17.1.2007 | 23:58
Frá Kölska til kynlífs
Krummar geta ekki látið sig vanta þegar Ingibjörg Haraldsdóttir ljóðskáld og þýðandi situr fyrir svörum í Gerðubergi laugardaginn 20. janúar frá 13.30 til 16 á Ritþingi sem hefur hlotið yfirskriftina "Sólin hefur enn ekki sungið sitt síðasta". Þar er kona sem tjaldar svörtum fjöðrum í sólskininu. Stjórnandi þingsins er Silja Aðalsteinsdóttir og í hlutverki spyrla þau Jón Karl Helgason og Áslaug Agnarsdóttir.
Á sunnudeginum 21. janúar frá 13 til 16 verður djöfullegt málþing um þýðingar í Gerðubergi undir yfirskriftinni Frá Kölska til kynlífs í samstarfi við ritstjórn tímaritsins Jón á Bægisá. Þar munu þau Ingibjörg Haraldsdóttir, Ástráður Eysteinsson, Berglind Guðmundsdóttir og Kendra Jean Willson halda fyrirlestra um ýmis efni er varða þýðingar.
Allir ku vera velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Og alltaf er rúm í veröldinni fyrir ljóðin hennar Ingibjargar, svo sem Í rithöfundabústað (Schöppingen):
Undir súðinni hér
sitja orðin föst
á tungunni
fingurnir stirðir
á lyklunum
minnið slokknað
augun galtómir skjáir
undir súðinni hér
er blýþung þögnin rofin
af hvískri og nöldri
þeirra sem bjuggu hér forðum
öld eftir öld
stríð eftir stríð
durgslegra bænda
og kvenna með skuplur
- burt með þig hvæsa þau
burt
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.