heimsmeistaramótið í hrindingum hafið

eftir góðan leik hjá man. utd. og arsenal í gær leit ég með öðru auganu á leik íslands og úkraínu í heimsmeistaramótinu í hrindingum sem hófst núna um helgina.  úkraínumenn voru augljóslega mun betur mótíveraðir, voru oftast manni færri en skoruðu á sama tíma mun fleiri mörk.  var ekki bara fínt að íslendingar töpuðu til að vera mótíveraðir fyrir þennan leik gegn frökkum í kvöld?  stigin gegn úkraínumönnum hefðu hvort eð er ekki talið þarsem aðeins þau stig telja sem eru gegn liðum sem verða áfram í keppninni.  best væri náttúrulega ef íslendingar tapa þessu líka í kvöld og þá hætta vonandi þessar þrautleiðinlegu útsendingar frá keppni í peysutogi, ýtingum, ibbingum, hrindingum og hnoði með boltalíki sem virðist hvorki vera nógu stór til að spila fótbolta með honum né nógu lítill til að golfkylfa ráði við hann.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband