An Education - frábær bíómynd

An Education er virkilega vel heppnuð mynd. Sagan er einföld og klassík en það er svo mikil næmni í frásögninni að hún kemst upp yfir allar klisjur og verður einstaklega ánægjuleg. Persónusköpunin er svo skemmtileg því allir þeir sem í sögunni eru gott fólk, meira að segja skúrkurinn á einhvern hátt. Leikurinn er afbragð. Leikkonan sem leikur hina 16 ára gömlu stúlku sem langar í Oxford virðist frekar venjuleg í útliti en þegar á líður myndina töfrar hún mann upp úr skónum. Virkilega gaman að sjá svona jákvæða og fallega mynd.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband