nýja sjónvarpsstöð!

 það væri nægt efni fyrir heila sjónvarpsstöð að fjalla um þversagnirnar sem fréttamenn leyfa sér hér á íslandi.  einsog víðast hvar annarsstaðar þarsem enginn hefur eftirlit með valdi, þá er það misnotað.  þannig misnota fjölmiðlarnir vald sitt daglega án þess að þurfa nokkurn tímann að svara fyrir það.  mér varð hugsað til þessa þegar ég sá þá á stöð 2 þjarma að stjórnmálamönnum um hversvegna þessar fjárveitingar til byrgisins, þarsem guðmundur virðist hafa stundað ekki aðeins misnotkun á fólki og fé, heldur einnig fengið að haga sér einsog konungur í sjálfstæðu ríki án athugunar eða eftirlits.  í sjálfu sér var maður fyrst ánægður með að fréttamenn þjörmuðu að einhverjum vegna þess máls sem hefur hneykslað alla.  en svo mundi maður eftir því að það er ekki langt síðan, líklegast ekki nema tæp tvö ár að sömu fréttamenn þjörmuðu að sömu stjórnmálamönnum vegna þess að þeir höfðu látið það aðeins tefjast að koma fé til stuðnings byrgisins.  þær ofsóknir fréttamanna stóðu í marga daga að stjórnmálamenn létu ekki fé af hendi rakna til þessa góða fólks sem aðstoðaði sjúka í byrginu!  afhverju í ósköpunum settu ekki bara þessir fréttamenn samstarfsmenn sína á fréttastofunum í stólana og þjörmuðu að þeim.  þá var byrgið dýrlingurinn en nú er það djöfullinn.  hvenær verða fréttamenn nógu þroskaðir til að horfast í augu við eigin breyskleika, léleg vinnubrögð og stundum fantalegan þrýsting fyrir vondan málstað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband