16.1.2007 | 01:39
Litlu kassarnir frá Levittown?
Sumir lagatextir eru svo vel heppnaðir að það hvarflar varla að manni að þeir hafi verið íslenskaðir. Litlir kassar eru dæmi um það, en það er þýðing Þórarins Guðnasonar á lagi Malvinu Reynolds Little Boxes".
Reynolds samdi lagið árið 1962 og skopast í því að úthverfavæðingunni vestanhafs og þeim borgaralegu og íhaldssömu gildum sem festu rætur þar. Svona er útgáfa Reynolds af textanum og verður að segjast íslenska útgáfan, sem fylgir alls ekki bókstafnum, hljómar mun betur:
Little boxes on the hillside,
Little boxes made of ticky-tacky,
Little boxes, little boxes,
Little boxes, all the same.
There's a green one and a pink one
And a blue one and a yellow one
And they're all made out of ticky-tacky
And they all look just the same.And the people in the houses
All go to the university,
And they all get put in boxes,
Little boxes, all the same.
And there's doctors and there's lawyers
And business executives,
And they're all made out of ticky-tacky
And they all look just the same.And they all play on the golf-course,
And drink their Martini dry,
And they all have pretty children,
And the children go to school.
And the children go to summer camp
And then to the university,
And they all get put in boxes
And they all come out the same.And the boys go into business,
And marry, and raise a family,
And they all get put in boxes,
Little boxes, all the same.
There's a green one and a pink one
And a blue one and a yellow one
And they're all made out of ticky-tacky
And they all look just the same.
Það var skemmtilegt að rekast á það á Netinu að íbúar Levittown halda því fram að lagið sé samið um sig á sérlegri vefsíðu bæjarsins. Það rökstyðja íbúarnir með því að lýsa bæjarlífinu þannig: In Levittown, all the homes did look the same. Even all of the gardens were manicured similarly. Residents only hung laundry out to dry on specified hangers and only on certain days. If someone disregarded their grass for too long, Levitt would send people in to cut the grass and send the bill later. The Levittowner baby boomers had formed communities where all of the homes looked similar, but it did not matter to the residents, satisfied and content to just have a single family house."
Þetta eru engar ýkjur. Íbúarnir þurftu að skrifa undir regluverk í mörgum liðum þar sem meðal annars var kveðið á um að þeir þyrftu að slá garðflötina og reyta arfa að minnsta kosti einu sinni í viku frá 15. apríl til 15. nóvember. Nothing makes a lawn - and a neighborhood - and a community - look shabbier than uncut grass and unsightly weeds". Þeir sem bjuggu í hornhúsum máttu ekki skipta um plöntur í beðinu hjá sér. If anything dies you may re-plant the same items if we don't." Og það mátti hengja upp þvott í bakgarðinum á þartilgerðar þvottasnúrur, sem snerust - hvorki meira né minna, en ekki á sunnudögum eða öðrum tyllidögum.
Sá sem hannaði Levittown nefndi bæinn eftir sér og raunar eru slíkir bæir á þremur stöðum í Bandaríkjunum, en þeim var ætlað að mæta húsnæðisþörf hermanna sem komu heim úr seinna stríði. Levitt var mikill markaðsmaður og því er alveg í hans anda að eigna sér lagið Litlir kassar, enda þó ekki beri öllum heimildum saman um að það sé í raun samið um Levittown. Samkvæmt Wikipedia fjallar lagið um lífið í Daly City, Kaliforníu, en Reynolds hafði útsýni þangað frá Berkeley.
Hvað um það, í þýðingu Þórarins er lagatextinn algjör snilld eins og allir þekkja, með sitt dinga-linga og Landsbankastjórnendur, - og ástæða til að benda á að síðasta erindið virðist vera hrein viðbót frá honum:
Litlir kassar á lækjarbakka
að lokum tæmast og fólk sem í þeim bjó
er að sjálfsögðu sett í kassa
svarta kassa og alla eins.
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.