23.1.2007 | 09:22
Nýja íhaldið og Pétur Gunnarsson
Ég verð að segja að það gætir misskilnings hjá Pétri Gunnarssyni í þessum orðum, nokkurrar ósvífni og töluverðs ímyndunarafls.
Svo fyrst sé vikið að misskilningnum, þá er Hrafnaspark ópólitískur vefur og þar krúnkar hver út frá sinni sannfæringu. Krummar tala ekki út frá pólitískri stefnuskrá og gætu aldrei komið sér saman um slíkt plagg.
Þetta er lestrarfélag!
Ósvífnin felst í því að eyrnamerkja Hrafnasparkið nýja íhaldinu". Stundum er komið inn á pólitík í pistlum á Hrafnasparki, en oftast nær krúnka menn um allt annað, svo sem skáldskap, læknavísindi, fjölskylduna og jafnvel fótbolta. Það er leitun að pólitískum færslum á vefnum, hvað þá flokkspólitískum eða færslum til hægri eða vinstri, og fæstir félagsmanna tjá sig um pólitík á opinberum vettvangi.
Þá sjaldan pólitík ber á góma eru tekin fyrir málefni, oft í tengslum við sérsvið manna, og þarf töluvert ímyndunarafl til að lesa pólitískt mynstur úr því. Þannig hafa tveir menn tjáð sig um Írak, sem báðir hafa starfað í Bagdad. Einn hefur tjáð sig um Kristjaníu og býr sá hinn sami í Kaupmannahöfn. Tveir hafa tjáð sig um Byrgið án þess að flokkadráttum sé á nokkurn hátt blandað inn í það. Einn hefur öðrum fremur gagnrýnt fjölmiðla og vinnur hann á fjölmiðli. Einn hefur gagnrýnt Valgerði Sverrisdóttur og annar Hannes Hólmstein Gissurarson!
Þar með er það upptalið. Það mætti telja til mun fleiri færslur um bókmenntir og listir, sem er í raun það sem sameinar krumma. Enginn vegur er að koma þessu heim og saman við neo-conservatism", sem Irving Kristol, stofnandi og guðfaðir" hreyfingarinnar samkvæmt Wikipedia, lýsir þannig:
1. Economics: Cutting tax rates in order to stimulate steady, wide-spread economic growth and acceptance of the necessity of the risks inherent in that growth, such as budget deficits, as well as the potential benefits, such as budget surpluses.
2. Domestic Affairs: Preferring strong government but not intrusive government, slight acceptance of the welfare state, adherence to social conservatism, and disapproval of counterculture.
3. Foreign Policy: Patriotism is a necessity, world governement is a terrible idea, the ability to distinguish friend from foe, protecting national interest both at home and abroad, and the necessity of a strong military.
Ef Pétur Gunnarsson blaðamaður getur fundið þessum skoðunum stað á Hrafnasparki þætti mér bæði forvitnilegt og skemmtilegt að lesa þann pistil. En það er auðvitað ómögulegt að heimfæra slíka stílæfingu upp á krummana" sem eru eins ólíkir að upplagi og þeir eru margir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:26 | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Þessi tenging við hægrimennsku í pistli hjá Pétri Gunnarssyni er komin vegna innihalds pistilsins umrædda um Valgerði og hennar ummæli. Þegar pistilinn er lesinn sést að það er aðeins verið að benda á að hún, rétt eins og aðrir ráðamenn, vill halda upplýsingum leyndum þegar hún álítu það nauðsynlegt. Það finnst flestum sjálfsagt að aflétta leynd af gömlum trúnaðarupplýsingum og hefur það lítið með reykfyllt bakherbergi að gera. Af hverju er verið að tengja þetta við eitthvað ný-íhald?
Lárus Blöndal, 24.1.2007 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.