til 40 feta vatnsgámum (e. small scale bulk water)", heldur líka orð og orðsambönd eins og "gæðavatn (e. premium)" (tvítekið í greininni, með skýringu í bæði skipti), "lindum (e. spring)", "hreinsuðu (e. purified)", "leyfi (e. certificate)", "snúist um smáaura (e. business of pennies - not dollars)".

Haldi einhver að verið sé að vísa til alþekktra hugtaka í viðskiptum má benda á að sé leitað (e. search) að orðasambandinu "business of pennies - not dollars" finnst ein niðurstaða (e. result) á Google. Þrjú dæmi (e. examples) fundust um "small scale bulk water". Eitt kanadískt (e. Canadian) og tvö íslensk, bæði frá Icelandia, einu fyrirtækjanna sem hyggjast flytja íslenskt vatn (e. water) úr landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilld (e.brilliant)!

ASA (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 10:25

2 identicon

Snilld (e.brilliant)!

ASA (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 10:26

3 Smámynd: Lárus Blöndal

Einn möguleiki er að Viðskiptablaðið sé með þessu að sinna sínum erlendu lesendum? Eða að þetta eigi að hjálpa þeim sem starfa erlendis að útskýra um hvað vatnsútflutningur snýst. Eða kannski bara að þetta sé brandari?

Lárus Blöndal, 24.1.2007 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband