Árásarmynd gegn Hillary Clinton í undirbúningi

Þó að það sé stutt frá síðustu þingkosningum í Bandaríkjunum þá er pólitíkin komin á fulla ferð aftur. Þó nokkrir eru búnir að gefa sig fram og segjast sækjast eftir því að verða frambjóðendur sinna flokka til forseta þegar gengið verður að kjörborðinu í nóvember 2008. Þetta þykir nokkuð snemmt og fór t.d. Bill Clinton ekki af stað fyrr en í október 1991, þremur mánuðum fyrir fyrsta forval í demókrataflokknum, vegna kosninganna 1992 og Bush, núverandi forseti, hóf formlega baráttu ekki fyrr en í júní 1999 vegna kosninganna í nóvember 2000.  

frambjóðendurÞað að fara snemma af stað hefur bæði kosti og galla. Með því að fara snemma af stað gefst frambjóðendum lengri tími til þess að kynna sig og sín málefni, en um leið þá gefst andstæðingunum líka lengri tími til þess að koma höggi á þá. Það kostar líka óhemju peninga að bjóða sig fram og það er dýrt að halda úti langri kosningabaráttu. En um leið, þá getur frambjóðandinn ekki hafið formlega söfnun fyrr en hann er búinn að bjóða sig fram. En það er ekki nóg að safna peningum, það þarf líka að nota þá og hefur Kerry verið gagnrýndur fyrir það að eiga fullt eftir af sínum kosningasjóði þegar að hann tapaði fyrir Bush.

Af þeim sem eru komnir fram hjá demókrötum fær Hillary Rodham Clinton  og Barack Obama einna mesta athygli. Andstæðingar eru byrjaðir að sækja þéttar að Barack Obamaen það er þó Hillary Rodham Clinton sem mun fá yfir sig mestu gusuna. Nú hefur t.d. fyrrum ráðgjafi þeirra hjóna, Dick Morris, hafið söfnun á fé til þess að útbúa heimildarmynd þar sem ráðist verður að Hillary. Dick Morris hefur sent út bréf þar sem hann biður um fjárstuðning og segir eitthvað á þá leið: "ef þér líkaði hvernig Swift Boat Veterans snéru kosningabaráttu Kerrys, ímyndaðu þér þá hvernig að fyrrum ráðgjafi Clintons getur komið höggi á baráttu hennar fyrir forsetaembættinu". Það er því allveg ljóst að hasarinn er að byrja fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Húnliggur vafalaustvel við höggi, sem falleruð eiginkona og svo dusta þeir vafalaust rykið af whitewater.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2007 kl. 18:07

2 identicon

Það er erfitt að sjá til botns í drullupollum, en veit einhver hvort hún hafi í raun gert eitthvað sem gæti reynst henni erfitt?  Nú er pressan henni hliðholl, að því er virðist, jafnvel í umfjöllun um fyrrum "hneykslismál" eins og Whitewater og náðanir á frekar skrautlegum fuglum.  

Nú er þetta frekar vandræðalegt ef fyrrum samstarfsmaður, ekki repúblíkani, ætlar að verða þrándur í götu, og það verður fróðlegt að fylgjast með því.

Konni (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 23:02

3 Smámynd: Sveinn Waage

Þeir eiga eftir að éta hana með húð og hári.  Repúblíkanarnir munu gera allt.. ausa fé, grafa allt og ekkert upp og er vafalítið löngu byrjaðir. Við verðum að horfast í augu við að hún liggur vissulega vel við höggi eftir það sem á undan hefur gengið..  og það er bara það sem við vitum um.

En verðum við ekki að halda í vonina..  heimurinn lifir ekki af aðra geðsjúka, biblíuberjandi, stríðsæsandi strengjabrúðu eins og Bush

Sveinn Waage, 23.1.2007 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband