14.1.2007 | 21:23
Lífrænt ræktað eða ekki lífrænt ræktað?
Rás 1 hefur á nýju ári (og svo sem ekki í fyrsta skipti) beint sjónum sínum að móður jörð og þá helst slæmum áhrifum okkar á hana. Nýlega var fjallað þar um leiðara The Economist frá 7. desember síðastliðnum sem kallaðist ,,Siðvænn matur (Ethical foods) þar sem efasemdir voru settar fram um ágæti lífrænnar framleiðslu á matvælum, fair trade movement og fleira af svipuðum toga. Með lífrænni framleiðslu á matvælum er átt við það að hvorki eru notuð eiturefni né tilbúinn áburður við framleiðsluna.
Vegur lífrænnar framleiðslu á Vesturlöndum hefur aukist verulega á síðustu árum og má t.d. sjá hillur svigna af lífrænt ræktuðum mat í öllum helstu stórmörkuðum landsins.Leiðarhöfundar reyndu að setja þetta í víðara samhengi og komust að þeirri niðurstöðu að hnattrænt séð væri lífræn framleiðsla ekki bara af hinu góða. Mun minni uppskera fengist með lífrænni ræktun en hefðbundinni þar sem vaxtarhraði væri minni og meira af uppskerunni færi í súginn vegna banns á notkun skordýra- og plöntueiturs. Lífræn ræktun hefði einnig í för með sér þá kvöð að regluleg sáðskipti væru nauðsynleg til að viðhalda gæðum jarðvegsins. Til glöggvunar má geta þess að sáðskipti felast t.d. í því að sá í sömu spilduna gulrótum eitt árið, brokkoli það næsta, baunum það þriðja, og hvíla svæðið á fjórða sumri o.s.frv., sem enn rýrir uppskeruna. Leiðarahöfundar sögðu, sem satt er, að þessar framleiðsluaðferðir krefðust mun stærra ræktunarlands en hefðbundnar aðferðir, sem aftur leiddi til aukinnar eyðingar skóga (þá helst regnskóga í þriðja heims löndum) sem enn auki á myndun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna skóganna og minnkaðrar getu til að binda koltvísýring. Þetta sé munaður sem erfitt sé að veita sér í heimi þar sem fólksfjölgun er sífellt stærra vandamál og pína þarf meira og meira út úr hverjum ræktuðum skika lands til að brauðfæða fjöldann.
Undirritaður hefur stundað matjurtarækt austur í Landbroti um nokkurra ára skeið með fjölskyldunni og reynt að tína það úr þessum fræðum sem hentað hefur best við þær aðstæður. Ræktunin mundi ekki teljast ,,lífræn því við notum tilbúinn áburð í stað húsdýraáburðar (húsdýraáburður hefur þann galla að krefjast stöðugrar illgresisreitingar og það hentar ekki ræktun sem ekki er sinnt í hverri viku) en framleiðum reyndar töluvert af moltu sem hefur sömu áhrif og húsdýraáburður. Eiturefni gegn snýkjudýrum- og plöntum eru bönnuð. Allir sem hafa stundað sjálfsþurftarbúskap hvort sem það er silungsveiði, rjúpnaskytterí eða matjurtarækt vita að ekkert slær út ánægjuna við að snæða þennan mat. Það helgast fyrst af þeirri ánægju safnarans og veiðmannsins að gæða sér á mat sem maður hefur aflað sjálfur, en í seinni tíð ekki síður af því að vita nákvæmlega í gegnum hvaða ferli matavaran hefur farið á leið sinni á diskinn. Á Íslandi er jarðnæði nægilegt til þess að flestir þeir sem áhuga hafa á geta dundað sér við svona ræktun, eða keypt hana frá vottuðum aðilum, án þess að hafa slæma samvisku vegna eyðileggingar skóga. Það er aftur á móti með þessa hluti eins og svo margt annað í þessarri verlöld að fólki hættir til að verða full einstrengingslegt í afstöðu sinni til lífræns eða ekki-lífræns. Það er til dæmis ekkert sem segir að lífræn ræktuð matavara sé betri en sú hefðbundna og hvað á þá að ráða innkaupunum?
Anthony Bourdain, kokkur, matarskríbent og yfirbulla hefur skoðun á þessu, eins og svo mörgu öðru er mat varðar svo sem sjá má í bókum hans Kitchen Confidential og The Nasty Bits. Hann fær að hafa lokaorðin:
,,Don´t get me wrong. I like free-range; it´s almost always better tasting. Wild salmon is better than farmed salmon, and yes, the farmed stuff is a threat to overall quality. Free-range chickens taste better, and are less likely to contain E. Coli bacteria. Free-range is no doubt nicer as well; whenever possible we should , by all means, let Bambi run free (before slitting his throat and yanking out his entrails). Since I serve mostly neurotic rich people in my restaurant, I can often afford to buy free-range and organic. I can respond to the sesons to a great extent. But at the end of the day, if I can find a genetically manipulated, irradiated tomato from the other side of the country that taste better than an Italian vine-ripened one form Granny´s backyard (not likely, but just suppose), even if it causes the occasional tumor in lab rats, I´ll probably serve it. It´s how it tastes that counts.(Antony Borudain. The Nasty Bits, Bloomsbury 2006)
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:35 | Facebook
Um bloggið
krummi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- annapala
- arnih
- arnljotur
- begga
- birgitta
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- davidlogi
- don
- ea
- fararstjorinn
- feministi
- gattin
- geislinn
- grettir
- halldorbaldursson
- hallkri
- handsprengja
- handtoskuserian
- hannibalskvida
- herdis
- hlynurh
- hof
- hoskuldur
- hrollvekjur
- hugsadu
- hux
- ingibjorgelsa
- jonasantonsson
- kaffi
- kiddirokk
- kjarninn
- kjoneden
- kolgrima
- listasumar
- ljonas
- lostintime
- maggaelin
- magnusb
- malacai
- maple123
- nosejob
- pallvil
- ragnhildur
- reni
- ruthasdisar
- seth
- sigurgeirorri
- stebbifr
- steinibriem
- theld
- tulugaq
- vefritid
- vglilja
- vinursolons
- vitinn
- arniarna
- gisliblondal
- skak
- athena
... ... ... ... ... ... ... ... ...
Athugasemdir
Heyr, heyr!
Gestur Viðarsson
Gestur Vidarsson (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.